Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 17

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 17
búið með alls konar böðum, íþróttasölum, nuddsölum, sólböðum o. s. frv. Hæð hall- arinnar var svo mikil, að hægt var að stökkva til sunds úr 10 metra hæð. Vatnið sem stöðugt endurnýjaðist sjálfkrafa í sundþrónni, var hitað með vélum eftir þörfum. I sundhöll þessari stofnaði Jón sundskóla, sem gekk mjög vel. • Sumarið 1915 hélt Jón sýningu fyrir keisaranum, hirðinni og öðru stórmenni, og farast honum sjálfum svo orð um und- irbúninginn og sýninguna á þessa leið: „Um jólaleytið var ég kallaður á fund skólastjórnarinnar og var erindið það, að spyrja mig, hvort ég treysti mér til þess að æfa tvo flokka, karla- og kvenflokk, til þess að sýna leikfimi um vorið í viður- vist keisarans og hirðarinnar og annara stórmenna, því að það átti að fara fram fjölbreytt íþróttasýning í hinum keisara- lega heræfingaskóla riddaraliðsins, og kvaðst skólinn ekki mega vera eftirbátur annara og neyddur til að sýna íþróttir sínar. Ég bauðst til að sýna hnefaleik og glimu fyrir skólans hönd, en það þótti þeim of lítið, þar sem skóli minn væri stærsti leikfimisskóli ríkisins, og varð það úr að ég lofaði að gera það, sem mér væri unnt, til þess að sýningin gæti orðið sem bezt. Ég byrjaði nú að æfa flokkinn. Sýn- ingin átti að fara fram í april, en í febrúar var mér tilkynnt, að tími sá, sem leyfður yrði til sýningarinnar, mætti ekki fara fram úr hálfri klukkustund. Nú þótti mér vandast málið, því að ég sá strax, að ekki væri hægt að sýna neitt að ráði á svona stuttum tima og auðvitað yrði bæði að sleppa glímu og hnefaleik. Sömuleiðis kom það i ljós, að við sýninguna yrði ekki hægt að koma nema litlu af leikfimis- áhöldum og við þetta fengi eýningin allt annan svip, en ég hafði hugsað mér. Varð ég nú að hætta við að hafa tvo flokka og varð að slá saman í einn flokk, á að gizka 120 manns. Nú hófust æfingar af miklu kappi, þvi ég var sjálfráður um það hve mikinn tíma ég notaði til æfinga frá skólanum. 1 raun og yeru voru æfingar þessar miklu skemmtilegri en vanalega við leikfimis- kennsluna, því þeir, sem valdir höfðu ver- ið til þess að taka þátt í sýningunni, tóku mi á öllu, sem þeir áttu til, því enginn vildi láta visa sér frá vegna ódugnaðar. Þess má geta að herforingjar gáfu mér allar upplýsingar um hvernig ég ætti að stjórna flokknum frammi fyrir keisaran- um, bæbi við inn- og út göngu og eins á sýningarsvæðinu sjálfu. Loksins rann upp hinn mikli dagur, sem sýningin átti að fara fram. Sjálfur var ég kvíðafullur, en þá djarfur og kaldur og öruggur um úrslitin. Sýningin gekk að allra dómi mjög vel og varð skólanum og tnér til mikillar ánægju. AKRANES Strax að sýningunni lokinni lét keis- arinn hershöfðingja þann, er gekk honum til handa, kalla á mig og lét hann hengja St. Nikulásorðuna á brjóst mér i viðurvist sinni og áhorfenda. Ég þakkaði og hneigði mig fyrir keisaranum og fjölskyldu hans, og þar með var þáttöku minni í sýning- unni lokið. Að konan mín féll um háls mér og kyssti mig fyrir frammistöðuna, þegar ég hitti hana þar sem hún hafði tekið sér sæti meðal áhorfendaanna, kemur ekki sög- unni við, en ég get þó