Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 2

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Vísur eftir Sigurð á Þara- völlum. 1 næst-síðasta blaSi, á 2. síðu þess, eru tvær vísur eftir Sigurð Jónsson á Þaravöllum. Er mér tjáð af kunnugum, að síðari visan sé ekki alveg rétt, muni eiga að vera þannig: Þó hér skyggi útsýn á, oft og sért til finni, min ég fögur fagna’ að sjá fjöll, í eilífðinni. Mörgum mun hafa þótt Sigurður allkynlegur í ýmsum háttum. Hann mun þó hafa verið allvel greindur og fljótur að svara fyrir sig. Líklega hafa og ekki margir vitað að hann var hagmæltur, eins og þær visur bera með sér, sem hér koma fyrir almenningssjónir. Þessa vísu gerði Sigurður um formann sinn, er hann var útgerðarmaður hjá Einari Einarssyni í Garðhúsum i Grindavík: Mjög er fýrug formannslund, frægð ber dýra og háa. Þorgeir stýrir húna-hund hafs um mýri bláa. Þessar tvær vísur gerði Sigurður er hann var á tófuveiðum með Finni á Síðumúlaveggjum: Þó mér ferðin finnist rýr fjalls, í breiða, salnum, kem ég enn með átta dýr onaf Kjarardalnum. Oní Siðu flýtum ferð, fjarri öllum kvíða, kæran núna kveð ég enn Kjarardalinn fríða. Það mun hafa komið fyrir, að Sigurð dreymdi, að hann gerði vísur í svefni. Eitt sinn dreymdi hann, að hann væri staddur hjá Kristleifi frænda sinum og vini á Stóra-Kroppi. Þykir honum sem hann sé kominn út á hlað og vera að kveðja. Um leið og hann litur yfir hina breiðu byggð og blómlegu lendur, sér hann hinn mannvænlega bamahóp Kristleifs, verður honum þá á munni þessi vísa: Hér er fagurt, bjart um bú, blómin mörg uppalin. Klökkur í anda kveð ég.nú kæra Reykholtsdalinn. Þessa visu kvað Sigurður við Guðrúnu á Fögru- völlum, sem þá var búin að vera blind í mörg ár: Þó um stund hér sýnist svart og sorgarél aðdregin, þú rnátt vita, að verður bjart á veginum hinum megin. Sú saga er sögð, að Sigurdór Sigurðsson hafi eitt sinn skrifað fyrripart visu á farseðil á Fagra- nesinu, er Sigríkur Sigríksson var stýrimaður: Keypti ég fyrir krónur tvær kulda og slagvatns-fýlu. Þessa vísu á Sigríkur að hafa botnað: Frekt er logið, fyrir þær fórstu á tólftu mílu. Þegar þessi vísa barst til eyrna Sigurðar, gerði hann þessa vísu: í Sigríks j>anka sifellt býr sama lista-myndin. Jafnan glaður, skilnings-skýr, skáldmæltur og fyndinn. Sigurður mun ekki hafa verið neinn sérstakur prestavinur, en hann var áreiðanlega trúrækinn maður, eins og eftirfarandi vísur benda eindregið til: Dulda jafnan hef ég hlíf og horfi að björtu miði. Þvi er allt mitt langa lif lukka og sifeld gleði. Vel því uni, von er há, vemdar klæddur skýlu, treysti góða aflið á, en enga presta-grýlu. Alls staðar finnast valin vöð, varmi, og sífelld blíða. Ef við treystum einn á Guð engu þarf að kvíða. Minn lífsglaður geng ég reit en gatnamótum feginn, því ég treysti, vona og veit velferð hinum megin. Hér er margt sem glæður geð, gleðin ljómar hærri. Allt hið bjarta blasir við, böl er hvergi nærri. Þessar visur mun Sigurður hafa gert eftir að hann var orðinn 75 ára: Ég er orðinn elli-hár af ýmsum þrautum sorfinn. Mín eru björtu æsku-ár öll fyrir löngu