Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 3

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Page 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 107 MINNING: Guðmundur Jóhannesson læknir Sú dapurlega fregn barst okkur á fæðingardeild Landspítalans þann 28. nóvember síðastliðinn að daginn áður hefði Guðmundur Jóhannesson kvensjúkdómalæknir stórslasast í bílslysi á Hellis- heiði, er hann var á leið til Selfoss i einni af mörgum reglulegum ferðum sínum þangað í starfserindum. Fyrstu viðbrögð okkar voru að óska fregnina ranga, hugurinn átti erfitt með að aðlagast því tómi, sem fjarvera hans, stutt eða löng, myndi hafa á allt okkar starf og umhverfi. Því miður reynd- ist fregnin rétt. Guðmundur lá á gjörgæsludeild Borgarspítalans í rúmar tvær vikur og allan tímann fylgdumst við með baráttu hans og læknanna fyrir lifi hans og óskuðum að leiðin lægi bataveginn. Við sögðum okkar á milli að hann hlyti að eiga eftir að koma aftur til okkar á fæðingardeildina. En sunnudaginn 13. desember ^om fréttin, sem við síst vildum heyra, að Guðmundur væri dáinn. Á slíkum stundum gerast minningarnar og þakkarhugur áleitin við þá er kynni höfðu af þessum merka manni og jafnvel svo að stirður penni fer af stað til að festa á blað fáeinar línur um hann í nafni þakklætis og virðingar. Víst er að æviferill Guðmundar verður af öðrum rakinn og verða því minningarnar ríkjandi í línum þessum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.