Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 5
Hítaveíta á Akranesí í sam-
bandí víð rekstur Sements-
verksmíðjunnar
Væntanlegri sementsverksmiðju hefir
verið ákveðinn staður á Akranesi. Undir-
búningsframkvæmdir munu hef jast á kom-
andi sumri. Bygging og starfræksla hennar
mun mjög auka atvinnu bæjarbúa og
bæjarfélagið i heild mun hafa margs-
konar hag af fyrírtækinu. Með linum þess-
utn vildi ég benda á, að með byggingu
sementsverksmiðjunnar mun einnig skap-
ast skilyrði fyrir hagkvæmum rekstri hita-
veitu á staðnum.
Til brennslu og þurrkunar sements þarf
geisilegt hitamagn. Samkvæmt upplýsing-
utn dr. Jóns Vestdals mun verksmiðjan
brenna um 35 tonnum af olíu á sólarhring.
notkun i íbúðarhúsum mun ekki fjarri
sanni að brennt sé 2,5 kg. af olíu á dag,
að meðaltali, vegna hvers ibúa. Þetta sam-
svarar 15000 hitaeiningum. Hitaveita fyr-
ir 300 manna bæ, eins og Akranes, myndi
þvi þurfa um 15000x3000 = 45 milljón
kg°. á sólarhring. Samkvæmt ofanrituðu
ætti nýtanlegur varmi frá þurrkunarlofti
sementsverksmiðjunnar að vera meir en
nægjanlegur til hitunar allra húsa a Akra-
nesi.
Sökum truflana, sem geta orðið á rekstri
sementsbrennsluofnsins, þurfa að vera til
varahitunartæki vegna hitaveitunnar.
Komið gæti til mála, að fá hita frá fiski-
mjölsverksmiðjunni, sem er nærri væntan-
legum sementsverksmiðjustaðnum. Tækni-
lega er mjög auðvelt að tengja ketil fiski-
mjölsverksmiðjunnar hitakerfinu. Tæki til
hagnýtingar afgangsvarma frá sements-
verksmiðjunni mundu verða all umfangs-
mikil og dýr. Óvíst er þó, að þessi tæki
kostuðu meira en jarðboranir og langar
leiðslur frá jarðhitasvæðum, þar sem jarð-
hiti er nýttur til reksturs hitaveitu.
Verði sementsverksmiðjan byggð án
þess að fyrirhuga nýtingu þurrkloftsvarm-
ans mun það valda erfiðleikum og miklum
aukakostnaði að breyta til síðar. Nú er
einmitt hinn rétti tími til að rannsaka og
undirbúa möguleika á hagnýtingu þessa
varma.
Reykjavík, 15. febrúar 1952.
Halldór Halldórsson.
Brennsla þessa olíumagns mun gefa 200- TÍl fróðleÍks Og skemiTltUnar
250 milljónir kg° (hitaeiningar). Sements-
vinnslan fer þannig fram, að brennandi
olíuloga er blásið inn i sívalning. Út úr
sívalningnum kemur loftið gufumengað
um. 175° heitt. Hið gufublandaða loft er
síðan leitt út-í gegnum reikháf verksmiðj-
unnar. Megnið af brennsluvarma olíunn-
ar er bundið í þessu heita lofti. Tölu-
verðan hluta þessa varma, sem þarna
myndi annars fara forgörðum, mætti efa-
laust hagnýta til hitunar vatns, er nota
mætti til upphitunar bæjarins. Hér eru
ekki ósvipuð skilyrði þeim, sem skapast
við fiskimjölsvinnslu.
Nýlega hefur Baldur Lindal efnafræð-
ingur, rannsakað möguleika á hagnýtingu
varma frá þurrkofni fiskimjölsverksmiðj-
unnar á Kletti i Reykjavik. Rannsókn hans
bendir til þess, að hagnýta megi úr þurrk
loftinu frá 27% og allt upp i 48% af
brennsluvarma olíunnar, sem notuð er
fyrir þurkarann. Magn hins nýtanlega
varma er háð því, i hve hátt hitastig vatnið
er hitað. Sé vatnið hitað i 85 °, næst að-
eins 27%, en sé það hitað í 60° næst 48%
varmanýting. Nú eru skilyrði til varma-
nýtingar mun hagstæðari við rekstur sem-
entsverksmiðju heldur en við rekstur
fiskimjölsverksmiðju. Orsök þess er sú, að
þurkunarloftið, sem kemur frá ofni sem-
entsverksmiðjunnar er um 175° heitt, en
þurkunarloftið frá fiskimjölsverksmiðju er
aðeins 125-150° heitt.
Hófleg áætlun mun vera 30-40% af
ninum bundna varma þurrkunarloftsins
frá sementsverksmiðjunni, sé nýtanlegur.
