Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 44
84
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Töluverður hluti progesterons fer yfir í blðrás móður en hluti
fer í blóðrás fósturs til frekari notkunar í nýrnahettum fósturs.
í líkama móður er 6—27% af progesteroni brotið niður og
skilst út með þvagi sem pregnandiol. Áður fyrr var pregandiol í
þvagi og progesteron í plasma mælt til að meta starfsemi fylgju en
hefur orðið að víkja fyrir fullkomnari aðferðum.
Verkun progesteron:
a. Verkar afslappandi á slétta vöðva:
1. Myometrium
2. þarma, sem leiðir til minnkaðra peristaltik og hægari
tæmingar.
3. Þvagfærakerfið sem leiðir til aukinnar hættu á infektion-
um.
4. Gallvegur sem leiðir til aukinnar hættu á gallsteinum.
5. Verkar á bláæðar, minnkaður tonus í venum, samfara
hækkuðum þrýstingi í venum, getur orsakað æðahnúta
og hemorrhoider (gyllinæð).
b. Verkar á fitumetabolismann í líkamanum.
c. Hækkar grunnhita líkamans.
Östrogen — myndast í fylgju í miklu magni á seinni hluta með-
göngu.
Útskilnaður í þvagi er ca. 1000 sinnum meiri en í eðlilegum tíða-
hring, en mesti hluti þess er östriol.
Framleiðsla þess fer fram í fylgju, útfrá forefnum sem myndast
í nýrnahettum fósturs, sem siðan þróast meir í lifur fóstursins.
Normal starfsemi verður að vera bæði í fóstri og fylgju, til að
östriolútskilnaður sé eðlilegur.
östriol mæling í serum, er notað sem mælikvarði á starfsemi
fylgju og þroska fósturs. Ef um fósturdauða er að ræða minnkar
östriol mjög fljótt.
Verkun:
a. Östrogen inaktiverar uterus fyrir oxytocin.
b. Östrogen er nauðsynlegt til að viðhalda þungun.
c. Einnig er talið að það valdi auknum þroska brjóstanna á
meðgöngu.