Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 43

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 43
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 83 Hægt er að mæla HCS með Radioimmunoassay í blóði. Verkun þess er: a. Synergiskt við HCG verkun. b. Luteotropisk verkun. c. Örvar vöxt brjósta. d. Vaxtarhormón. e. Diabetogen verkun. Anti-insulin. Meira þarf af insulini til að fá sömu verkun og áður. HCS or- sakar diabetogen verkun þungunar. Relaxin hormon — Myndast i corpus luteum og placenta. Poly- peptid, sem veldur slökun í symphysis pubis og mýkingu í band-og brjóskvef. Veldur einnig slökun í myometrium. Getur einstöku sinnum valdið of mikilli mýkingu sem leiðir til symphysolysis. Oxytocinasi — er enzym sem finnst í blóði móður og er talið myndast í fylgju í vaxandi magni, er á líður meðgöngu. Verkun þess er: Inaktiverar oxytocin. Magn oxytocinasa ákveður hversu mikil örvun oxytocins verður, það er samdrættir í uterus. Steroidhormónar: 1. Progesteron 2. Östrogen Fylgjan yfirtekur framleiðsu progesterons og östrogens á 10. viku meðgöngu og corpus luteum gravidiatis myndar aðeins lítið magn steroidhormóna á 2. og 3. trímestri. Undirstaða fyrir steroidhormonaframleiðslu fylgju er kolester- ol. Progesteron — Eykst jafnt og þétt á meðgöngu. Sólarhringsframleiðsla er ca. 250 mg. á síðustu vikum með- göngu. Framleiðsla fer fram í syncytotrophoblast frumum. Fylgjan getur ummyndað kolesterol og pregnennol í progester- on. Fylgjan hefur það fyrir utan sulfatasa system og getur því nýtt steroidsulföt til frekari framleiðslu.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.