Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 18

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 18
I * z' - \Áf 8itM*ir-aw? íiilimljfkkuit tfff|a!ífe§ew ftfctapttaim ^ategatjlm ; qrnið&mmm liðft'œwafetti i««fiai? Mynd. af einu frœgasta skinn handrit í Árnasafni, „Stjórn.“ Handritamálið — Gullbrúðkaup Framhald af síSustu síðu sveipa. Guðlaug hefur gegnt sínum hús- móðurstörfum með hinni mestu sæmd og prýði, bæði sem kona og móðir. Hún fylg- ist vel með á öllum sviðum, enda hefur hún lesið mikið alla tið, eftir því sem hún hefur mátt við koma. Börn þeirra hjóna eru mannvænleg og vel greind. Hafa þau öll aflað sér stað- góðrar menntunar fyrir lífsstarf sitt. Þessi eru börn þeirra Bræðrapartshjóna: 1. Gunnlaugur, skrifstofumaður hjá H. B. & Co. Kvæntur Elínu Einarsdóttur. 2. Ólafur, útgerðarmaður í Sandgerði. kvæntur Láru Guðmundsdóttur frá Ól- afsvöllum. 3. Elisabet, ekkja eftir Richard Krist- mundsson lækni. 4. Ingunn, gift sænsk-amerískum manni, Georg Freeherg að nafni. 5. Jón, vélstjóri í Sandgerði, kvæntur Magneu Magnúsdóttur. AKRANES óskar gullbrúðkaupshjónun- um til heilla og hamingju með þetta merka afmæli og þakkar þeim störfin i þágu bæjarins. HEILRÆÐI Tj'YRIR NOKKUÐ mörgum árum hét A blað eitt í Ameríku verðlaumnn fyrir beztar heilbrigðisreglur. Margir vildu vinna til verðlaunanna, og var þátttaka mikil. Þessi heilræði fengu hæstu verð- launin: 1. Kepptu eftir því að hafa ætíð glaða lund. 2. Gerðu þér það að fastri reglu að reið- ast ekki og ergja þig yfir smámunum. 3. Dragðu andann djúpt og ætíð með nefinu. 4. Sofðu aldrei lengur en 8 klukkutíma, þegar þú ert heilbrigður, og helzt í köldu herbergi, þar sem bæði loftið og herbergið er hreint. 5. Borðaðu ekki mikið, en tyggðu mat- inn vel. 6. Vinna verðurðu daglega og ekki eyða meiru en þú aflar þér. ★ BENJAMlN FRANKLÍN gaf mönnum þessi heilræði: Sparsemi: Borðaðu aldrei svo mikið, að starf þitt verði þér erfiðara á eftir, og drekktu aldrei svo mikið áfengi, að þú verðir kenndur. Reglusemi: Láttu hverja sýslan hafa sinn tíma og hvern sinn hlut. ÁkvörSun: Einsettu þér að gera það, sem skyldan krefur, og framkvæmdu nákvæm- lega það, sem þú hefur einsett þér. Með nefndaráliti hinnar dönsku nefnd- ar, má ef til vill segja, að málið hafi færzt einu skrefi nær úrslitum. I álitinu koma fram mörg sjónarmið, og er nefndin margklofin í málinu. Eru sum þeirra skyn- samleg og sprottin af miklum skilningi og velvilja, enda höfum vér Islendingar um skeið átt góða talsmenn, meðal menntaðra og málsmetandi Dana. Þrátt fyrir þetta er svo gengið frá tillögum þessara mætu manna, að þær eru óframkvæmanlegar, og því vart nema „sýndar-tillögur.“ Danir mega vita, að hér er ekki um neitt að semja annað en, hvenær þeir af- hendi öll handritin og hvenær verði tek- ið á móti þeim, eftir að þau hafa verið ljósmynduð handa þeim. Ef þeir geta ekki skilað handritunum á þann hátt, verðum við að bíða rólegir enn um stund, þar til þeir eignast víðsýnni og vitrari ráðamenn. Því að sá tími kemur, að öll handritin verða flutt hingað heim, og sú danska stjórn, sem það gerir, skoðar það happ IÖjusemi: Eyddu aldrei tímanum til ónýtis, vertu sívinnandi að þvi, sem þér og öðrum er til gagns. Hreinskilni: Vertu ráðvandur og hreinn i huga og talaðu samkvæmt því. Jafnlyndi: Vertu ekki reiðigjarn né hefnigjam. Stilltu þig, þegar þér finnst aðrir gera á hluta þinn. Temdu þér glað- lyndi og jafnaðargeð. Vertu stilltur í mót- gangi. Hreinlœti: Forðastu óhreinindi á likama þinum, á fötum þínum og á heimili þínu. sitt, og heiður hinnar dönsku þjóðar að skila slíkmn gersemmn til þeirrar þjóðar, sem skóp þau, og gaf heiminum slika bók- menntalega fjársjóðu. Islendingar einir eru færir mn að rannsaka þessar merki- legu bækur og upplýsa ýmislegt í sam- bandi við þær, sem enn er hulið. Það er ekki hægt að leiða Islendinga af eins og börn, með hálfri köku í stað heillar. I þessu sambandi má benda Dönum á merkisatburð í sögu íslands, sem gefur þeim hæfilegt tækifæri til að hugsa sig um, og búa sig undir skynsamlega af- stöðu til þessa höfuðmáls Islendinga, og skemmtilega afhendingu af þeirra hendi. Hér er átt við hið mikla merkisár í sögu Islands — og raunar norrænna þjóða, — þegar liðin eru 900 ár frá stofnun biskups- stóls í Skálholti. Þá ættu Danir að skila handritunum aftur, og bjóðast til að byggja yfir þau einmitt i Skálholti. Með slikum drengskap og dánmnennsku hefðu Danir í eitt skipti fyrir öll „innlimað“ Island — þ. e. þjóðina — til ævarandi og óslít- andi vináttu á milli þjóðanna, þar sem allt hið fyrra væri að fullu gleymt. Nú fyrir skömmu tilkynnti Hvidberg menntamálaráðherra Dana, að danska stjórnin mundi mjög bráðlega leggja fyrir ríkisþingið í Kaupmannahöfn frumvarp til laga rnn afgreiðslu handritamálsins, og bendir allt til þess, að skriður sé nú loksins að komast á það mál. Mun þvi fagnað af öllum hér á landi, þó að ókunnugt sé að vísu enn, hvað danska stjórnin muni leggja til. Við vonum í bili allt hið bezta. 0. B. B. 18 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.