Ur þeim 200-250 milljón hitaeiningum,
sem hin daglega olíubrennsla í sements-
verksmiðjunni framleiðir, mundu þá nást
60-100 milljón hitaeiningar til afnota fyr-
ir hitaveitu. Sem mæhkvarða á eldsneytis-
AKBANES
Framhald af 2. síðu.
1858: Fyrsta póstgufuskipið kemur til Islands. Þá
hófust fastar póstferðir milli Islands og
Kaupmannahafnar. 6 ferðir á ári á tíma-
bilinu apríl til nóvember ár hvert.
i872:Gefin út ný póst-tilskipun, komið á nýrri
og bættri skipan um póstmál og skipaður
sérstakur embættismaður sem forstjóri póst-
málanna (póstmeistari).
1873: Gefin út fyrstu islenzku frímerkin, Skild-
ingafrimerkin.
1876: Gefin út fyrstu frímerki í krónu- og aura-
mynt.
1896: Strandferðir hefjast á vegum landssjóðs með
leiguskipi (Vestu). Á þeim varð mikill tap-
rekstur.
1898: Sameinaða gufuskipafélagið byrjar sérstakar
strandferðir með ríkisstyrk með gufuskipun-
um „Hólum" og „Skálholt", 6 ferðir kring-
um land á timabilinu 15. apríl til 31. okt.
Sama ár eru sett upp fyrstu pósthólfin í
Reykjavik.
1900: Byrjað að nota hestvagna til póst- og mann-
flutninga á Suðurlandi. (Hætt 1919).
1907: Sett ný póstlög og numin úr gildi tilskipun
frá 1872 með áorðnum breytingum.
Sama ár gefin út auglýsing um sambandið
milli hinna dönsku og íslenzku póstmála.
1909: Samið við Thore-félagið um auknar milli-
landasiglingar og sérstakar strandferðir með
2 gufuskipum, „Austra" og „Vestra".
1914: Reist nýtt pósthús í Reykjavik.
i9ig:Hófust millilandasiglingar og strandferðir
Eimskipafélags Islands.
1916: Póstflutningar hefjast með bifreiðum.
igi7:Keypti landsstjórnin sérstakt gufuskip
(„Sterling") til innanlands strandferða. —
Síðan hefur ríkissjóður ávallt átt eitt eða
fleiri strandferðaskip og auk þess haft skip
á leigu til strandferða eftir þörfum. 1930 tók
Skipaútgerð rikisins til starfa.
1919: Póstlögunum og skipun póstmála breytt til
samræmingar við sambandslögin og fullveldi
Islands (1918). Nýr samningur gerður um
póstsambandið milli Isalnds og Danmerkur.
Sama ár gerist Island sjálfstæður aðili að
Alþióða póstsambandinu.
1921: Gerð breyting á póstlögunum og gefin út
ný útgáfa með áorðnum breytingum.
1928: Byrjuðu póstflutningar innanlands með
tækifærisflugferðum, en fastar áætlunar-
flugferðir geta tæpast talizt komnar á ennþá
1950-
1929: Satt ný lög um stjórn póstmála og síma-
mála. Sama ár fyrst leyft að nota frimerk-
ingarvélar og settar reglur um noktun
þeirra.
1935: Póstur og sími sameinað. Sett ný lög um
stjórn og starfrækslu pósts og síma.
1940: Sett ný póstlög.
1942—-49: Reist ný póst- og símahús á Akureyri,
Hvolsvelli, Reyðarfirði, Höfn í Hornafirði
og i Vestmannaeyjum. Keypt póst- og síma-
hús á Eyrarbakka.
1945: 1 janúar komið á flugpóstsambandi við
Bandaríki Norður-Ameríku og Canada og
siðar sama ár við Evrópu.
1946: Stofnað „Norræna póstsambandið" (Den
nordiske Postforening). —¦ Bréfaburðargjöld
milli allra Norðurlanda hin sömu innan-
lands.
(Úr ritinu; Póststofnun á Islandi iy^
ára, útg. 1951).
GAMAN OG ALVARA
Þau voru trúlofuð og gengu út að kvöldi. Him-
ininn var heiður og stjörnubjartur, og hinir ungu
elskendur horfðu hátt, eins og þeim er jafnan titt.
— Er þetta Marz, sem við sjáum þarna uppi?
spyr hún.
— Nei, það er Venus, svarar hann.
— Hugsa sér, Doddi, hvað þú ert gáfaður, að
þekkja hana í þessari fjarlægð.
Fögur kona og heillandi kona er sitt livað. Ég
veiti fagurri konu athygli, en heillandi kona veitir
mér athygli.
Forsíðumynd:
Gullfaxi yfir Vestmannaeyjum,
Eyjafjallajökull er i baksýn. ¦—
Myndina tók Hans Malmberg.