Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 9

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 9
inn, sem alltaf er að leika á okkur, fram- leiddi hyllingu, og er maðurinn horfði yfir á meginlandið, sá hann hvilíkar hæðir og hálsa, dældir og dali, snækrýnd fjö’l og freiðandi fossa, að hann snéri aftur heim til Hevu og sagði: „Landið hérna hinum megin er þúsund sinnum betra en þetta. Við skulum flytja.“ En hún, áþekk sérhverri annarri konu, sem nokkru sinni hefur lifað, tók til máls og mælti: „Látum það eiga sig; við höfum allt, sem við þörfnumst; við skulum vera hér kyrr.“ En hann sagði: „Nei, við skulum fara,“ og hún fór með honum, og þegar þau komu að hinu mjóa eyði, þá tók hann hana á bak sér eins og prúðmenni og bar hana yfir eyðið. En jafnskjótt og þau voru kom- in yfir um, heyxðu þau gný að baki sér og er þau litu við, sáu þau, að eyðið var sokkið í sæ. Hyllingin var horfin, og þar var ekkert nema sandur og sjávargrjót; og þá var það, að hinn æðsti Brahma út- skúfaði þeim til svartasta vítis. En þá tók maðurinn til máls — og mér hefur ávallt verið hlýtt til hans síðan — „Útskúfaðu mér en ekki henni, þvi að hennar er ekki sökin, heldur min.“ Þetta var rétti maðurinn, að byrja ver- öld með! Hinn æðsti Brahma mælti: „Ég skal hlifa henni, en þér ekki.“ En þá tók hún til máls af fyllingu kærleika síns, er gagn- tók hjarta hennar og sem var nógu mikill til að gera allar dætur hennar ríkar af heilagri ástúð, og hún mælti: „Ef þú vilt ekki þyrma honum, þá skalt þú ekki held- ur þyrma mér; ég kýs ekki að lifa án hans; ég elska hann.“ Og þá mælti hinn æðsti Brahma — og mér hefur ávallt verið hlýtt til hans síðan ég las þetta — „Ég skal þyrma ykkur báðum og gæta ykkar og barna ykkar að eilífu.“ Hamingjan góða, er þetta ekki fögur og dásamleg saga? Og úr sömu bókinni langar mig að sýna ykkur, hvaða hugmyndir sumir þessara vesælu heiðingja höfðu, þessir heiðingjar, sem við erum að reyna að kristna. Við sendum út trúboða til að kristna heiðingja og við sendum út hermenn til þess að drepa heiðingja. En ef við höfum nokkur tök á að kristna heiðingja, því þá ekki að reyna að kristna heiðingjana heimafyrir. En til þess að gefa ykkur sýnishom af mönnum þessum, sem við erum að leitast við að kristna, ætla ég að vitna í þessa bók. Og þar stendur: „Maðurinn er styrk- ur, konan er fegurð; maðurinn er hug- rekki, konan er kærleikur. Þegar maður elskar konu og kona elskar mann, þá hverfa englamir af himmnn og setjast að á heimili þeirra og syngja gleðisöngva.“ Þetta eru mennimir, sem við erum að snúa til kristni. Hugsið ykkur! Þegar ég les þetta, þá segi ég, að kærleikurinn til- heyri ekki neinu sérstöku landi; göfgin ekki neinni sérstakri þjóð, og i gegnum aldimar hafa fáeinar viðkvæmar og stórar sálir blómgast að samúð og kærleik. Konan stendur manninum jafnfætis, að mínum dómi. Hún hefur allan þann rétt, sem ég hef og einn í viðbót, og það er rétt- urinn til að vera vernduð. Þetta er kenn- ing mín. Þú, sem ert kvongaður, reyndu að gera konuna, sem þú elskar, hamingju- sama. Sá, sem kvongast eingöngu sjálfs síns vegna, gerir glappaskot; en hver er sá, er svo elskar konu, að hann geti sagt: „Ég skal gera hana sæla,“ hann gerir ekki glappaskot. Og þannig er það einnig með konuna, sem segir: „Ég skal gera hann hamingjusaman.“ Það er aðeins ein leið til að vera sæll, og hún er sú, að gera einhvern annan sælan líka. Þú getur ekki verið sæll með því að greiða ekki þinn skatt; þú verður að feta hinn algenga tollveg. Hafi ég andstygð á nokkrum manni, þá er það á manninum, sem heldur að hann sé höfuð fjölskyldunnar — mannin- um, sem heldur, að hann sé „ráðsmaður"! Imyndið ykkur ungan mann og unga stúlku í tilhugalífinu ganga saman í tungl- skyni, er næturgalinn syngur óð um sökn- uð og ást, alveg eins og þyrnir stæði í gegnum hjarta hans — ímyndið ykkur, að þau næmu staðar í tunglsljósinu og stjömuskininu og söngnum og segðu: „Jæja, nú skulum við gera út um, hvort okkar á að ráða!