Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 21

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 21
ÓL. B. BJÖRNSSON: Unglingurinn áttræöi Kæri vinur, Friörik Friðriksson! Vegna mín og minna, einnig vegna Akraness, sem þú hefur gert svo mikið fyrir, — og nú er þitt annað heimili, — tel ég mér skylt að ávarpa þig, áttræði tmglingur, á þessum mikla merkisdegi þinum. Fyrir nokkru ræddi ég við gáfaðan og menntaðan mann, og barst þá talið að séra Friðrik Friðrikssyni. Hann segir: „Þegar ég kynntist séra Friðrik fyrst, — síðan eru sjálfsagt um 40 ár, — fannst mér hann gamall maður. Nú finnst mér hann yngst- ur allra.“ Enda þótt einhverra öfga gæti í umsögn hins gáfaða manns, virðist oss það síðara þó sanni nær en hið fyrra. Áttræður mað- ur yngstur allra. Þetta hljómar undarlega, en i þvi felst þó mikill sannleikur. En hvað veldur svo óvenjulegri sannreynd? Er það iðju- og athafnaleysi, sem haldið hefur séra Friðrik svo ungum? Hann segist sjálfur vera mesti letingi, sem hann hafi nokkru sirrni þekkt. Vinir hans telja þetta ósannindi og skýrskota í því efni til hins athafnasama ávaxtaríka lífs hans, ekki að- eins hér heima, heldur og að heiman. Með því, að ég var að tala um ósannindi í sam- bandi við séra Friðrik, vil ég taka það Iram, — til að fyrirbyggja misskilning, — að hann skrökvar aldrei nema upp á sjálfan sig. Ending séra Friðriks, heilsa hans og stórvirku athafnir til þessarar stundar, eru þvi undraverðari, þegar tekið er tillit til þess, að hann sniðgengur gersamlega alla heilsuvernd gagnvart sjálfum sér. Hann reykir svo mikið, að helst þyrfti að setja á fót aðra tóbakseinkasölu hans vegna. — Síðan hann minnkaði kaffidrykkjuna, hafa mestu kaffilönd heimsins orðið að brenna mikinn hluta framleiðslu sinnar!!! Hann .sefur ekki í dúnmjúku rúmi eins og flestir gera, heldur miklu fremur á hörðum tré- bekk með litlu „ofanáleggi“. Hans vegna þarf því ekki að skjóta og reita „kollur“ til þess að dúða hann, þessi 52 ár, sem hann á eftir, —eða hvað þau verða nú mörg. — Hann vakir oftast og vinnur öll- um stundum. Honum nægir „fuglsblund- ur“, við hvers konar skilyrði, sem um- hverfið skapar honum liverju sinni. Á eftir er hann eins og nýsleginn, — það má ekki segja túskildingur, — því að Ræða, flutt í húsi K. F. U. M. í Reykjavík, í tilefni af áttræðis- afmæli dr. Friðriks Friðriksson- ar, 25. maí 1948. hann veit ekki hvað það hugtak þýðir, og kann hann þó a. m. k. 14 tungumál. Hon- um er alveg sama, hvað hann borðar, hve- nær hann borðar, næstum hvort hann borðar. Hann ver sig sjaldan gegn bleytu eða kulda. Ekki virðist það há honum, hejdur herða hann. Um allt þetta er hann hmn mesti trassi gagnvart sjálfmn sér. En ef einhverjum öðrum er hætta búin af þessum sömu orsökum, siaukast áhyggjur hans og öll hugsun snýst um það eitt, að búa svo um hnútana, að öryggi einu sé til að dreifa. Hvað veldur þá þessu kæruleysi hans um eigin hag, en umhyggju, — sem aldrei blimdar — fyrir annarra þörfum? Þvi er íljótsvarað. Frá þvi að hann var nokkurra mínútna gamall og skírður skemmriskírn, hefur hann verið vigður þeirri lífshugsjón og þjónað henni allt sitt lif: A3 vinna fyrir Gu'ðs málefni, fyrir augliti Guðs. 1 augum séra Friðriks er hann sjálfur ekkert heldur Guð og samferðamennirnir allt. Þetta er hinn eini og innsti kjami máls- ins, hið einfaldasta af öllu einföldu, en þó svo viðamikið fyrir oss mennina, að aðeins örfáir af oss fá lifað i samræmi við þennan einfaldleik. Sá maður, sem lifir aðeins sjálfum sér, lifir til lítils. Ég þekki engan mann, sem liefur haft eins „rangt við“ — veraldlega séð — gagn- vart sjálfum sér og séra Friðrik. Hjá hon- um er Guð og samferðamennirnir allt. Jafnvel sjálfsögðustu lifsnauðsynjar lætur liann vikja fyrir meginkjarna málsins, að vcra leiðarljós og tengiafl milli Guðs ann- ars vegar og mannanna hins vegar. Og það er einmitt þess vegna, sem hann hefur unnið á fimmtiu árum, það sem kynslóðir vinna slitrótt á 500 árum. Gáfur hans, slálvilji og óþreytandi elja væri næsta litilvverð án þessa knýjandi afls í lifi lians: Ekki ég, heldur Guð og mennirnir allt. Séra Friðrik hefur aldrei kvænst eða getið börn. Þó hefur enginn Islendingur fyrr eða síðar átt eins mörg börn í óeigin- legri merkingu talað, né heldur verið hús- bóndi á jafn stóru heimili. Húsbóndi, sem ekki hefur stjórnað í nafni valdsins, heldur sem vinur og bróðir. Harrn hefur ekki látið sér nægja að vera barnflesti maður á land- inu allt frá landnámi þess, heldur jafn- framt foringi stærstu „útilegumannahópa" frá því að landið byggðist. Ég var eitthvað að tala um gáfur séra Friðriks. Þær eru ótrúlegar og margþætt- ar. Næmið og minnið, fyrir utan það, sem jafnvel kunnugustu mönnum er óskiljan- legt, hvernig hann getur vitað til hlítar eða slampast á að vita. Hann er eins konar Öðinn, en þó svo langt frá því að vegsama hann. Svo lengi sem maður man, hefur séra Friðrik ekki virzt fylgjast með neinu því, sem daglega gerist, — nema í hans eigin herbúðum. — Hann les engin blöð, — nema þá helzt gamlan Spegil. — Hann hlustar ekki á útvarp. Hann les ekki ætið bréf, þótt honum sé skrifað. Hann hatar slúðursögur og ónytjumælgi um einskis- verða hluti. Þrátt fyrir allt þetta, er sem hann viti allt, er gerist umhverfis hann, og góð skil kann hann á heimsmálunum. Honum er innlend og erlend fornfræði til- tæk, hvenær sem á þarf að halda. Hann skrifar ævisögu sína og heilar skáldsögur, eina örk eftir aðra, án þess að lesa aftur yfir það sem hann hefur skrifað. Þó fellur þetta saman og ekkert rekst á; það er fágaður smíðisgripur, táknrænn, talandi um stórmerki Guðs. Séra Friðrik kemur ekkert á óvart. Hann er undir allt búinn. Hann fer að engu óðslega, þótt hætta sé á ferðum. Ráð hans og ræna fer ekki úr skorðum við neina smámuni. Hefur sú þjálfun áreiðanlega komið honum vel á stríðsárunum, nú siðast í Danmörku. Þar var hann einu sinni sem oftar á gangi á AKRANES 21

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.