Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Side 33
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
137
kosinn Jóhanna María Þórðardóttir, en auk hennar eru í stjórn
Svandís Jónsd. ritari og Sigríður Jónsd. gjaldkeri.
Starfsskýrsla Norðurlandsdeildar L.M.F.Í.
Maí 1980 — maí 1981
Haldnir voru þrír fundir á árinu.
Aðalfundur var haldinn að Kálfsskinni á Árskógsströnd 1. júlí.
Þar fóru fram venjuleg aðalfundarstörf.
Samþykkt var að hafa ekki basar og innheimta ekki kaffigjald á
hverjum fundi framvegis, heldur skyldi nú hver félagskona greiða
kr. 50, sem innheimtist einu sinni á ári.
Rætt var um að reyna að koma á fræðslufundum.
Á haustfundi var svo Bjarni Rafnar læknir fenginn til að flytja
erindi. Flutti hann fróðlegt erindi um gildi góðrar fæðingarhjálp-
ar og fleira athyglisvert.
Mættar voru um 20 ljósmæður á þeim fundi og er það
nokkurnveginn sú tala, sem virk er innan deildarinnar.
Þá lagði Margrét formaður til, að félagið léti eitthvað til sín
heyra í sambandi við foreldrafræðslu, og var samþykkt að semja
°g senda til heilsuverndarstöðvar Akureyrar eftirfarandi ályktun.
Akureyri 20/11 1980.
Til stjórnar Heilsuverndarstöðvar Akureyrar
Á haustfundi Norðurlandsdeildar L.M.F.Í. sem haldinn var á
Akureyri þ. 5. nóvember sl. var samþykkt að senda stjórn Heilsu-
verndarstöðvar Akureyrar svohljóðandi ályktun:
Fundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnar Heilsuverndar-
stöðvarinnar, að komið verði á foreldrafræðslu í námskeiðsformi
á Akureyri svo fljótt sem kostur er.
Slík námskeið hafa verið haldin i Reykjavík um árabil, og nú
hin síðari ár bæði i Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og í Fæðingar-
deild Landspítalans.
Æskilegt er að hafa þessi námskeið til viðmiðunar, en mætti
e-Lv. komast af með færri tíma í hvert námskeið a.m.k. til að
byrja með.
Fundurinn telur að meir en tímabært sé að koma slíkum
námskeiðum á, þ.e. fræðslu fyrir verðandi foreldra, ásamt