Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 16

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 16
Bóndasonurinn og barónessan Merkilegir atburðir frá fyrstu tugum tuttugustu aldarinnar. Unguif bóndasonur úr Þingeyjarsýslu verður yfirkennari við hinn keisaralega leikfimis- og listaskóla fyrir herforingja í St. Péturs- borg. — Hann kvænist ungri barónessu af ætt keisarans. — Hann hélt leikfimissýningu með 120 lærisveinum sínum fyrir keisarann og var sæmdur riddarakrossi St. Nikulásorðunnar. Eftir að hafa lesið fornsögurnar á æsku- árunum, munu margir síðar í lífinu með ánægju og aðdáun minnast hinna ungu og glæsilegu höfðingja- og bændasona, sem þar greinir frá, er fóru utan og gengu í þjónustu konunga og rikra höfðingja og þáðu góðar gjafir og vináttu fyrir vel unnið starf. Minnisstæð verður frásögnin um veru Gunnars á Hhðarenda við hirð Haraldar Gormssonar Danakonungs, Kjartans Öl- afssonar hjá Ölafi konungi Tryggvasyni og samveru Halldórs Snorrasonar og Har- aldar Sigurðssonar Noregskonungs, og svo má lengi telja. Ekki þarf að efa að rétt mun vera farið með efnið eftir því sem föng standa til, þótt langur timi liði frá því atburðirnir gjörðust þar til þeir voru skráðir. 1 sögunum er um atburði að ræða er skeðu hér um bil þúsund árum fyrir vora daga. En aftur á rnóri verður hér stutt- lega greint frá atburðum, er gjörst hafa fyrir hér um bil fjörutíu árum og skrif- aðaðir eru niður eftir sögusögn sjónar- og heyrnarvotta og manns þess, er sagan ræðir um, og sem ennþá lifir við fulla heilsu athafnaríku lífi, og minnist stund- um viðburða frá æskuárunum. Atburðir þeir, sem hér um ræðir, eru ekki síður hugnæmir og merkilegir en viðburðir i lífi hiima glæsilegu vikinga sögualdarinnar og sem að vonum er mikið látið af. Árið 1909 fóru fjórir ungir menn undir forustu Jóhannesar Jósefssonar glimakappa utan, í þeim tilgangi að sýna íslenzka glímu, aflraunir og fleiri íþróttir í helztu borgum og bæjum á meginlandi Evrópu. Einn þessara manna, rúmlega tvítugur að aldri, hét Jón og var Helgason frá Grund í Höfðahverfi í Suður-Þing- eyjarsýslú. Þeir fóru víða um lönd og var alls staðar vel tekið. 1 St. Pétursborg í Rússlandi dvöldu þeir nokkra mánuði og ^ftir tveggja ára ferðalag, slitu þeir félags- skapnum, sumir fóru heim til Islands, en Jón fór til Danmer-kur og tók nú að æfa ^eikfimi hjá sjóliðsforingja Höjer, er hafði orð fyrir ágæta hæfileika í þeirri grein. 16 Eftir að hafa lokið námskeiði sínu með góðum vitnisburði, fór Jón af tur til Péturs- borgar og fékk þar stöðu sem aðstoðar- kennari við leikfimisskóla í íslenzkri glímu og hnefaleik og einnig í sænskri leikfimi. Jafnframt kennslu við leikfimis- skólann iðkaði Jón ennfremur sund við keisaralega sundskólann þar í borginni. Þegar hér var komið sögunni var Jón kvæntur og hafði 24. febrúar 1911 gengið að eiga barónessu Olgu Alexandravitz, dóttur Olscufoff greifa, sem var herfor- ingi í riddaraherdeildinni. Móðir Olgu var fædd prinsessa, Vasjeinski, laundóttir son- ar Alexanders keisara III., og var kona Jóns þannig frænka Nikulásar II. þáver- andi Rússakeisara. Olga hafði alizt upp í Suður-Frakklandi, að nokkru leyti í klaust- urskóla, kunni þvi frönsku eins og inn- fædd, og fór fyrst að læra rússnesku er hún fór úr skólanum. Skóli sá, sem Jón fékk stöðu við, var aSal leikfimis- og íþróttaskóli hins víð- áttumikla rússneska ríkis, með svipuðu fyrirkomulagi og ríkisleikfimisskólinn í Stokkhólmi. Eftir 2.