Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 47

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 47
væntanlega fæðingu og einnig af maki þeirra er 55 ára eða eldri. — Konur sem eignast hafa barn eða misst fóstur með staðfestan litn- ingagalla. — Konur sem sjálfar hafa litningagalla 09/eða maki þeirra. — Foreldrar sem eignast hafa börn eða misst fóstur með klofinn hrygg eða skyldan galla (neural tube defect) eða hafa sjálf þannig galla. — Konur sem eru arfberar kyntengds (X-linked) erfðasjúkdóms s.s. vöðva- rýmunar (muscular dystrophy) og dreyrasýki (hemophilia). ~ Foreldrar sem eru arfberar efna- skipta- eða erfðagalla sem greina má með rannsókn á legvatni eða legvatns- frumum. ~ Aðrir sem eftir erfðaráðgjöf er talið rétt að gefa kost á fósturgreiningu, t.d. vegna hræðslu. Þessar ábendingar eru að mestu þær sömu og í öðrum löndum. Æskilegt væri að allar konur færu í legástungu, en þar sem hættan á fóst- urláti samfara ástungunni er 0,5—1% en líkurnar á að finna fósturgalla í leg- vatni eru minni, eða undir 0,5%, er það ekki ráðlegt. Hins vegar virðist ávinningur af legástungu og legvatns- rannsókn greinilega meiri en áhættan þe3ar rannsóknin er gerð eingöngu í völdum tilvikum.11 Litningarannsóknir Litningarannsóknir eru gerðar til að Sreina litningagalla (chromosomal de- fects). Litningarnir eru myndaðir úr Ljarnasýrunni DNA sem ber erfðavís- LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ______________________ ana (genin). Rannsóknin felst í því að athuga fjölda litninga og uppbyggingu þeirra. Ef breyting er á fjölda þeirra eða uppbyggingu er um litningagalla að ræða. Það getur verið um að ræða: — Of mikið af litningum (trisomy). — Vöntun á litningi (monosomy). — Vöntun á hluta litnings, úrfelling (de- letion). — Tvöföldun á litningsbút (dupl- ication). — Umhverfun á litningsbút (inversion). — Yfirfærslu á litningi eða litningsbút (translocation). — Að þráðhaftið klofnar þvers en ekki langs (isochromosome). Legástungu er best að gera á 16. viku meðgöngu. Þá fyrst er legvatnið orðið nægilega mikið til að taka megi af því sýni og frumur frá fóstrinu orðn- ar hæfilega margar til að ræktun takist. í legvatni eru lifandi fósturfrumur sem má rækta og láta skipta sér þannig að hægt sé að skoða litningana. Frumurn- ar koma frá húð fóstursins, frá melting- ar- og öndunarfærum og frá þvagfær- um þess. Langri nál er stungið gegnum kvið- vegg konunnar og inn í legið og teknir eru um 10 ml af legvatni sem umlykur fóstrið. Stungustaðurinn er valinn af mikilli nákvæmni með hjálp ómtækis. Frumurnar eru ræktaðar í tilraunaglös- _______________45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.