Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 39
barnshafandi konur að taka aðeins þau lyf sem fengin eru samkvæmt lyfseðli og að láta lækni alltaf vita um þungun ef lyfjameðferð er nauðsynleg á með- göngutíma. Onnur skaðleg efni Kvikasilfursmengun í sjó við strend- ur Japan olli því að barnshafandi kon- ur, sem borðuðu mengaðan fisk, eignuðust börn með skemmdir á mið- taugakerfinu. Grunur er á að blý, sel- enium, skordýraeitur, rotvarnarefni og ýmis leysiefni notuð í iðnaði orsaki einn- >g fósturgalla.3 Reykingar á meðgöngu Rannsóknir hafa sýnt að reykingar mæðra um meðgöngutímann geta haft skaðvænleg áhrif á fóstrið. Börn meeðra sem reykja eru að meðaltali um 200 g léttari en börn mæðra sem ekki reykja. Vitað er að fylgni er á milli 'ágrar fæðingarþyngdar og nýbura- dauða, þ.e. andvana fæddra barna og barna sem deyja á fyrstu 28 dögunum. Einnig virðist vera aukning á fósturlát- um og fylgjulosi hjá mæðrum sem reykja. Sumar rannsóknir hafa bent til að dregið geti úr líkamsvexti og andleg- um þroska barna fram eftir aldri vegna rnikilla reykinga mæðra á meðgöngu- tíma. Sýkingar Sýkingar eru ein af mörgum orsök- um fyrir fósturlátum og andvana fæð- 'ngum. Fóstrið er mikið viðkvæmara fyrir sýkingu en fullorðinn einstakling- ur. Sýking verður oftast eftir blóðbraut til fylgju og þaðan til fóstursins. Ef kona hefur orðið fyrir endurteknum fósturlát- um af óþekktum orsökum, er gerð hjá henni blóðrannsókn (TORCH-próf). Rannsakað er hvort konan sé mögu- lega með sýkil sem geti valdið fóstur- láti. T í TORCH stendur fyrir Toxo- plasmosis, O (other) fyrir Syphilis og Hepatitis, R (Rubella) fyrir rauðu- hundaveiru, C fyrir Cytomegaloveiru og H fyrir Herpesveiru. Rauðuhundaveiran getur valdið ýmsum alvarlegum fósturgöllum. Þar ber helst að nefna eftirfarandi: heyrnar- leysi vegna skemmda á hljóðfæri eyr- ans, blinda vegna katarakta og óeðli- lega lítil augu, hjartagallar, ductus art- eriosus lokast ekki og hjartalokur eru gallaðar. Gallar geta líka komið fram á glerjungi tanna, vaxtarseinkun fósturs- ins og óeðlilegur þroski heilans.23 Mismunandi er hvaða gallar koma fram eftir tíma sýkingar. Cytomegaloveiran er af herpes- flokknum. Hún veldur alvarlegum fóstur- skemmdum og sjúkdómi í ungbörnum. Sennilega er þetta langalgengasta orsök meðfæddra sýkinga og algeng- asta veiran sem veldur andlegum van- þroska barna. Rannsóknir hafa sýnt að 5—15% barna sem sýkjast á með- göngu hafa skaddað miðtaugakerfi. Smitist kona á meðgöngutíma, sýkist fóstrið alltaf. Hætta á fósturgöllum er mest á fyrstu sex mánuðum meðgöng- unnar. Sýking mjög snemma á með- göngu veldur sennilega svo miklum skaða að fósturlát verður. Konur sem ljósmæðrablaðið _ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.