Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 25
Síðan bjó Valgerður allmörg ár með
Jóni Magnússyni smið í Hausthúsum —
síðar Bergstöðum, — þangað til Jón dó.
Eftir það bjó hún á Austurvöllum. Val-
gerður var óvenjulega stillt og prúð kona,
góð og grandvör. Síðustu árin var hún mjög
heilsuveil, en seinast af mjög slæmum
sjúkdómi, en í þeim veikindum naut hún
sérstakrar umönnunar Bjarna bróðursonar
síns og Guðrúnar konu hans. Valgerður
andaðist 19. aprdl 1951.
Gísli Böðvarsson smiðs Sigurðssonar að
Skáney i Beykholtsdal, var fæddur 2. jan-
úar 1828 í Skáney og ólst þar upp hjá for-
eldrum sínum til 1 i ára aldurs, en fluttist
þá að Sturlureykjum í Beykholtsdal, til
Jóns hreppstjóra Gunnarssonar, og var
þar til 16 ára aldurs, að hann fluttist að
Hofsstöðum i Hálsasveit, til Kolbeins
Árnasonar og Bagnheiðar konu hans, en
þau vour foreldrar Bannveigar á Leirá.
Er Gísli var 23 ára dó Kolbeinn, en ekkjan
hélt áfram búskap, með því Gísli tók að
sér stjórn búsins, og hafði hana á hendi i
20 ár. öll þau ár réri hann vetrarvertíðir
suður í Vogum, fyrst hjá Agli Klemenss.
og eftir hans dag hjá Klemensi syni hans.
Er Gísli tók við búinu að Hofsstöðum
gerðist hann hinn athafnamesti, jafnvel
frekar öðrum þar í sveit. Undir stjórn hans
var sléttað mikið í túninu og hlaðnir grip-
heldir grjótgarðar um það allt, auk þess
voru þá byggð upp flest hús á jörðinni,
og það svo vel að af þótti bera, enda kom
þá fullkomlega í ljós verklægni hans bæði
tré og járnsmíði.
Undir stjórn Gísla var búskapurinn á
Hofsstöðum ekki siður með stórbrotnu sniði
en áður en hann tók þar við bústjórn. Var
þar jafnan margt manna á heimih og búið
stórt. Var um það talað að Gísli Böðvarsson
væri með allra beztu bústjómarmönnum,
og að 'hann léki sér með hvers konar við-
fangsefni.
Árið 1870 gekk Gisli að eiga Kristínu
' Sighvatsdóttur ættaða úr Beykholtsdal
og reisti bú að Hægindakoti í sömu sveit.
Þó hann væri orðinn rúmlega fertugur
maður var bústofnion ekki stór, enda ráðs-
mannskaupið ekki hátt í þá daga. I Hæg-
indakoti bjuggu þau í 2 ár, og fluttust þá
að Hrisum í Flókadal, harðbalajörð. Þar
var þá sama og ekkert tún, og hús öll mjög
léleg, þar ræktaði Gísli töðuvöll, er fóðraði
3—4 nautgripi. Byggði þar öll hús, og
það mjög myndarlega eftir þvá sem þá
gerðist, einnig girti hann túnið með grjót-
görðum og skurðum. Búið stækkaði veru-
lega þrátt fyrir sívaxandi ómegð, þvi börn
þeirra hjóna urðu 14.
Á þessum árum var farið að byggja
hús og hlöður úr timbri viðsvegar, en góðir
smiðir fáir til. Gisli Böðvarsson var þá
orðlagður listasmiður bæði á tré og járn,
var hann því eftirsóttur mjög, þar á meðal
til Akraness. Þar byggði hann Hákots-
AKBANES
Helga Bjarnadóttir
Bjarni Gíslason
húsið, Sýrupartshúsið, Bjargshúsið og að
nokkru leyti verzlunarhús Snæbjarnar
Þorvaldssonar og Guðrúnarkotshúsið.
Af húsum i sveit byggði hann og stein-
hlaðið hús á Hvitárvöllum, timburkirkju
á Gilsbakka í Hvítársáðu, auk þess marga
bæi og hlöður, og var sama sagan sögð um
hann allstaðar þar sem hann vann, og að
hverju sem hann gekk, að verkhæfni hans
og dugnaður væri með afbrigðum, enda
var hann framsýnn og frumlegur, sem þó
vitanlega naut sín ekki til fulls fyrir
áhaldaleysi. Allir voru undrandi yfir því
hversu vel honum tókst, og ef mikils þótti
við þurfa í sambandi við smiðar, var nefnt
nafn Gísla Böðvarssonar.
