Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 33

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 33
og heimsálfa fyrir sig, eru ábyrgir um lausn vandans, og leggi fram lyf til lækn- ingar á þessu mikla meini, — sem nú ekki síður en áður þjáir heiminn. — Eitt mikilsverðasta byrjunaratriði því til lausn- ar, er að mennimir skilji, að þeir sjálfir eiga alla sök á þessima vanda, hafa skapað hann og halda honum við. En eitt er víst, að ef vandkvæðin verða ekki skilin, skýrð og leyst, fyrst og fremst með þeim sjónar- miðum, sem hér hefur verið minnzt á, og Rotary viðurkennir og vinnur eftir, verður það ekki auðveldara með því að sniðganga allar fomar dyggðir og þau sannindi, sem haldbezt hafa reynzt um árþúsundir. Þeim sannindum, sem aldrei geta haggast, og ávallt vaxa því meir, sem af höfuðstól þeirra er ausið, til gagns og blessunar fyrir menn og málleysingja. Starf og þjónusta er þegnskapur við Guð og menn, og færir oss lífið flestu öðm fremur. DRENGURINN, SEM VELT VAR UPP UR HVEITI Framhald af 13. síSu. gjalda henni nema að litlu leyti allt henn- ar stríð og strit til þess að gera mig að sæmilegum manni. Gott eiga þeir, sem eiga slikar mæður.“ Systkini Ágústs. 1. Jón Theódór, sjómaður, kvæntur Mál- fríði Guðbrandsdóttur frá Brennu í Reykjavík. Þau voru barnlaus. En Jón átti eina dóttur áður en hann giftist. Hún heitir Sæmunda, er gift og býr í Reykjavík. 2. Níels Breiðfjörð, bakari að iðn. Kona hans var Guðríður Finnsdóttir frá Sýruparti á Akranesi. Hún var áður gift Jóni Þorbjarnarsyni sjómanni, sem drukknaði. Þau Niels og Guðríður áttu nokkur böm, sem flest dóu ung, er aðeins einn sonur þeirra á lífi: Guðmundur, bílstjóri í Reykjavik, kvæntur Guð- mundu Guðmundsdóttur, ættaðri úr Ámessýslu. Þau eiga tvö börn: Guð- bjart, bílstjóra, og Ehsabetu, sem er gift Ólafi Jónssyni bílstjóra i Reykja- vík, og eiga þau einn son. 3. Jósefína, dó ung á Belgsstöðum. 4. Hálfsystir Ágústs var Salvör Elisabet Sigurðardóttir. Hún fór til Ameríku og dó þar. Hana átti móðir Ágústs áður en hún giftist Jósef Helgasyni. Reglusemi hans er rótgróin. Þeir munu ekki margir Reykvíkingam- ir, sem vaxnir eru úr grasi, sem ekki þekkja Ágúst Jósefsson. Þennan spengi- Starfsreglur fyrir lánadeild smáíbúðarhúsa. Lánadeild smáíbúðarhúsa, sem stofnuð var með lögum nr. 36 1952, er tekin til starfa og hafa til bráðabirgða verið settar eftirfarandi starfs- reglur: 1. Lánadeild smáíbúðarhúsa veitir einstaklingum í kaupstöðum og kauptúnum lán, eftir því sem fé er fyrir hendi í sjóði lánadeildar- innar hverju sinni, til byggingar smárra sérstæðra ibúðarhúsa og einlyftra, sambyggðra smáhúsa, er þeir hyggjast að koma upp, að verulegu leyti með eigin vinnu sinni og fjölskyldu sinnar. Engum veitist lán nema til eigin íbúðar, og ekki veitist lán til ibúða í sam- byggingum, sem stærri eru en tvær íbúðir, annarra en þeirra, sem getið er hér að framan. 2. Umsóknir um lán skulu sendar félagsmálaráðuneytinu, en tveir menn, er ríkisstjórnin velur, ráða lánveitingum. Umsókn fylgi eftirtalin skilríki: 1. Lóðarsanmingur eða önnur fullnægjandi skilríki fyrir lóðar- réttindum. 2. Uppdráttur af húsinu, sem reisa á, götunafn og númer. 3. Upplýsingar um, hversu hátt lán hafi verið tekið eða muni verða tekið út á 1. veðrétt í húsinu og hvar það lán er eða verður tekið. 4. Umsögn sveitarstjórnar um húsnæðisþörf umsækjanda. 3. Landsbanki Islands annast, samkvæmt samningi við ríkissjómina, afgreiðslu lána þeirra, sem veitt verða, sér um veðsetningar og þing- lýsingar og annast innheimtu vaxta og afborgana af veittmn lán- um. Umsóknareyðublöð fást afhent í afgr. Landsbankans (veðdeild) 4. Lán þau, sem lánadeildin veitir, skulu tryggð með 2. veðrétti í hús- eign þeirri, sem féð er lánað til. Ái'svextir eru 5V2 af hundraði og lánstími allt að 15 árum. Eigi má veita hærra lán á eina íbúð en 30 þús. kr. og eigi má hvíla hærri upphæð á fyrsta veðrétti smá- íbúðar, sem lán er veitt til, en 60 þús. krónur. 5. Eftirtaldir aðilar skulu sitja fyrir lánum til smáíbúðabygginga: 1. Barnafjölskyldur. 2. Ungt fólk, sem stofnar til hjúskapar. 3. Fólk, sem býr í heilsuspillandi húsnæði, er ekki verður útrýmt samkvæmt III. kafla laga nr. 44 1946, eða á annan hátt. Þetta tilkyxmist hér með þeim, sem hlut eiga að máli. Félagsmálaráðuneytið, 29. febrúar 1952. Steingrímur Steinþórsson. (sign.) Jónas GuSmundsson. (sign.) AKRANES 33

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.