Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 10

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 10
Engu blaði er skyld- ara að minnasl herra Sveins Björnssonar for- seta en þessu blaði, svo mjög sem hann hafði það i hávegum, greiddi götu þess og viðhafði sterk orð um efni þess, takmark og tilgang. — Vinátta hins látna for- seta í garð blaðsins var því ekki aðeins heiður þess, heldur hafði hún auðvitað mikilvæga þýðingu fyrir álit þess og vinsældir. Hér vil ég minnast þessa merka mannvin- ar með þeim orðum, sem ég minntist hans á fundi í Rotaryklúbb Akraness, sem bar upp á dánardag forsetans: „Sagan geymir sitt, en fyrirfram vitum við lítið um gang hennar, og eftir á virðist okkur sem ýmislegt falli þar á annan veg en okkur finnst eðlilegt, eða við vildum vera láta. Okkur finnst það ef til vill einkennilegt, að hinn fyrsti forseti lýð- veldisins skuli ekki vera fæddur á Islandi, heldur í sambands- landinu, og að hin fyrsta íslenzka forseta- frú skyldi vera dóttir þeirrar þjóðar, sem frelsisstríð stóð við um margir aldir. Sveinn Bjömsson gekk þegar í „háskóla“ í heimahúsum, á trú- ræknu fyrirmyndar- heimili á gamla góða íslenzka vísu. Á heim- ili, þar sem þjóðholl- usta, jafnréttiskennd og vöm fyrir hina veiku og lítilmagnann, var grunntónninn, sprottið af rótgróinni feðratrú í marga ætt- liðu. Þarf ekki lengi að fletta Isafold gamla Björns til þess að sannfærast um þennan megin tilgang. Raunvemlega hefur Sveinn Björnsson lífsstarf sitt með nýrri öld, því að hann varð stúdent árið 1900. Hann er því full- aiaarmnar. v íó SVEINN BJORNSSON FORSETI ISLANDS Fæddur 27. febrúar 1881. — Dáinn 21. janúar 1952. tiðamaður þegar frelsisbarátta þjóðarinnar stendur sem hæst. Þegar frelsi og fyrir- heit krístallast með nokkru millibili í fjör- kippum þjóðarinnar allrar á hinum verk- legu sviðum, fjár- og félagsmála. I þessu ljósi skiljum við betur en ella frumkvæði Sveins sjálfs, markvissa og mikilvæga þátttöku í ýmsum framfaramál- um þjóðarinnar á þessum fyrra lielmingi merkilegu innlendu nytja- og framfara- tæki verður nafn Sveins Björnssonar ó- hjákvæmilega tengt: Eimskipafélag Islands, Brunabótafél. Islands, Sjóvátryggingarfél. Is- lands, Vélsm. Hamar, Bifreiðafélag Islands, Hið ísl. flugfélag. Við hinar fyrstu ísl. kvik- mynda sýni n gar, sem Islendingar gengust fyrir, og Rauða Kross Islands, svo aðeins nokkuð sé nefnt. Þá er þó ótalið það, sem ekki hefur haft minnsta þýðingu út á við, því að það fer ekki milli mála, að Sveinn Björnsson hefur bein- linis lagt grundvöll að allri utanríkisþjónustu landsins. Sem fyrsti sendiherra hennar, meðan þjóðin var enn í tengslum við Dani. Með rikisstjórastarf- inu, þegar landið varð viðskila við Dani, og með forsetadæminu, eftir að sambandinu var slitið, er Sam- bandslagasamningur- inn var útrunninn. öll þessi störf hins látna, mikilhæfa for- seta mótuðust af mannást, mildi og næmri réttlætiskennd, þar sem trúin á lífið og ódauðleikann var mælisnúra og kærleik- urinn, sem er eilífrar ættar og uppspretta allra gæða. Við þökkum honum hin mikilvægu störf í þágu lands og þjóð- ar. störf sem áreiðanlega voru unnin fyrir augliti Guðs. Við samhryggjumst honu hans, börnum, og ástvinum öllum, og biðjum Guð að blessa þau öll, sem og þjóðina í heild. Blessuð sé minning herra Sveins Björns- sonar.“ Ól. B. Björnsson. 10 B AKRANES J

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.