Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 26

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 26
SfiRA FRIDRIK FRIÐRIKSSON: STARFSÁRIN III. að fara út þýðir bara útgangur. Ég hló í huganum að heimsku minni. Mér datt í hug sagan „Einfaldir ferðalangar“ eftir Mark Twain og einsetti mér að hlaupa ekki á mig svona aftur. Um nóttina sváfum við í sætum okkar, hvorugur hafði svefn- vagn. Klukkan um 6 um morguninn vorum við komnir til Flórens. Þar var viðdvöl í klukkutíma, svo ég þorði ekki að fara neitt út fyrir stöðina, og hefði mig þó langað til að sjá mig um í hinni frægu borg. En fallegt útsýni var frá járnbrautarstöðinni upp til fjallanna, sem voru að baðast í morgunsólinni. En samt var nú allur hugurinn að komast áfram til Napoli, þangað, sem ferðinni var heitið um kvöldið. Leiðin lá fram hjá afarstóru stöðuvatni. Ég fékk að vita að það var Trasimen-vatnið. Það glampaði á það í fjarska. Ég tók nú fram Kornelíus Nepos, sem ég hafði í tösku minni og las kaflann um Hannibal. Ég fann, að ég var á sögunnar slóðum, vættum með Rómverjablóði. Á hverri hæð eða hálsi gat verið gamall orustuvöllur, þótt ég vissi það ekki. Svo rann lestin inn í sjálfa höfuðborg heimsins. En ég lét það ekkert á mig fá; að þessu sinni bar hugurinn mig áfram. Á járnbrautarstöðinni í Rómaborg kvöddumst við lögfræðingurinn frá Chemnitz, sem hafði verið mér svo góður og gagnlegur föru- nautur. Því miður man ég ekki nafnið hans. Ég fór yfir i aðra lest, og eftir fimm mínútur brunaði lestin út úr hinni „eilífu borg“ suður á bóginn. Ég dáðist að landslaginu og virti fyrir mér fjöllin í fjarska; Appenninafjöllin minntu mig á fjöllin heima að ýmsu leyti. En loftið var tært og notalegur hiti. Ég fór inn í klefa, sem stóð á Fuma- Tori (Pei fumatori). Ég settist niður og kveikti mér í góðum vindli. Ég sá, að þar voru karlar og konur. Eftir litla stund var einhver, sem benti mér á, að ég mætti ekki reykja. Ég benti á yfirskriftina. Það var það sama. Það voru konur þar inni, sem ekki vildu að reykt væri. Ég hugsaði, að þær þyrftu ekki endilega að troða sér inn i reykingaklefa. En með því að ég vissi ekki vel, hvernig ég ætti að orða það, stóð ég upp og fór út á ganginn. Þá kom í það Ijós, að ekki mátti reykja á gang- inum. En svo gekk ég fram hjá klefa, og þar inni sátu nokkrir menn í herforingjabúningum. Þeir sátu þar og svældu hver í kapp við annan. Mér varð litið yfir dymar. Þar stóð „Proibito di fumare.“ Mér skildist að það ætti að þýða: „Reykingar bann- aðar,“ en ég fór þar inn og fór nú að reykja í kapp við þá, sem fyrir voru. Það gekk vel. Svo héldum vér áfram. Þá komum vér að stöð einni, og sá ég, að það var stöðin við „Monte Cassino." — Þar gnæfði upp snarbrött hæð og há, og þar uppi voru stór- fenglegar byggingar. Mig langaði til að mega stanza þar og heimsækja þann stað, þar sem Benedikt frá Nursiu lifði og stofnaði hina miklu reglu Benediktsmunka, sem svo mörgu góðu komu til vegar í kristninni. En nú var enginn tími til þess, svo bættist þar ofan á, að nú fyrst, á siðasta augnabliki, kom i ljós, að ég átti að skipta þar um lest. Ég tók nú í skyndi pjönkur mínar og þaut út og komst með naumindum inn í réttu lestina, og fór hún af stað um leið og ég var kominn inn. Ég komst nú inn í klefa, þar sem ég fékk að vera í friði. En er ég hagræddi töskum mínum upp í netið, fyrir ofan sæti mitt, tók ég eftir því, að forlátastafur, sem ég átti, hafði orðið eftir í hinni lestinni. Þann staf hafði Páll bróðir minn smíðað handa mér og var hið mesta hagleikssmíði. Þótti mér þetta svo leitt, að ég strengdi þess heit að taka mér aldrei yfirlætisstaf í hönd, og hef ég efnt það nú í 28 ár. Ég hafði nú svo mikið að sjá, að þessi missir gleymdist mér. Lestin nam staðar litla stund við bæinn Kapua. Það var eins og ég kæmi til gamals kunningja, þvi borgin var mér svo kunn úr Rómverjasögunni, einkum úr annarri púnversku styrj- öldinni. Það er undarlegt seiðmagn, sem gamlir