—3. ára nám við skóla þennan, gengu nemendurnir undir fulln- aðarpróf, er veitti þeim rétt til að verða kennarar við alla opinbera skóla ríkisins. Veturinn 1911—12 kenndi Jón við skóla þennan íslenzka glimu og hnefa- leik og þar að auki kennari í sænskri leikfimi. Aðalkennari skólans var rúss- neskur hershöfðingi Poltorosky að nafni. Hann talaði sænsku vel, enda verið lengi í Svíþjóð til þess að kynna sér svenska leikfimi, sem hann hafði mikinn áhuga fyrir. Þrátt fyrir þótt hann væri þá nær sextugur, var hann léttur á fæti og lið- ugur við kennsluna. Poltaratsky var mjög góður Jóni og kenndi honum með lipurð og áhuga að skipa fyrir á rússnesku. Hann lét Jón skrifa upp stundaseðla með rúss- neskum fyrirskipunum, og varð Jón ávallt að fara með þá heim til hans, svo hann þegar í stað gæti leiðrétt þá og skýrt fyr- ir honum það, sem rangt var, og æfði hann Jón oft tímunum saman i því að skipa fyrir. Seinni hluta vetrar 1912, lét hann Jón fara að skipa fyrir undir yfirstjórn sinni í skólanum, svo að Jón um vorið var orð- inn fær um að gjöra það hjálparlaust. Islenzku glímuna iðkuðu námssveinar af kappi, og var hún höfð í heiðri á íþrótta- sýningu, er haldin var þá um vorið og þótti með því skemrntilegasta, sem sýnt var. Jón átti ekki svo fáa öfundarmenn inn- an leikfimi- og hnefaleikara, sem vildu bola honum frá svo hárri stöðu sem hann hafði náð, og eru margar sögur um það og lauk svo, að Jón bar sigur úr býtum, svo fagmenn og blöðin, sem höfðu í fyrstu talsvert skiftar skoðanir um deiluefnið, urðu að lokum gjörsamlega Jóns megin í málinu. Haustið 1912 var Jóni undir yfirstjórn herforingjaráðsins falin yfirkennarastbrf- in við leikfimisskólann í öllum deildum og jafnframt glímu- og hnefaleikakennsl- an. Næsta sumar 1913 fór Jón til Dan- merkur og iðkaði leikfimi undir stjórn hins nafntogaffa leikfimikennara Niels Buck við lýðháskóla í Velje, og lauk þar prófi með beztu einkunn. Eftir heimkom- una til Pétursborgar tók hann fullnaðar- próf i sundi með ágætiseinkunn og voru aðeins 3 nemendur, er náðu prófi af 140, er voru á skólanum. Sumarið 1914 brauzt heimstyrjöld út. Strax um haustið var Jón beðinn að taka að sér yfirstjórn á allri leikfimi við leik- fimisskólanna bœði karla og kvenna, þar sem margir kennaranna voru kallaðir í striðið, og var hann nú ekkiaðeins yfir- foringi við keisaralega íþróttaskólann fyr- ir herforingja og herforingjaefni, heldur alla aðra skóla, er kenndu sund, leikfimi og aðrar iþróttir. Veturinn næsta hafði Jón mjög mikið að starfa, en varð samt ekki annars var en að stjórn hans og kennsla væri álitin góð og kennarar og nemendur væru á- nægð. Um vorið fékk leikfimissýning hans ágæta dóma i öllum blöðum og nemendur sendu honum skrautgrip áletraZan, sem hann síSan gaf þjóðminjasafninu í Reykja- vík. Vorið 1915 leigði Jón sundhöll, afar- mikla og vandaða skammt frá Pétursborg, í hinu fegursta sumarbústaðahverfi borg- arinnar. Staður þessi hét Sistroresk, sem á íslenzku mætti nefna „Systralyndir". Staður þessi var bezti baðstaður borgar- innar og bjó þar ekki annað en ríkisfólk yfir sumartímann, og sem baðaði sig i sundhöllinni þegar ekki þótti nógu hlýtt i sjónum. Áfast sundhöllinni var afar mikið hús, nokkurs konar heilsuhæli, út- AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.