Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 7

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 7
manns. Fann ég þvi enga yfirskrift, sem betur hæfði þeirri grein, sem hér er rituð um þá hetjusögu, — sem hér ætti að verða skráð, — þótt ég geti það ekki, m. a. vegna tregðu Guðmundar sjálfs um að leggja til efnið, sbr. það sem hér var áður sagt um hlédrægni hans. Hér er margt furðulegt að sjá, já íhug- unarvert fyrir okkm', sem enn höfum óskerta sjón. „Tímarnir hafa skapað þetta.“ Þegar ég bið Guðmund að segja mér eitthvað um þróunarsögu fyrirtækisins, tel- ur hann því fullsvarað með þessari ein- földu setningu: „Tímarnir hafa skapað þetta.“ Þar sem ég læt ekki nægja þetta svar, segir hann ennfremur, að 1914. hafi móðir sín verið svo heppin að kaupa litið hús i austurbænum. Hún hafi gert það á réttum tima, áður en stríðsáhrifa þeirra tíma hafi gætt. Árið 1928 seldu þau svo hið litla hús en byggja allstórt hús á Ljós- vallagötu 12. 1 því húsi hafði Guðmundur htið verkstæði, þar sem hann byrjaði að fást við trésmíðar, og byrjaði að fi'amleiða með fátæklegum tækjum einhæfa og ó- brotna hluti. Þar er hann til 1938, er hann byggir stórt hús á Víðimel 31. Þar stækkar hann vinnustofuna, fær sér aukin tæki og eitthvað af vélum, og fjölgar smiðum í 5—6. Hann hefur séð sýnir. Þrátt fyrir þetta hógværa svar Guðm., að tímarnir hafi hér verið að verki, er það engan veginn nægjanleg skýring á svo óvenjulegum „horjxahlaupum,“ sem fyrirtækið ber ljóst vitni um. Nei, hér er náttúrlega það undursamlega og óskiljan- lega við persónuleika hans; sem auðvitað er hugkvæmni hans, viljafesta og vinnuþrek. Sýnir fyrir hans innri augum, sem hann skortir ekki kjark eða dugnað til þess að koma í framkvæmd og lofa okkur að sjá og reyna. Þegar Guðmundur byrjar á byggingu þessa mikla stói'hýsis á Laugavegi 166, árið 1944, er það gert með það fyrir augum að hefja fjöldaframleiðslu fljöl- breyttra húsgagna að amer- ískri fyrirmynd, og auðvitað með hliðsjón af gerbreyttum tímum á Islandi. Þarna er Guðmundur ekki beinlínis stuttstígur, og er ekkert, sem bendir til að Guðmundi sé ekki fullkomlega ljós þróunin hér á landi frá því að hann hætti að sjá, til þess að hann hefst handa um þetta ofdirfskufulla fynrtæki sitt. Það er auð- akranes séð, að hann hefur þar fylgzt betur með öllu en margur alsjáandi samtíðarmaður hans, að hugkvæmni hans, áræði og dugn- aður tekur fram fleztu þvi, sem maður almennt þekkir um sjáandi menn, hvað þá alblinda frá morgni ævinnar. Eins og áður er sagt, byrjaði Guðmund- ur á byggingunni 1944. Árið 1946 ber húsið svo að mestu þá mynd, sern það hefur í dag. — Húsið er 4 hæðir og heild- argólfflötur þess um 4000 ferrn. Á neðstu hæð er húsgagnaverzlun og vörugeymsla. Á annarri hæð er skrifstofa, vélasalur, vimburgeymsla og vinnustofa, þar sem sett eru saman hin ýmsu húsgögn, sem þarna eru smíðuð. Á þriðju hæð eru enn miklar vinnustofur, þar er einnig málningarverk- stæði, þar sem sprautingar-aðferðin er þó meira notuð. Á fjórðu hæðinni er svo bólstrara-verkstæði og einnig vörugeymsla. Á þeirri hæðinni, — einnig örlítið á þeirri neðstu — er nokkuð leigt út. „Það er vandalítið að vinna með vélum.“ I þessu stutta samtali við Guðmund Guðmundsson, bar ýmislegt á góma, — þrátt fyrir varfærni Guðmundar og hlé drægni,— sem fyrir minum sjónum, er hreinasta ráðgáta og undur, svo sem þessi setning hins blinda manns: „Það er vanda- litið að vinna með vélum,“ enda gerir hann ýmsa furðulegri hluti en það. 1 þjónustu Guðmundar vinna nú 44 menn. Hann sér sjálfur öllum þessum mönnum fyrir verkefni. Hann segir til um, hve mikið eigi að vinna af hverri teg- und, eða hvaða gerð þetta eða hitt eigi að vera. Hvort það eigi að vera gert í „funki- stil,“ meira og minna beint eða bogið. Hvort það eigi að vera nákvæmlega eins og einhver fyrirmynd, eða i hverju eigi að breyta frá henni, til þess að hún geti orðið betri, fallegri eða ódýrari en það sem aðallega var lagt til grundvallar Hann velur sjálfur áklæði, að þvi er tekur til áferðarinnar, en lætur segja sér til um litinn. Eins og áður er sagt byggir Guðmundur mikið á fjöldaframleiðslunni. Til þess er honum ljóst að þurfi góðar vélar, góða smiði, sem aðallega vinna sömu handtökin á sömu vélar, til þess að timinn fari ekki um of i breytingar á stillingum vélanna. Þvi smíðar hann í einu, t. d. 20-30 borð- stofusett. 500-1000 stóla af sömu gerð. Nokkur hundruð komnróður, 50-200 skápa, útvarpsborð o. s. frv.. Með þessu móti eru slegnar tvær flugur í einu höggi: Að auka framleiðsluna á þann hátt, sem hér var sagt, til þess að lækka verulega útsölu- verð framleiðslunnar. „Þó ég rataði uni húsið.“ Guðmundur bauð mér að skoða allt húsið og hin margvíslegu vinnubrögð, sem þama fara fram. Við göngum til ákveð- ins manns á annarri hæð hússins, en Guð- mundur biður hann að sýna mér húsið og skýra það, sem skýra þarf, eða ég kann að spyrja um, r sambandi við framleiðsl- una. Nú hélt ég að Guðmundur ætlaði að verða eftir niðri. Nei, við leggjum þrír af stað í skoðunarferðina, fyrst 2. hæð og svo hinar á eftir. Guðmundur hleypur á undan okkur upp alla stiga, en við fórum hægt og rólega á eftir honum, eins og við hefðum ekki fulla sjón. Hann rataði á hverjar dyr í þessu völundarhúsi, að hverri vél og vinnumanni fyrir sig á öllum hæð- unum. Eins og gefur að skilja er ekki autt gólf á svona stöðum, en það þótti mér sannarlega undrunarefni, hve Guðmund- ur gekk þama — einn — hratt og óhikað. — Er ég lét í ljós undrun un mina yfir öllu þessu, sagði hann aðeins: „Þó ég rataði um húsið, sem ég þekki út og inn, hefi ákveðið gerð þess og hvernig þvi er fyrir komið, og fer um það allt oft á dag til athugunar og eftirlits.“ Það er engin minnimáttarkennd eða volæðistórrn í svona svömm. Enda er ekkert, sem bendir til að Guðmundur þurfi þess með. Allt samkvæmt áætlun. Hér gefur að líta mikið fyr- irtæki, þar sem bhndur maður vinnur merkilegt og markvisst starf. Hjá honum kemur eng- inn að tórnum kofum. Honum leiðist ekki hót, þvi að hjá honum er dagurinn ekki of Frarnhald á síSu 30. 7

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.