sögustaðir hafa á hugann og imyndunaraflið. Á leiðinni til Napolí rifjaðist undarlega upp fyrir mér saga Hannibals. En nú varaði það ekki svo lengi, þangað til bæði Hannibal og Kapúa gleymdust, þvi vonum bráðar rann lestin inn á járnbrautarstöð Napoliborgar. Ég hafði ætlað mér að gista á Hótel Cavour, og um leið og ég kom út úr járnbrautarstöðinni, blasti við mér feikna mikið torg og Hótel Cavour til hægri, er út af stöðinni kom. Það var aðeins sluttur spölur þangað. Ég fór þar inn, og allt féll í Ijúfa löð. Ég fékk stórt og gott herbergi, er snéri gluggunum út að torginu og var á fyrstu hæð. Það var ágætt herbergi, og fyrir framan það voru svalir, sem aðeins heyrðu til þessu eina herbergi. Til beggja hliða voru rimlahlerar, sem leggja mátti saman eins og gluggatjöld. Oti á þessum svöl- um gat ég setið og séð allt, er fór fram á þessu stóra torgi, og lesið þar í næði, ef ég vildi. Um kvöldið sat ég þar lengi úti. Það var merkilegt að sjá það fjölbreytta líf, sem átti sér stað á torg- inu. Þar voru geitur á ferð og hestvagnar. Þar fóru um kerrur, og þá sá ég í fyrsta sinn virkilegan asna og heyrði hann rymja- Ég varð öldungis forviða. Ég hafði aldrei hugsað mér, að rymja (á latínu rudere) gæti verið eins óskaplegt hljóð eins og mér fannst það vera. Mér leið ágætlega á þessu hóteli. Næsta morgun fékk ég mér leiðsögumann út til Pompei. Allur hugur minn beindist þangað. Fylgdarmaður minn talaði bæði ensku og sænsku. Við borðuð- um miðdegisverð á stóru hóteli rétt fyrir utan rústirnar. Það var mjög góður matur, en það vantaði á, að það var ekki vatn með. Ég bað um vatn, en það fékkst ekki. Mér var sagt, að vatnið í brunn- um þar væri svo vont og hættulegt vegna taugveikissýkla. Varð ég þvi að kaupa mér vatn á flöskum. — Eftir borðhaldið fórum við svo út í rústirnar. Ég var í hugarástandi, sem ég get ekki lýst. Aðeins það, að ganga á þeirri steinleggingu, sem menn gengu á fyrir 2000 árum síðan og horfa á hýbýlaháttu manna í þá daga, þegar Ágústus keisari var uppi, og þar sem skáldið Hóratíus reikaði um, er hann kom til Pompei, var eins og ég reikaði um í sjálfri fornöldinni. Ég sá mestallan bæinn á þeim degi. En mér þótti bæði gott og illt að hafa með mér leiðsögu- mann. Gott að þvi leyti, að ég var fljótari til að fá yfirlit yfir allt það, sem búið var að grafa upp, og fljótari að finna sérstaka merkilega staði, en aftur þótti mér það illt að ég gat ekki eins notið leiðslu þeirrar, sem yfir mér var, eins og ef ég hefði verið einn. Næsta dag fór ég aftur niður til Pompei, og nú var ég einn. Nú var ég miklu frjálsari. Ég gat farið beint á þá stajði, sem mig langaði til að sjá og dvalið þar eins og ég vildi. Ég heim- sótti hinar 'fögru rústir af musteri Appollós og skoðaði það vand- lega. Ég stóð við altarið. Ég sá fyrir mér kynslóðir manna koma þangð og tilbiðja þann guð, sem þeir þekktu fegurstan. Ég sá, hvernig þeir komu og færðu sinar fórnir og tilbáðu guðinn; til hans komu menn í nauðum sínum og sorg og leituðu sér hugg- unar hjá honum. Ég stóð nærfellt klukkutíma þar við stall hans, og liðu fram margar myndir úr lífi hinna fornu tíma. Það hvolfdi sig yfir mig angurværð. Þessar kynslóðir ]>ekktu ekkert hetra né æðra. Og svo leiddist hugurinn til hans, sem hafði opin- berað oss mönnum hinn eina almátluga Föður á himnum, og ég fór að bera saman, hversu miklu betri kjör vor kristinna manna væru, og það komu yfir mig sárindi við þá hugsun, hve litlu framar líf mitt stæði þessum fornu heiðingjum, ég sem þó hafði alizt upp í ljósi kristindómsins og væri handgenginn Jesú Kristi, og ætti því hæði að siðferði og andlegum þroska að vera svo miklu fremri heiðingjunum, en stæði þó svo undarlega og ömur- lega langt að baki þeirri fullkomnunarhugsjón, sem Guð ætti heimtingu á, að ég þegar hefði náð. Og fyrir framan þetta heiðna altari, sem mér fannst anda frá sér dómi yfir mig og líf mitt, 26 A K R A N E S

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.