Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 12

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 12
Drengarínn, sem velt var tipp ár hveíti I bæjarstjórn Reykjavíkur í 16 ár. 1 síðasta blaði, í kaflanum: Heima á á ný, er aðeins minnst á viðhorf Agústs tii stjórn- og félagsmála. Verklýðshreyfingin fékk smátt og smátt byr undir báða vængi. Fyrir og eftir áramótin 1915—1916 var mikill áhugi vaknaður innan verklýðs- samtakanna í Reykjavík fyrir því, að leggja fram lista með fulltrúaefnum við bæjarstjórnarkosningar þær, sem fram áttu að fara 6. febrúar 1916. Kusu félögin sameiginlega nefnd til þess að athuga málið og velja menn á lista til framboðs. Er nefndin hafði lokið störfum, lagði hún fram lista með eftirtöldum nöfnum: 1. Jörundur Brynjólfsson, kennari. 2. Ágúst Jósefsson, prentari. 3. Kristján V. Guðmundsson, verkstjóri. Tillaga nefndarinnar var samþykkt og listinn afhentur borgarstjóra á tilsettum tíma og hlaut bókstafinn C. Var nú hafinn hinn sterkasti áróður meðal kjósenda fyrir kosningu listans. Hinn 30. janúar gekkst verkamannafé- lagið Dagsbrún fyrir almennum verklýðs- fundi í Báruhúsinu, og var dagskrárefnið auðvitað bæjarstjórnarkosningamar. — Húsið var fullt út úr dyrum, þar sem margir tóku til máls auk „listamannanna“, og margar hvatningairæður fluttar og fuílltrúaefnunum lofaður óskoraður stuðn- ingur í kosningabaráttunni. Hinn 7. föbrúar voru svo atkvæði talin í þessrnn kosningum og kom þá í ljós, að listi verklýðssamtakanna hafði fengið lang flest atkvæði. Kosningu hlutu þá til næstu 6 ára þessir menn: Jörundur Brynjólfsson, með 909V5 atkv. Ágúst Jósefsson, með 725 þg atkv. Jón Þorláksson, verkfr., með 586 atkv. Kristján V. Guðmundss., með 548% atkv. Thor Jensen, kaup., með 501 atkv. Aldrei áður höfðu jafnmargir kjósend- ur tekið þátt í bæjarstjómarkosningum í Reykjavík, og var veður þó fremm- slæmt. En kappið var miklu meira en nokkru sinni hafði áður verið við bæjarstjómar- kosningar. Árið 1924 var Ágúst efsti maður á lista Alþýðuflokksins og þá kosinn með 1722 atkv. til næstu 6 ára. Árið 1930 var Ágúst enn í efsta sæti á sama lista, og þá kosinn með 3897 atkv. til 4 ára. Við lok þessa kjórtímabils var Ágúst orðinn sextugur. Var hann þá farinn að þreytast á hinum þrotlausu nefnda- og fundastörfmn og hvers konar rexi í sam- 12 bandi við bæjarfulltrúastarfið, auk síns eiginlega verkahrings, sem var heilbrigðis- fulltrúastarfið. Taldi Ágúst, að réttara væri að lofa yngri mönnum að reyna sig, og dró sig því algerlega til baka frá fram- boði, þótt hann ætti kost á að halda sæti þar lengur. — SÍÐARI GREIN — Ágúst lætur hið bezta yfir allri sam- vinnu í bæjarstjóm Reykjavikur á þessu timabili. Ymis stórmál vom þá leidd ti) lykta, svo sem Elliðaár-rafmagnsstöðin, sem var opnuð við hátíðlega athöfn af kon- ungi Islands og Danmerkur. Ágúst gerir ekki mikið úr ágreiningi milli flokka á þessu tímabili, þá hafi það ekki verið komið í „móð“, að einn flokkur væri á móti máli, af því að annar flokkur bæri það fram og undanskilur hann engan flokk hvað þessu viðvikur. Honirni líkaði yfirleitt mjög vel við borgarstjórana hvað starfsvið sitt snerti, ekki sízt Knud Zimsen, sem hann auð- vitað þekkti bezt og vann lengst með. Hann lofaði minnu, en efndi því meira. Ágúst segir, að Knud Zimsen hafi verið mikill starfsmaður og athugað hvert mál rækilega, og jafnan af velvilja. Þeir vom ekki ætíð á sama máli í fyrstu, en venju- lega dró saman með þeim við frekari sam- töl og athuganir og endaði oftast á