Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Side 47

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Side 47
væntanlega fæðingu og einnig af maki þeirra er 55 ára eða eldri. — Konur sem eignast hafa barn eða misst fóstur með staðfestan litn- ingagalla. — Konur sem sjálfar hafa litningagalla 09/eða maki þeirra. — Foreldrar sem eignast hafa börn eða misst fóstur með klofinn hrygg eða skyldan galla (neural tube defect) eða hafa sjálf þannig galla. — Konur sem eru arfberar kyntengds (X-linked) erfðasjúkdóms s.s. vöðva- rýmunar (muscular dystrophy) og dreyrasýki (hemophilia). ~ Foreldrar sem eru arfberar efna- skipta- eða erfðagalla sem greina má með rannsókn á legvatni eða legvatns- frumum. ~ Aðrir sem eftir erfðaráðgjöf er talið rétt að gefa kost á fósturgreiningu, t.d. vegna hræðslu. Þessar ábendingar eru að mestu þær sömu og í öðrum löndum. Æskilegt væri að allar konur færu í legástungu, en þar sem hættan á fóst- urláti samfara ástungunni er 0,5—1% en líkurnar á að finna fósturgalla í leg- vatni eru minni, eða undir 0,5%, er það ekki ráðlegt. Hins vegar virðist ávinningur af legástungu og legvatns- rannsókn greinilega meiri en áhættan þe3ar rannsóknin er gerð eingöngu í völdum tilvikum.11 Litningarannsóknir Litningarannsóknir eru gerðar til að Sreina litningagalla (chromosomal de- fects). Litningarnir eru myndaðir úr Ljarnasýrunni DNA sem ber erfðavís- LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ______________________ ana (genin). Rannsóknin felst í því að athuga fjölda litninga og uppbyggingu þeirra. Ef breyting er á fjölda þeirra eða uppbyggingu er um litningagalla að ræða. Það getur verið um að ræða: — Of mikið af litningum (trisomy). — Vöntun á litningi (monosomy). — Vöntun á hluta litnings, úrfelling (de- letion). — Tvöföldun á litningsbút (dupl- ication). — Umhverfun á litningsbút (inversion). — Yfirfærslu á litningi eða litningsbút (translocation). — Að þráðhaftið klofnar þvers en ekki langs (isochromosome). Legástungu er best að gera á 16. viku meðgöngu. Þá fyrst er legvatnið orðið nægilega mikið til að taka megi af því sýni og frumur frá fóstrinu orðn- ar hæfilega margar til að ræktun takist. í legvatni eru lifandi fósturfrumur sem má rækta og láta skipta sér þannig að hægt sé að skoða litningana. Frumurn- ar koma frá húð fóstursins, frá melting- ar- og öndunarfærum og frá þvagfær- um þess. Langri nál er stungið gegnum kvið- vegg konunnar og inn í legið og teknir eru um 10 ml af legvatni sem umlykur fóstrið. Stungustaðurinn er valinn af mikilli nákvæmni með hjálp ómtækis. Frumurnar eru ræktaðar í tilraunaglös- _______________45

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.