Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 31

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 31
Og ég hallaði mér yfir handriðið og hugs- aði um æviferil hins fræknasta hermanns hins menntaða heims. % sá hann ganga upp með bökkum Seineáarinnar með sjálfsmorð i huga. Ég sá hann við Toulon. —; Ég sá hann bæla niður skrílinn á götum Parisar. — Ég sá hann í broddi herfylkinganna ítölsku. — Ég sá hann fara yfir hrúna við Lodi með frakkneska fánann í hendi. — Ég sá hann i Egyptalandi í skuggum pýramídanna. — Ég sá hann leggja undir sig Alpafjöllin og erni Frakklands hafa samneyti við erni háfjallanna. — Ég sá hann við Marengo — við Ulm og Austerlitz. Ég sá hann í Rússlandi, þar sem fótgöngulið fannfergis og riddaralið reginstorma hröktu lið hans eins og fölnuð laufblöð vetrar. Ég sá hann í Leipzig, sigraðan og sárt leikinn — hraktan aftur til Parísar af miljónum byssustingja — hrjáðan eins og villdýr, og gerðan útlægan til Elbu. Ég sá hann strjúka og ná aftur undir sig heimsveldi með krafti síns mikla anda. Ég sá hann á hinum blóðstorkna velli við Waterloo, þar sem nornirnar Hending og Skuld unnu að því að koma sínum fyrri kóng á kné. Og ég sá hann á St. Helena með hendurnar fyrir aftan bakið horfa angurblítt út á hið dapra og dimma haf. Og ég hugsaði um munaðarleysingjana og ekkjurnar af völdum hans — um tárin, sem úthelt hafði verið honum til dýrðar og einu konuna, sem nokkru sinni hafði elskað hann, en var hrakin frá hjarta hans með harðri hendi metnaðargirndar- innar. Og ég sagði við sjálfan mig, að ég hefði heldur viljað vera franskur bónda- garmur og ganga á klossum. Ég hefði heldur viljað búa í koti með vínvið yfir dyrum og sjá vínberin verða purpuralit af kossum haustsólar. Ég hefði heldur viljað vera fátækur bóndi með elsku kon- una mína við hlið mér prjónandi, er dag- skíman hyrfi af himni — með börnin min á hnjánum og litlu handleggina þeirra um hálsinn á mér. — Ég hefði heldur viljað vera þessi maður og hverfa inn í ómlausa þögn draumlausrar moldar, heldur en að hafa verið þessi konunglegi persónu- gerfingur kúgunar og viga, er gekk undir nafninu „Napóleon hinn mikli.“ Það er ekki nauðsynlegt að vera mikill til þess að vera hamingjusamur; það er ekki nauðsynlegt að vera rikur til þess að vera réttvís og veglyndur og hafa hjarta þrungið af guðlegri ástúð. Það skiptir engu, hvort heldur þú ert fátækur eða rikur, farðu með konuna þína eins og væri hún unaðslegt blóm, og hún mun fylla líf þitt af angan og af gleði. Og veiztu, að það er göfugmannlegt, að telja sér trú um, að konan, sem ]dú í raun og sannleik elskar, eldist aldrei í augum þínum. 1 gegnum hrukkur tímans og grímu ellinnar munt þú ávallt, ef þú verulega elskar hana, sjá sama andlitið, sem þú elskaðir og vannst. Og konan, sem elskar mann sinn af öllu hjarta, tekur aldrei eftir því að hann eldist, gagnvart henni er hann ekki ellihrumur; hún sér alltaf glæsilega prúðmennið, er vann hönd hennar og hjarta. Mér er geðfellt að hugsa um þetta þannig; mér er geð- fellt að hugsa, að ástin sé eilíf. Og að elska þannig og svo að ganga niður brekku lífs- ins hönd í hönd og á leiðinni niður heyra máske hláturinn í barnabörnunum, er fuglar irnaðar og ástar syngja síðasta ljóðið á nöktum greinum á lifsins tré. Ég trúi á arineldinn. Ég trúi á lýðræði heimilisins. Ég trúi á samstjórn fjölskyld- unnar. Ég trúi á frelsi, jafnrétti og kær- leik. S. Sörenson islenzkaði. ROTARYÞÁTTUR Framhald af 11. síðu. unni um, að lífinu hafi ekki verið lifað til ónýtis, hvort sem það verður langt eða skammt. 6. Að nota hverja tómstund, með hlið- sjón af þessu megin sjónarmiði. 7. Að Rotary fjölgi starfsgreinum hraðar en nú er gert yfirleitt. Gagnvart síðasta atriðinu vil ég segja þetta: Þegar starfsgrein er ákveðin, verð- ur að vanda val manna i þær sérstaklega vel, það er mikilvægt atriði. Þar á frem- ur að sækjast eftir, — en ganga framhjá — ungum mönnum. Þar verður fyrst og fremst að velja með tilliti til þess, hve viðkomandi á hægt með að sækja fundi, eða sé líklegur til að rækja þessa höfuð- skyldu. Hvort hann sé hlyntur boðskap félagsskaparins, er hann telur höfuð skil- yrði fyrir vexti sínum og viðgangi þeirrar siðbótar, er hann stefnir að í sambandi við almenn mannréttindi, byggð á dýrustu fyrirmyndinni, er vér eigum, og ein felur í sér frið og öryggi fyrir alla menn og þjóðir. Að vera vinnusamur og nota hverja tóm- stund til einhverra nota sjálfum sér og öðrum, það gerir lífið auðugra, fyllra og fegurra, mn leið og það eykur siðferði- legt þor vort, en er auk þess fagurt for- dæmi öðrum mönnum. Ef vér því höfum öll þessi sjónarmið jafnan í huga, og rækjum þessi störf af heilum hug í hverjimi klúbb, mun sú heils hugar þjónusta mn síðir vinna eitt- hvað á veilum vorum, hafa bein og óbein áhrif á heimilisbraginn, og einnig ýmis- legt það, sem betur má fara i bæjarmálum og félagslifi yfirleitt. Allsstaðar sjáum vér hina ríku þörf á heilshugar þjónustu. við sáttagerðir milli manna og þjóða, og til líknarverka við ÚTVARPS- AUGLÝSINGAR Útvarpsauglýsingarnar berast með liraða rafmagnsins og mætti hins talaða orðs til nálega allra landsmanna. Afgreiðslutímar í Landssímahúsinu, 4. hæð, alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9—11 og kl. 13,30—18. Á laugardögum kl. 9—11 og kl. 16—18. Á sunnudögum og öðrum helgidögum kl. 10—11 og kl. 17—18. — Sími 1095 — Ríkisútvarpið AKRANES 31

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.