Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 39

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 39
barnshafandi konur að taka aðeins þau lyf sem fengin eru samkvæmt lyfseðli og að láta lækni alltaf vita um þungun ef lyfjameðferð er nauðsynleg á með- göngutíma. Onnur skaðleg efni Kvikasilfursmengun í sjó við strend- ur Japan olli því að barnshafandi kon- ur, sem borðuðu mengaðan fisk, eignuðust börn með skemmdir á mið- taugakerfinu. Grunur er á að blý, sel- enium, skordýraeitur, rotvarnarefni og ýmis leysiefni notuð í iðnaði orsaki einn- >g fósturgalla.3 Reykingar á meðgöngu Rannsóknir hafa sýnt að reykingar mæðra um meðgöngutímann geta haft skaðvænleg áhrif á fóstrið. Börn meeðra sem reykja eru að meðaltali um 200 g léttari en börn mæðra sem ekki reykja. Vitað er að fylgni er á milli 'ágrar fæðingarþyngdar og nýbura- dauða, þ.e. andvana fæddra barna og barna sem deyja á fyrstu 28 dögunum. Einnig virðist vera aukning á fósturlát- um og fylgjulosi hjá mæðrum sem reykja. Sumar rannsóknir hafa bent til að dregið geti úr líkamsvexti og andleg- um þroska barna fram eftir aldri vegna rnikilla reykinga mæðra á meðgöngu- tíma. Sýkingar Sýkingar eru ein af mörgum orsök- um fyrir fósturlátum og andvana fæð- 'ngum. Fóstrið er mikið viðkvæmara fyrir sýkingu en fullorðinn einstakling- ur. Sýking verður oftast eftir blóðbraut til fylgju og þaðan til fóstursins. Ef kona hefur orðið fyrir endurteknum fósturlát- um af óþekktum orsökum, er gerð hjá henni blóðrannsókn (TORCH-próf). Rannsakað er hvort konan sé mögu- lega með sýkil sem geti valdið fóstur- láti. T í TORCH stendur fyrir Toxo- plasmosis, O (other) fyrir Syphilis og Hepatitis, R (Rubella) fyrir rauðu- hundaveiru, C fyrir Cytomegaloveiru og H fyrir Herpesveiru. Rauðuhundaveiran getur valdið ýmsum alvarlegum fósturgöllum. Þar ber helst að nefna eftirfarandi: heyrnar- leysi vegna skemmda á hljóðfæri eyr- ans, blinda vegna katarakta og óeðli- lega lítil augu, hjartagallar, ductus art- eriosus lokast ekki og hjartalokur eru gallaðar. Gallar geta líka komið fram á glerjungi tanna, vaxtarseinkun fósturs- ins og óeðlilegur þroski heilans.23 Mismunandi er hvaða gallar koma fram eftir tíma sýkingar. Cytomegaloveiran er af herpes- flokknum. Hún veldur alvarlegum fóstur- skemmdum og sjúkdómi í ungbörnum. Sennilega er þetta langalgengasta orsök meðfæddra sýkinga og algeng- asta veiran sem veldur andlegum van- þroska barna. Rannsóknir hafa sýnt að 5—15% barna sem sýkjast á með- göngu hafa skaddað miðtaugakerfi. Smitist kona á meðgöngutíma, sýkist fóstrið alltaf. Hætta á fósturgöllum er mest á fyrstu sex mánuðum meðgöng- unnar. Sýking mjög snemma á með- göngu veldur sennilega svo miklum skaða að fósturlát verður. Konur sem ljósmæðrablaðið _ 37

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.