Eftir 16 ára búskap í Hrísum, fluttist
Qísli að Grímastöðum í Andakíl, þá 60
ára gamall. Hafði sú jörð um langa tíð
verið illa setin, en er í eðli sinu all góð bú-
jörð, tók iþvi sagan að endurtaka sig, túna-
sléttur, nýr matjurtagarður all stór, skurð-
ir í flæðengjar, sem þá voru svo blautar
að ekkert hey varð á þeim þurrkað hvernig
sem viðraði. Er hann fór þaðan, var hann
búinn að þurrka svo landið að ekkert vot-
hey þurfti að flytja heim, en nokkra tdl-
færzlu þurfti heyið á engjunum sjálfum
til þess að koma þvi á þurkvöll. Hvert
gripahús varð hann að byggja þegar á
næsta ári, því öll voru þau að falli komin,
en bæ, búr, eldhús og smiðju byggði hann
á 4. ári. En er hér var komið stóð með hon-
um í þessum framkv. mannvænlegur
barnahópur, arftakar hagleiks og dugnaðar.
Arið 1907 flutti Gísli ásamt konu sinni
að Ausurvöllum á Akranesi, þá 75 ára
gamall, og þar var heimili hans siiðan.
Vann þá mest að járnsmíði, og vann
merkilega mikið og vel, þrátt fyrir hinn
háa aldur, enda brást ekki hugvit og verk-
hæfni, allt til síðustu stundar.
Kristín Sighvatsdóttir var ágæt móðir
og húsmóðir, enda varð hún oft að stjórna
heimilinu að öllu leyti er bóndi hennar var
langdvölum við húsabygingar fjærri því.
Hún lést á Austurvöllum 2. ágúst 1921.
Á öllum tímum hafa vaxið upp með
þjóðinni afburða einstaklingar, að hugviti
hagleik og dugnaði, ¦— sem þó hafa aldrei
fengið að njóta sín til fulls — heldur orð-
ið að berjast harðri lífsbaráttu til þess að
ala önn fyrir sér og skylduliði sínu. Gísli
Böðvarsson var áreiðanlega einn þeirra
manna. Hann var harðduglegur maður
og kappsfullur og afburðagóður smiður,
bæði á tré og járn, og að lákindum þó nokk-
ur hugvitsmaður. Hann hafði mikinn
. áliuga fyrir vélum og tækni og batt miklar
vonir — vegna framtíðarinnar — um vél-
ar og orku til að knýja þær til hags og
heilla komandi kynslóðum.
Gísli Böðvarsson og Kristín Sighvats-
dóttir eignuðust 14 börn. Sjö þeirra dóu
ung, eða áður en þau náðu fullorðins aldri,
flest úr mislingum eða barnaveiki. .En
þessi komust til aldurs:
i. Þuríður, gift Emil Petersen búfræðingi
frá Hvanneyri, þau voru búsett á
Akureyri og eiga mörg börn.
2. Valgerður fyrrnefnd.
3. Böðvar — eldri, — lærði húsgagna-
smíði bæði hér og í Kaupmannahöfn,
og var þar í sjö ár, — ávallt á sömu
vinnustofu. — Hann kvæntist danskri
konu Mörtu að nafni og áttu 3 börn.
4. Bjarni fyrrnefndur.
5. Ástríður, bústýra hjá Halldóri Jóns-
syni, fyrst á Syðstu-Fossum, en nú
um nolckur ár í Beykjavík.
6. Sighvatur, dó innan við þritugt, ný-
búinn að ljúka trésmíðanámi í Bvik.
7. Böðvar, — yngri — kúahirðir á
Hvanneyri um áratugi, bráðdyggt hjú.
ÖU börnin hafa erft hagleikinn frá föð-
urnum. Gísli Böðvarsson deyr 6. marz
1917 89 ára að aldri.
Vestra húsið á Austurvöllum er við
Akurgerði 13 en eystra húsið er nr. 15.
25