Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 6

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 6
Verzlunar- og verksmiÖjuhús Guðrnundar Guðmundssonar. Viö skulum sjá Lífsviðhorf manna eru harla misjöfn. Innra með sumum mönnum virðist búa ótæmandi uppspretta hamingjulífs og hetjudáða, en þegar litið er til annarra, virðist sem hamingjuleysi séu engin tak- mörk sett. Allt virðist lagt,- eða koma- upp í hendurnar á einum, en þó lítt duga til að hann mannist, eða vinni samtíð sinni nokkurt verk til nytja. Frá enn einum virðist — í fljótu bragði — sem flezt sé tekið, jafnvel það, sem fyrir mannlegum sjónum er frumskilyrði fyrir því, að hann geti sætt sig við lífið; hvað þá að koma því við að vinna stór afrek á einhverjum sviðum. Þótt svo sýnist í fljótu bragði, að lífið sé oft óréttlátt, erfitt og öfgakennt, er stund- um sem hulin hönd, ótrúlegur og óskiljan legur kraftur komi til hjálpar, þegar þörfin er mest. Það er ógemingur að ráða þessar tvíræðu rúnir, og tilgangslaust að dæma þar um eða deila. Hins vegar sjámn við þess mörg dæmi, að mannleg sál lyftir oft þungu taki við hin örðugustu skilyrði, eigi aðeins gagnvart eigin persónu, held- ur þannig, að það lýsir sem logaskært Ijós þúsundum manna á þungbærri göngu. Fyrir utan það gagn, sem framkvæmdir þeirra og frumkvæði hefur oft og tiðum haft fyrir samtíð þeirra. Við Laugaveg 166 í Reykjavík má sjá geysistórt fjögurra hæða hús. Á framhlið þess er ritað með stórum stöfum: TRÉ- SMIÐJAN VÍÐIR, og HtJSGAGNA- VERZIUN GUÐMUNDAR GUÐ- MUNDSSONAR. Húsið er byggt yfir 6 þessi fyrirtæki, og þau nota megin hluta þess. Á síðustu árum er engin nýlunda að sjá slík stórhýsi í höfuðstaðnum og enda víðar. Þess munu og finnast dæmi, að einn maður reki slikt risafyrirtæki, á okk- ar mælikvarða, en hér mun það ekki orka tvímælis, að um einstakan mann og fyrir- tæki er að ræða. Af hverju? Af því að eigandinn, — sá sem byggt hefur og séð þvi borgið til þessa, — er blindur, allt frá 10 ára, eða öllu heldur sjö ára aldri. Það eru tvö ár síðan ég frétti af þessum furðulega manni og fyrirtæki hans. Hafði ég því hugsað mér að reyna að kynnast þessu eitthvað nánar, til þess m. a. að lofa lesendum blaðsins að kynnast því samhliða. Nýlega kom ég því svo í verk að ná tali af þessum kynlega manni og ræða við hann um þetta risafyrirtæki á okkar mælikvarða. Það er þó nokkrum vand- kvæðum bundið að gera þessu merkilega verkefni veruleg skil, því enda þótt mað- urinn sé viðræðugóður, vill hann sem allra minnst tala um sína hagi, en þó mun verra við að láta það „á þrykk út ganga.“ Ætt og uppruni. Býsna ríkt er það í fari okkar að vilja vita deili á mönnum, sem rætt er um eða við kýnnumst nánar, skal því ekki dregið lengur að sýna lit á því gagnvart Guðmundi. Þessi mikli íslenzki iðjuhöldur heitir Guðmundur Guðmundsson, fæddur að önundarholti í Villingaholtshreppi í Árnessýslu, 4. júní 1910. Sonur Guðmund- ar bónda þar Bjarnasonar og konu hans Hildar Bjarnardóttur. I önundarholti munu forfeður Guðmundar hafa búið mann fram af manni. Til frekari árétting- ar má geta þess, að hann er af Bolholtsætt. Þar mun dugnaður, festa og traustleiki vera all-ættgeng. Faðir Guðmundar dó áður en drengurinn fæddist. Þau Hildui og Guðmundur eignuðust 3 syni. Einn þeirra dó uppkominn, annar er Bjarni læknir á Patreksfirði og þriðji Guðmundur, sem hér hefur verið nefndur. Árið 1911 flutti móðirin með drengina til Reykjavík- ur, og þar hafa þau dvalið síðan. Meginhluta lífsins í myrkri. Þegar Guðmundur var aðeins 7 ára, varð hann fyrir því lmæðilega slysi, — i sambandi við sprengiefni — sem leiddi til þess, að innan 10 ára aldurs var hann orðinn algjörlega blindur. Örlögin geta verið margvísleg og oft. þungbær. Þá veltur á miklu, hvemig menn taka þeim, og hvað þeir geta gert, —helzt til langframa — til þess að draga úr þeim afleiðingum, er þau svo oft valda. Á komandi sumri er Guðmundur aðeins 42. ára, en af þeim tíma verið alblindur í 32 ár. Það annarsvegar og hið risavaxna fyrirtæki Guðmundar hinsvegar, — sem hann rekur og stjórnar sjálfur, — segir, —hverjum, sem hugleiðir, — óvenjulega og æði mikla sögu. Sögu, sem hefur kostað mikla baráttu, erfiðleika og vonbrigði, en er þó glæsilegust fyrir hina sjáanlegu sigra. „Við skulum sjá.“ Eg er kominn inn í skrifstofu Guðmundr ar Guðmundssonar á Laugaveg 166. Um leið og ég er kynntur fyrir honrnn stendur hann upp og gengur á hljóðið, en varla verður vart í fasi hans eða framkomu sjón- leysis. Við tökum skjótt tal saman, og mér fellur það vel að öllu öðru leyti en því, hve hann er fráhverfur þvi að vilja halda uppi umræðum um sig og sina hagi. Hjá Guðmundi gengur allt fyrir sig sem á venjulegum skrifstofum hliðstæðra 'fyrirtækja hjá sjáandi manni. Hann þarf oft að svara í símann. Maður eftir mann kemur til hans ýmissa erinda, en hann leysir fljótt og fimlega úr því, sem að er spurt hverju sinni. Enn er drepið á dyr, en Guðmundur gengur þangað rakleitt. Maðurinn í gættinni ber upp erindi sitt, en við svari Guðmundar get ég ekki var- izt brosi: „Við skulum sjá,“ segir hann við komumann. Mér fannst þetta svar óvenjulegt undir þessum kringumstæðum, en hins vegar — þrátt fyrir það, — lýsandi og táknrænt fyrir þau undur og stórmerki, sem raunverulega hafa gerzt í lífi þessa AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.