“ Ég segi við ykkur, þetta er ljót hugsun. — Ég hef andstygð á þeim manni, sem öllu vill ráða á heimilinu og sem skipar öllum að þegja „þegar hús- bóndinn vill tala“, alveg eins og einhver stórfengleg uppgötvun sé um það bil að renna af stokkunum í munni hans. Vitið þið, að ég hef óumræðilega óbeit á slíkum manni? En sérstaklega er mér illa við ónota- segginn. Hvaða rétt hefur hann til þess að byrgja fyrir dagsljósið? Hvaða rétt hef- ur hann til þess að myrða lífsgleðina? Þegar þú kemur heim, þá ættir þú að koma eins og ljósgeisli — er fái, jafnvel á niðdimmri nótt, brotist út um dyr og glugga og lýst upp sortann. Sumir menn imynda sér, að þeirra voldugu heilar séu í gifurlegri háspennu af þvi að þeir voru að hugsa um, hver mundi næst verða kosinn í bæjarstjóm, og af þvi að þeir voru að hugsa um stjórnmál. Þeir voru önnum kafnir í huganum, að velta fyrir sér stórmerkum og mikilvægum viðafngs- efnum. Þeir voru að kaupa fimm aura frímerki fyrir tvo aura og reyna að selja þau aftur fyrir sjö. Hugsið ykkur hve feiknamikla andlega áreynslu slíkt hlýtur að taka, og svo þegar þessi maður kemur heim, þá verða allir að sitja og standa eftir hans geðþótta. En konan, sem situr heima og hefur ekki annað að gera en að sjá um fimm eða sex börn, og máske eitt eða tvö þeirra sjúk, er hlúir að þeim og raular við þau og reynir að láta eina alin af flúneli duga í staðinn fyrir tvær, hún er vitanlega hress og kát og fjörug og reyðubúin til stjana undir þessum dánumanni —- höfuð fjölskyldunnar — „ráðsmanninum! “ En vitið þið annað? Ég fyrirlít nirfil- inn. Ég fæ ekki séð hvernig nokkur maður getur dáið og látið eftir sig margar miljónir, þar sem þúsundir eiga við ör- byrgð að búa, þegar hann sér næstum á hverjum einasta degi hina visnu hönd ör- byrgðar og nábleikar varir hungurdauð- ans. Hvemig nokkur maðtu- fær staðist þetta og haldið í græðgisklóm sínum mörg- um miljónum króna, er meira en ég fæ skilið. Ég fæ ekki séð hvemig hann getur gert þetta. Ég hefði ekki haldið, að hann gæti frekar gert þetta, en að geyma timb- urhlaða á ströndu þar sem þúsundir manna væm að drukkna í öldum hafsins. Vitið þið, að ég hef þekkt menn, sem gátu trúað konum sínum fyrir sínrnn eigin hjörtum og mannorði, en ekki fyrir buddunni sinni; ekki fyrir krónu virði. Þegar ég sé slíkan mann, þá dettur mér iðulega í hug, að hann hljóti að vita, hvað af þessu sé honum mikilverðast. Hugsaðu þér, að gera konuna þína að betlara! Hugsaðu þér, að láta hana dags daglega biðja um tvær krónur, eina krónu eða þá fimmtíu aura! „Hvað gerðir þú við krón- una, sem ég lét þig hafa síðast liðna viku?“ Hugsaðu þér, að eiga konu, sem hræðist þig! Hvers konar börn býstu við að eiga með raggeit og betlara sem móðir? Ég segi við þig, að ef aleiga þín er ein króna og þú verður að eyða henni, þá eyddu henni eins og kóngur, eyddu henni eins og liún væri skorpið laufblað og þú værir eigandi að þrotlausum skógum! Þannig áttu að eyða henni! Ég vildi heldur vera betlari og eyða seinustu krónunni minni eins og kóngur, heldur en að vera kóngur og eyða aumm sínum eins og betlari! Ef þeir verða að fara, þá láttu þá fara! Láttu fjölskyldu þína njóta hins bezta — og reyndu sjálfur að líta út eins vel og þú getur. Þegar þú lifðir í tilhugalifinu, hve snyrtilega leiztu ekki út? Já, þá vom augu þín björt, svefn þinn léttur og þú leizt út eins og prins. Veiztu, að það er óþolandi eigingjamt af þér, að búast við, að kona geti elskað þig, þótt þú lítir alltaf út eins og sóði. Hugsaðu um þetta! Sér- hver góð kona á jarðríki mun vera þér eilíflega trú, þegar þú gerir það bezta, sem þú getur. Sumt fólk segir við mig: „Kenning þin um ást og eiginkonur og allt þess háttar er afbragð fyrir hina ríku en ekki fyrir hina fátæku.“ Ég segi við ykkur í kvöld, að það er meira af kærleik í kotum hinna fátæku heldur en í höllum hinna ríku. Framhald á sfóu 30. AKRANES 9

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.