Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Qupperneq 27

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Qupperneq 27
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 131 stúdentspróf með góðar einkunnir, 20, sem ekki hafa endilega góðar einkunnir eða próf, en sem hafa reynst góður starfskraftur á vinnumarkaði, og þá ekki hvað síst inni á sjúkrastofnununum. 5 hjúkrunarkonur eru teknar inn árlega, einnig útlendar ljós- mæður, sem taka skólann á 2 árum. Finnska ljósmæðrafélagið á erfitt uppdráttar frá því árið 1960, er náminu var breytt í núverandi horf. Sama er að segja um norska ljósmæðrafélagið, sem telur aðeins 450 meðlimi. Norskar Ijósmæður hafa langt nám að baki. Fyrst hjúkrunar- skólann, síðan starfandi eitt ár sem hjúkrunarfræðingar, áður en þær komast inn í Ijósmæðraskólann, sem tekur eitt ár. Til þess að öðlast full réttindi, verða þær að starfa við viðurkenndan fæðingaspítala i eitt ár, sem ljósmæður. Eigi að síður er nú svo komið, að þær hafa misst út úr höndum sér nær alla þjónustu við mæður og börn þeirra til annarra heilbrigðisstétta, eftir stendur aðeins fæðingin sjálf. Eðlilega spyrja þær; til hvers er nú öll okkar barátta, götuna fram eftir veg, ef hún skilar þessum lélegu heimtum? Það sem ég hef tekið til umfjöllunar hér að framan, er það, sem ég hélt að væri mest áhugavert fyrir lesendur Ljósmæðrablaðsins, og um leið það sem ýtarlegast var rætt á nefndum fundi. Eins og áður segir, var þetta langur og strangur fundur. Ógerlegt er því að segja frá honum ýtarlega í stuttri blaðagrein. Ályktanir og samþykktir flestar, sem gerðar voru á fundinum, er nú að finna í skjalasafni Ljósmæðrafélagsins, og að sjálfsögðu er öllum við- komandi heimill aðgangur þar að. Eitt af mörgu, sem mikið var rætt, var rannsóknarstarf og nám ljósmæðra, sem mikið hefur aukist í seinni tíð, og gefur svokallað doktarat að námi loknu. Inn í þá umræðu kom rannsóknarstarf frú Lizbeth Brudal, en hún kom hingað til Islands í vor, og spurningunni var varpað fram: Hvers vegna var þetta verk ekki unnið af ljósmóður? Einnig kom til umræðu fundur, sem haldinn var í Finnlandi sl. vor, þar sem rætt var um störf frú E. Brudal. Norræna ljós- mæðrasambandinu var ekki boðið á fundinn, og trúlega engum ljósmæðrum. Til dæmis má nefna, að frá íslandi voru boðnir full- trúar frá Jafnréttisráði, Kvenréttindafélagi íslands, Kvenfélaga- sambandi íslands og Rauðsokkahreyfingunni. Fundur ljós-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.