Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 3
Ritstjóraspjall
Af hverju lærum við ? Erum við eingöngu
mótuð af því sem við lesum, því sem við
sjáum í framkvæmd eða því sem aðrir segja
okkur ? Við sjáum margt í starfi okkar sem
við dáumst að og líka ýmsa siði sem við
vildum ekki taka upp sjálfar. Þannig lærum
við af fyrirmyndum okkar bæði á þanna hátt
að okkur þykir sjáfsagt að taka upp góð
vinnubrögð og forðast hin verri. Þá verðum
við sjálfar að vera nægilega sjálfsgagnrýnar
til að spyrja okkur þeirrar spurningar; -
Hvernig fyrirmyndir viljum við vera ?
Erum við tilbúnar að taka gagnrýni á jákvæðan
hátt, jafnvel þótt hún sé ekki sett fram á
jákvæðan hátt ? Hver er okkar helsta
fýrirmynd ? Reynslunni söfnum við í sarpinn
af kynnum okkar við aðrar ljósmæður, lækna,
ýmsa heilbrigðisstarfsmenn og ekki hvað sýst
þær fjölskyldur sem við höfum afskipi af í
starfi okkar. Við kynnumst mismunandi
viðhorfum til þeirra þátta sem tilheyra okkar
sérsviði bæði hjá fagfólki sem hefur þekkingu
á sama sviði og einnig hjá skjólstæðingum
okkar sem í dag hafa mörg tækifæri til að afla
sér þekkingar um meðgöngu, fæðingu og aðra
þætti sem varða fjöskyldur í vexti. Með
tilkomu Internetsins er aðgangur fólks að
upplýsingum nánast ótakmarkaður en gæði
upplýsingana er auðvitað afar misjöfn. Þar
kemur til kasta okkar að hafa aflað okkur
nægilega haldgóðrar þekkingar í formi
sannreyndra vísinda og reynslu til að geta
miðlað áfram og útrýmt misskilningi og
hindurvitnum. Nú á tímum fjölþjóðlegs
umhverfis verðum við sífellt meðvitaðri um
mismunandi viðhorf þjóða til þess sem snýr
að konum í meðgöngu og fæðingu. Sá siður
að leggja barn umsvifalaust í fang móður þykir
sjálfsagður hjá íslenskum konum en konur af
öðrum uppruna vilja e.t.v. alls ekki fá barnið
í fangið fyrr en það er komið í föt. í nýlegri
ritstjórnargrein skrifar Jan Tritten um
tengslamyndun sem ekki má trufla og talar
um fæðingarumhverfið sem heilagan reit sem
ekkert utanaðkomandi má trufla fyrr en
foreldrarnir eru tilbúnir. Þetta á sjálfsagt
allsstaðar við, - en getur verið að tengsla-
myndun byrji á mismunandi stigi eftir
menningarsvæðum ? Og getur verið að hún
byrji ekki fyrr en að mörgum dögum liðnum
t.a.m. þar sem móðirin fær margra daga hvíld
og aðrar konur sjá um að brjóstfæða barnið?
Efnisyflrlit
Fréttir frá LMFÍ og fleiri fréttir
Ritstjóraspjall
Ávarp formanns LMFI
Á vit ævintýra í Hong Kong
Saga fósturgreiningar á íslandi
Skimun fyrir fósturgöllum
Líkindamat eftir hnakkaþykktarmælingu
Ómskoðun við 19 vikna meðgöngu
Sykursýki á meðgöngu
Brjóstagjöf eftir aðgerðir á brjóstum
Kveðjuorð
2
Ólafía M. Guðmundsdóttir ljósmóðir 3
Ástþóra Kristinsdóttir ljósmóðir 4
Hulda Þórey Garðarsdóttir ljósmóðir 5
María Hreinsdóttir ljósmóðir 9
Hildur Harðardóttir læknir 12
Kristín Rut Haraldsdóttir ljósmóðir 19
Hildur Nilsen ljósmóðir 21
Hildur Harðardóttir læknir 22
Katrín Edda Magnúsdóttir ljósmóðir 34
35
Ljósmæðrablaðið
gefið út af
Ljósmæðrafélagi Islands
Hamraborg 1 200 Kópavogi
Sími: 564 6099 fax 564 6098
Netfang: lmfi@prim.is
Heimasíða: www.ljosmaedrafelag.is
Ritstjóri
Ólafía M. Guðmundsdóttir
ljósmóðir
Sími: 564 4254/8614254
Netfang: olafinnur@centrum.is
Ritncfnd
Jenný Inga Eiðsdóttir
Sími: 561 0336
Ingibjörg Hreiðarsdóttir
Sími: 567 0841
Halla Hersteinsdóttir
Sími: 695 8785
Katrín Edda Magnúsdóttir
Sími: 561 1636
Myndir
Jón Svavarsson
Ólafía M. Guðmundsdóttir
og fleiri.
Auglýsingar
Ólafía M. Guðmundsdóttir
Uppsetning er í höndum ritstjóra.
Prentun og umbrot Skemmuprent.
Upplag 500 eintök.
Ljósmæðrablaðið er opinbert tímarit
Ljósmæðrafélags Islands og er öllum
ljósmæðrum frjálst að senda efni í
blaðið. Greinar sem birtast í blaðinu
eru alfarið á ábyrgð greinahöfunda og
endurspeglar ekki endileg viðhorf
ritstjóra, ritnefndar eða
Ljósmæðrafélagsins. Ritnefnd
áskilur sér þó rétt til að endursenda
greinar til lagfæringar ef málfari eða
frágangi er ábótavant og hafna alfarið
birtingu greina sem eru illa unnar eða
málefnum ljósmæðra óviðkomandi.
Skilafrestur í aprílblað er 15. febrúar
og fyrir októberblað 15. ágúst og skulu
greinahöfundar skila efni annaðhvort
á disklingi eða senda það á netfang
ritstjóra - olaí'innur@ceiUrum.is
Forsíðumyndin er af
Huldu Þóreyju Garðarsdóttur
ljósmóður í Hong Kong
Ljósmæðrablaðið o
apríl 2002 J