ekki stiltt mig um að geta þess líka." Næsta sumar hélt Jón áfram sundskól- anum, sem gekk prýðilega. Þessi ár hafði hann einnig hnefaleikaskóla, sem hann rak fyrir eigin reikning, og voru þá sumir lærisveinar hans þegar búnir að vinna sér inn meistaratitil í beirri iþrótt í Rúss- landi. Einnig hafði hann frá því haustið 1912 kemit bæði leikfimi og hnefaleik i „Klup" sjóliðsforingja. Sumarið 1916 hélt Jón áfram sundskóla sínum og hafði svo mikla aðsókn, að hann varð að taka tvo aðstoðarkennara, meðfram vegna þess að hann var jafnframt sundkennari hjá sjó- hðsforingjum. Hann hélt einnig áfram kennslustarfsemi sinni við íþróttaskóla rikisins, en við árslok 1916 hætti hann við sum aukastörf, þar sem aðalstarf hans var orðið svo umfangsmikið og þreytandi, þar á meðal kennsla við menntaskóla, • er hann hafði starfað við í þrjú ár og sem hafði 700 nemendur. I stað þessarar aukavinnu fékk Jón góða fasta stöðu við Rússneska- enska bankann í Pétursborg og var þar frá kl. 1-4 dagl., en við rikis íþróttaskólann frá kl. 5-10 síðd. Jón hafði eignast stórt og glæsilegt ibúðarhús i Pétursborg með verðmætum innanstokksmunum og bjó þar rikmann- lega. Sumarbústað hafði hann einnig vel búinn og vandaðann á yndislegum stað við ströndina og bjó þar með konu sinni nokkr- ar vikur á sumrin. Eignir hans fastar og lausar, þar með talinn dýrindis húsbúnaður, búsáhöld og „gersemar" i gulli og silfri mátti telja til milljóna króna virði. ( Heimsófriðurinn geysaði nú með fullum krafti. Stjórnarbyltingin var í aðsigi, með þeim ógurlegu ógnum og blóðsúthelling- um, er fylgdu. Það er önnur saga. En þetta er sagan af unga manninum, er fór allslaus frá Islandi út í heiminn og á fáum árum hafði skapað sér stöðu og komist til slíks vegs og virðingar, sem tæp- lega finnst dæmi um nokkurn íslenzkan mann erlendis frá því sögur hófust. Matth. Þ. Gullbrúökaup Hinn 5. desember s. 1. áttu merkishjón- in, Guðlaug Gunnlaugsdóttir og Jón Gunn- laugsson frá Rræðraparti, gullbrúðkaups- afmæli. Jón hefur átt hér heima á Skagan- um sjálfum frá 1886, en Guðlaug kona hans frá 1895, en þá kom hún hingað frá æskustöðvum sínum í Húnavatnssýslu aðeins i3ára gömul. Guðlaug settist þá að í Krosshúsi, hjá hálfsystur sinni Elisa- betu ljósmóður, og manni hennar Guð- mundi kaupmanni Ottesen. Þessi heiðux-shjón hafa þvi unnið Akra- nesi það sem þau hafa unnið. Já, því að ekki hefur iðjuleysið dregið úr árangrinum. Jón hefur ekki farið sér að neinu óðslega; hann hefur ekki flanað út í neinar ófærur, heldur hugsað vel sitt mál hverju sinni, og ekki rasað um ráð fram. — Þótt hann hafi alla tíð verið hæggerður og sjaldan skipt skapi, býst ég við að hann hafi getað verið þung- ur á bárunni, og ekki verið ljúft að gefast upp eða láta hlut sinn fyrr en i fulla hnefana. Þau hjón hafa bæði verið hagsýn og hyggin, látið lítið á sér bera, verið kyrrlát og hófsöm í öll- um efnum. Ræði eru þau Bræðrapartshjón greind vel og kunna góð skil á mörgum efnum. Hefur Jón verið óvenjulega eftirtökusam- ur um allt sem að starfi hans hefur lotið, um sjó- og veðurlag, fiskigöngur og háttu ýmissa fisktegunda, um strauma og storm- 17

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.