þann veg, að báðir voru ánægðir. Þessu til sönn- unar, sagði Ágúst mér þessi tvö dæmi af mörgum: Á þeim tíma, sem Ágúst var að vinna að stofnun Starfsmannafélags Reykjavik- ur, hittust þeir niður á Bmnastöð. Bar þetta mál þá á góma þeirra i milli, og þótti Zimsen lítil þörf á að stofna slíkt félag, en hinn hvað það lítt mundi saka. Át hver úr sínum poka um stund, og segir nú ekki meira af því. Þrátt fyrir þessa . upphaflegu skoðun Zimsens segir Ágúst, að hann hafi jafnan reynzt manna bezt, er félagið þurfti að leita til hans um lausn sinna mála. Annað var þetta: Þegar Ágúst var að vinna að stofnun Eftirlaunasjóðs starfs- manna Reykjavikurbæjar, kom hann að máli við Zimsen borgarstjóra, sem tók máli hans vel. Ágúst afhenti honum ein- hver gögn og upplýsingar frá hinum Norð- urlöndunum. Eftir skamman tíma kallar Zimsen Ágúst til sín og leggur fyrir hann frum- varp að reglug. fyrir Eftirlaunasjóð starfs- manna bæjarins. — „En Zimsen gerði meira,“ segir Ágúst. Hann „fann“ digran sjóð og lagði til að þetta yrði stofnfé sjóðs- ins, en þetta var milli 30 og 40 þúsund krónur. Þetta var svo til komið, að um árabil hafði bærinn lagt eitthvað til hliðar sem eins konar slysatryggingarsjóð, ef á þyrfti að halda. Var þetta óeydda fé nú notað til þess að grundvalla Eftirlaunasjóð- inn, en til viðbótar var svo ákveðið, að bæjarsjóður og hafnarsjóður iegðu fram það sem vantaði á 100 þúsund krónur. Það er tvennt sem er sérstætt við þenn- an Eftirlaunasjóð. Fyrst það, að hann heit- ir EftirlaunasjóSur Reykjavíkurborgar, og svo hitt, að starfsmennirnir greiða engin iðgjöld til sjóðsins, eins og t. d. embættis- menn ríkisins greiða til lífeyrissjóðs Þetta má því telja hlunnindi hjá Reykjavíkur- bæ, fram yfir það, sem ríkið gerir gagn- vart sínum starfsmönnum. — Árgjöld til sjóðsins greiðir bæjarsjóður og hinar ýmsu stofnanir hans, hver fyrir sina starfsmenn. Þessu lík, segir Ágúst að verið hafi öll afgreiðsla og tillögur Knud Zimsens, hann hafi jafnan lofað litlu i fyrstu, en efnd- irnar hafi verið því meiri. Heilbrigðisfulltrúi í 32 ár. Áður en Ágúst tók við heilbrigðisfull- trúastarfinu í Reykjavík höfðu ýmsir menn haft það á hendi sem aukastarf, en þar sem íbúmn bæjarins fjölgaði mjög ört, þótti ekki ráðlegt að halda því áfram á þann veg. Bærinn var orðinn stór og fólkið margt, svo að nauðsynlegt þótti að hafa daglegt og rækilegt eftirlit með þvi, að ákvæðum heilbrigðissamþykktarinnar væri fylgt, og að fulltrúinn hefði nána samvinnu við heilbrigðisnefnd bæjarins og borgarstjóra. Með ári hverju breyttust verzlunar- hættir og framleiðsla á ýmsum matvæl- um, sérverzlanir risu upp, svo sem mjólk- ur- og brauðsölubúðir, kjöt- og matvöru- verzlanir og fisksölubúðir. Torg- og götu- sala á fiski úr vögmnn og hjólbörum var einnig leyfð. Brauðgerðarhúsum fjölgaði nú mikið, slátur- og frystihús voru starf- rækt og ýmiss konar iðnaður var hafinn, sem hafa þurfti eftirlit með, frá heilbrigð- islegu sjónarmiði. Eftir öllu þessu þurfti að líta og ótal fleiru. Kærur komu fram um hitt og þetta frá almenningi, og alls konar skoðanagerðir þurfti að framkvæma, skrifa skýrslur til lögreglustjóra og borgar- stjóra, svo að í nógu var að snúast. -—- tJr mörgu þurfti því oft að greiða, þvi að ýmsir höfðu tilhneigingu til að snið- ganga lög og reglugerðir, bæði vegna sparnaðar og trassaskapar. Enn var fólk misþrifið og stundum kom nágrannakrit- ur til að hafa ill áhrif og fleira kom til. AKRANES I

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.