Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Page 30

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Page 30
Ljósmæður kuaddar I________■«£_J Sólveig Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1937. Hún lést í bílslysi ásamt þeim Margréti og Sigurbjörgu 21. ágúst 2002, 65 ára að aldri. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30. september 1958 og starfaði fyrstu tvö árin á fæðingadeild Landspítalans. Hún hóf störfá Fæðingaheimili Reykjavíkur 1961 og starfaði þar allt til lokunar þess árið 1992. Þá hóf hún störf á sængurkvennadeild Landspítalans þar sem hún starfaði til dauðadags. Ljósmæðrafélagið á Sólveigu margt að þakka í störfum hennar í þágu félagins og ljósmæðrastéttarinnar. Hún sat í stjórn félagsins og ritnefnd Ljósmæðrablaðsins til margra ára. Hún sat í ritnefnd ritsins Ljósmæður á íslandi og var formaður nefndarinnar mestan hluta undirbúningstíma þess mikla þrekvirkis sem útgáfa þess rits var. Sólveig var fulltrúi félagsins víða og sinnti því hlutverki með miklum sóma. Utför Sólveigar var gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi 2. september 2002. Blessuð sé minning hennar. Sigurbjörg Guðmundsdóttir fæddist að Hundastapa, Hraunhreppi, Mýrum 27. júlí 1929.Hún lést í bílslysi 21. ágúst 2002, 73 ára að aldri. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30. september 1960 og starfaði á Fæðingadeild Landspítalans og við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fram til 1963. Hún hóf störf á Fæðingaheimili Reykjavíkur 1963 þar sem hún starfaði lengst af og var aðstoðarforstöðumaður þar ffá 1978. Eftir að Fæðingaheimilið var lagt niður árið 1992 starfaði Sigurbjörg um tíma á sængurkvennadeild Landspítalans eða þar til hún fór á eftirlaun. Henni þökkum við óeigingjörn störf í þágu Ljósmæðrafélags íslands og skal þar helst minnst starfa hennar í stjórn félagsins og í ritnefnd ritsins Ljósmæður á íslandi. Utför Sigurbjargar var gerð frá Hallgrímskirkju 6. september 2002 og var hún jarðsett á Ökrum á Mýrum sama dag. Blessuð sé minning hennar. Brjóstagjafaráðgjafapróf IBCLC Próf þetta er tekið einu sinni á ári í öllum heiminum alltaf síðasta mánudag í júlí. Afangi þessi stuðla að bættri brjóstagjöf. Og betri samhæfingu í okkar störfum. Alls tóku 13 þátt í IBCLC prófinu 2002 á íslandi og þær sem náðu voru: Alma María Rögnvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur , Anna Lára Kolbeinsdóttir sjúkraliði BjörkTryggvadóttir ljósmóðir/hjúkrunafræðingur, Guðrún Jónsdóttir versluninni Móðurást Hermína Stefánsdóttir hjúkrunarffæðingur, Ingibjörg Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur Miðstöð heilsuvemdar bama, Jóna Margrét Jónsdóttir hjúkmnarffæðingur Miðstöð heilsuvemdar barna, Jóhanna Skúladóttir ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur Miðstöð mæðraverndar, Lilja Einarsdóttir ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur Landspitala háskólasjúkrahúsi, Sigríður Sía Jónsdóttir ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur Miðstöð Mæðravemdar, Sigríður Pálsdóttir ljósmóðir Selfossi,

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.