Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 27

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 27
átti ég dýpri og innilegri „andagt“-stund með sársauka iðrunar og þakklæti fyrir Guðs náð en á mörgum heilögum stundum í kirkjuhúsum vorrnn. Ég átti þar i sannleika heilaga stund í ná- vist frelsara míns, og þegar loksins að ég reif mig með valdi burt frá þessum stað, var eins og innra titringur af sælu og sorg. Ég finn, að ég get ekki lýst þvi sem skyldi. Ég var líka lengi í einu einstaklingshúsi, og myndin af heim- ilislífi hinna gömlu Rómverja varð svo lifandi fyrir mér. Að þessu sinni var ég hér um bil 8 tíma í rústumun, og næsta dag skoðaði ég margt, sem ég með vilja og líka tímans vegna hafði orðið að hlaupa yfir. Fjórða daginn dvaldi ég um kyrrt í Napoh. Það var hátíðis- dagur, því að konungurinn átti að koma í heimsókn þann dag. Allur bærinn var á öðrum endanum. Ég fór á fætur kl. 7 um morguninn og settist út á svalirnar fyrir framan herbergi mitt. Þaðan var útsýni yfir alla framhlið járnbrautarstöðvarinnar og yfir allt stóra torgið. Þá strax var fólk tekið að safnast saman á torginu. Raðir af lögreglumönnum komu þegar kl. 8 og afgirtu allar hliðargötur og stöðvuðu alla vagnainnferð á torgið, nema sporvagna, sem spúðu úr sér fjölda af ifólki. Torgið var óðum að fyllast. Áreiðanlega hefðu margir viljað gefa mikið til að hafa haft svo góðan stað eins og ég hafði. Ég sat úti á mimnn eigin svölum og gat séð alla móttökuna. Ég notaði tímann til að lesa bréf Pliniusar yngra til Tacitusar um eldgosið í Vesúv-fjalli og eyðileggingu Pompei-bæjar árið 79 eftir Krists fæðingu, og á vinstri hlið mina gnæfði Vesúvíus upp, og hár og svartur reykjar- mökkur stóð upp úr gígnmn. En fyrir neðan mig og framundan lá hið stóra torg, sem alltaf var að breyta útliti af nýjum skörum af fólki, og barst kliðurinn af samtölum manna eins og brim í logni við stórgrýtta strönd upp til mín. Um kl. 9,30 varð allt í einu hljótt, nema hvað dynur af reglulegu fótataki bergmálaði frá húsaröðunum í kring, og inn á torgið kom stór fylking af hermönnum, þrammandi með föstum og afmældum fótatökum, ein þrjú eða fjögur herfylki. Þeir voru allir í skrautlegum ein- kennisbúningmn og báru byssur við öxl, og meðfram röðunum gengu foringjar, gulli glæstir á öxlum og hjálmum. Er inn á torg- ið kom, sveiflaði fylkingin til vinstri og gekk beint undir svölum mimnn og þrömmuðu upp að framhlið jámbrautarstöðvarinnar og staðnæmdist þar með breiðhlið fylkingarinnar andspænis stöðinni. Eftir litla stund heyrðist aftur gnýr af göngudyn, og nú kom inn á torgið stór fylking af svartliðum (facistum). Her- ganga þeirra var ekki með eins föstum fótatökmn og hermann- anna, og litu þeir út eins og fylking af stálpuðum piltum með svörtu skyrtumar gyxtar niður í brækurnar. En fylkingin var samt allvígamannleg og talsvert stærri en hin. Þeir gengu samt í bezta skipulagi og sveigðu til hægri yfir torgið og upp að hinum endanum á jámbrautarstöðinni og stóðu þar. Nú var torgið orðið eitt mannhaf og kliður ekki mikill; horfðu allir eftirvæntingarfullir til höfuðdyra stöðvarinnar. Þar fyrir framan var löng röð af vögnum. Svo sló klukkan 10, og svo mikil þögn varð, að það var nær þvi eins og torgið væri tómt. Þá heyrðist eimlest hvína, og þögnin varð enn dýpri, og um leið komu fimm flugvélar og svifu yfir torginu, og i sama bili opnuðust aðaldyr stöðvarinnar og út kom skari af mönnum. Þar á meðal konung- urinn. Þá var kyrrðin rofin af fagnaðar- og hyllingarópum mannfjöldans, og fallbyssuskot dunuðu, og flugvélar gnúðu yfir. Ég hef aldrei á ævi minni heyrt neitt þvílikt. Svo rétt á eftir kom hreyfing á vagnaröðina. Konungur og fylgdarlið hans ók nú fram. Ekið var til hægri og fram hjá húsaröðinni, sem Hótel Cavour var í, og rétt fyrir neðan svalimar, þar sem ég sat. Það var í fyrsta og síðasta sinn, sem ég hef haft tækifæri að horfa niður á einn konung og ráðherra og annað stórmenni. Það vantaði bara á, að þeir hefðu „litið upp“ til mín, til þess að ég hefði fengið „stórmennskuæði", en þeir litu ekki upp, og ég hélt fullum „sönsum.“ — Svo fór torgið að tæmast, og ég hélt áfram að lesa Pliníus minn, þangað til ég var búinn með hið merki- lega bréf. Eftir miðdegisverð tók ég sama leiðsögumann, sem ég fyrst hafði haft til að sýna mér Pompei, til þess að sýna mér bæinn Napoli. Við leigðum hestvagn og fórum víða um. Við sáum konungshöllina; þar fyrir utan var fullt af fólki, og við vorum svo heppnir að vera við, er konungurinn kom fram á hallarsvalirnar og heilsaði fólkinu. Mér fannst víða fagurt í borg- inni og Napoli-flóinn var í sannleika fagur, en mér fannst flóinn ekki neitt blárri eða fallegri en Faxaflói getur verið að sjá frá Reykjavík á fegurstu júníkvöldum. Sá er aðeins munurinn, að Napoliflóann getur maður séð í sinni fegurstu dýrð nær þvi á hverjum degi, en Faxaflóann aðeins endrum og eins, en þó held ég, að Faxaflói sé ennþá stórfenglegri þegar á allt er litið. Ég var einn sunnudag í Napoli. Ég fór til að vera við messu í hinni miklu dómkirkju. Ég varð ekki sérlega hrifinn, hvorki af kirkjunni sjálfri né því, sem fram fór. Ég skoðaði líka hið stóra fommenjasafn, og eru þar mest gripir frá Pompei, og frá hinni Rómversku fornöld. Það var mikil nautn að reika þar um, en það versta var, að svo margt bar fyrir augun, svo að segja í einu, að það vill allt renna saman í þoku á eftir, svo að mér finnst, að maður hafi lítið gagn af þvi. Ég var fimm nætur í Napoli, og hefði mig langað til að skreppa út til Kapri, en ég tímdi því ekki tímans vegna, því að mig var farið að langa til Rómaborgar. Svo, miðvikudagsmorguninn þann 16. maí, kvaddi ég Napoli og lagði af stað um hádegisbilið. Ég hafði um morguninn fengið á hótelinu að sjá lista yfir hótelin i Rómaborg. Af öllum þeim aragrúa af hótelnöfnum staðnæmd- ist. ég við eitt nafn. Það var Hótel Hasler, og ég fékk óviðráðan- lega löngun að búa þar. Ég veit ekki hvers vegna. Ég sendi svo símskeyti þangað og bað um herbergi. Svo hélt ég af stað, og bar ekkert markvert við á leiðinni; allur hugurinn var kominn á undan mér til hinnar „eilífu borgar.“ Þegar lestin rann inn á jámbrautarsvæðið, var þar fyrir svo mikill mannfjöldi, að ég hef aldrei séð slíkt á nokkurii járn- brautarstöð, og hávaðasveljandi svo mikill, að það minnti mig á stórar haustréttir. Það var erfitt að ryðja sér veg. Allt í einu sá ég stóran mann með nafninu „Hótel Hasler“ á húfunni. Ég gat náð í hann og nefndi nafn mitt. Hann tók töskur mínar og ruddi okkur veg út úr stöðinni. Þar setti hann mig upp á lítinn hestvagn, en hélt eftir dóti mínu. Vagnmn ók af stað, og ég var nú kominn að löngu þráðu takmarki. Ég var nú mjög hugsandi um það, hvers konar hótel þetta mimdi vera. Var það einhver rótarkrá einhvers staðar í óþverragötum bæjarins, eða var það ef til vill hótel fyrh' ameríska milljónamæringa? Gat ég nú vel tekið eftir öllu á leiðinni, sá stórfenglega gosbrunna og aðra merkilega hluti. Það var einn hestur fyrir vagninum, sem öku- þórinn lét lötra. Það var nú gott, þess betri tíma hafði ég til að taka eftir. Við fórum marga króka, stundum gegnum þröngar og fremur sóðalegar götur, stundum yfir falleg torg. Svo komum við inn í talsvert breiða og beina götu. Ég sá, að gatan hét Via Sixtina. Það fannst mér góðs viti. Hún lá upp nokkuð bratta götu. Allt í einu varð mér litið á allstórt hús, og var á því stór plata, og þar stóð, að þetta væri húsið, sem Albert Thorvaldsen hefði búið í. Ég varð gripinn af einhverjum vermandi feginleik, og kallaði upp yfir mig: Albert Thorvaldsen! Omen accipio! Nú var ég ekki lengur hræddur eða kvíðinn. Ekillinn leit undrandi á mig. Eftir örfáar mínútur vorum við komnir götuna á enda og vorum komnir inn á stórt steinlagt svæði eða torg. Þar stóð geysimikil tvityrnt kirkja og sneri höfuðdyrunum fram að svæð- inu; fyrir framan hana reis upp afarhár óbeliski (steinsúla), en vinstra megin við kirkjuna, skammt frá, var reisulegt hús, og við það staðnæmdist vagninn. Það var Hótel Hasler. Þar var breiður gangur, er inn var komið. Þar, öðru megin, var hátt skrifpúlt, og stóð miðaldra maður við það, og hjá honum stóð vel búin kona; hún heilsaði mér og sagði mér með miklum af- sökunum, að það væri ekki eitt einasta herbergi laust, en hún hefði sent eftir mér á stöðina, af því að ég hefði símað þangað. A K R A N E S 27

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.