horfin. Við mér blasir birta og vor, bezt það gleður sinni. Ég á aðeins örfá spor eftir á lífsbraut minni. Sigurður mun hafa haft einhver kynni af dul- rænum fyrirbrigðum, og ef til vill hafa búið með honum einhverjir slíkir hæfileikar, þótt ýmsum þætti hann fremur hrjúfur „ákomu“ við fyrstu kynni a. m. k. Eitt sinn var hann að koma heim frá næsta bæ í myrkri, fannst honum þá ljós- geisli fylgja sér alla leið, svo að vel sást til. Þá gerði Sigurður þessa visu: Alls staðar finn ég yl og skjól, alla frí við harma. Þó að kvöldi og sígi sól sé ég alltaf bjarma. Þessar visur kvað Sigurður í banalegunni: Lengur orða ekki bindst, einn hvar ligg á dýnu. Öðum styttist að mér finnst að endadægri minu. Þrátt fyrir það er hann lifsglaður og ákveðinn: Ennþá ber ég enga sút, eymd og þraut þó pínir. Öðum finnst þó fjari út fjör og kraftar minir. Mitt er ævi komið kvöld, kennir á mörgu hörðu. Beinagrindin ber og köld bráðum leggst í jörðu. Tvær formannavíssir. Eftirfarandi tvær visur eru um Guðmund Gunn- arsson á Steinstöðum, en eftir vin hans og æsku- félaga Halldór Ölafsson, föður Sumarliða og þeirra bræðra: Gunnars niður Guðmundar gjörir liðugt stýra, ölduriði alvanur, auðnan styður dýra. Vinur dáð — vafin sið varast bráðan amann, man ég áður ungir við undum báðir saman. Póststofnunin á Islandi varð 175 ára hinn 13. maí 1951. I Danmörku hófust póstferðir miklu fyrr, eða 1624, í Svíþjóð 1636 og í Noregi 1647. Tilskipun um hina ísl. póststofnun er gefin út hinn 13. mai 1776 af Kristjáni konungi VII. — Orðbragð konungs í upphafi þessarar tilskipunar er ekki ljótt, en tilskipunin hefst á þesstun orðum: „Til Vors elskulega Lauritz Andreas Thodal, stiftamtmanns Vors yfir Islandi og amtmanns yfir suður- og vesturamtinu þar, og Vors elskulega Ólafs Stephensens, amtmanns Vors yfir norður- og austuramtinu, um stofnun póstgangna á Is- lenadi.“ Hinn 10. febrúar 1782 hófst fyrsta póstferð á Islandi, e nþann dag Ingði póstur upp frá Reykjar- firði við Isafjarðardjúp um ögur til Isafjarðar, þaðan suður um firði og kom 16. febrúar til Haga á Barðaströnd, og hafði þá aðeins örfá bréf með- ferðis. Til sparnaðar afréð þá sýslumaður Barð- strendinga Davið Scheving, að senda þessi bréf áfram t ilBessastaða með tækifærisferð. Kostnaður- inn við þessa fyrstu póstferð var 5 rd. 76 sk., en tekjumar aðeins 84 sk. Hét sá Ari Guðmundsson er fór fyrstu póstferðina. Óljóst er um upphafs- mann póststofnunarinnar, en helzt munu menn hallast að þvi að þetta sé runnið undan rifjum Jóns Eirikssonar konferensráðs, eins og margt fleira, sem til framfara horfði og hagsældar fyrir Island á þessum ámm. Hér koma svo nokkur ártöl úr þróunarsögu póstsins: 1778: Reglulegt póstskip byrjar að sigla til Islands. i779:Gefin út reglugerð um póstferðir og póst- burðargjöld. 1782: Tilskipun birt á Alþingi og prentuð í Hrappsey. Fyrsti landpóstur á Islandi hefur göngu sína. 1831: Póstferðum fjölgað frá Bessastöðum austur í Ámes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells- sýslur úr 3 í 8 ferðir á ári. 1837: Ferðum Austanpósts fjölgað um eina ferð á ári. 1849: Ferðum Sunnanpósts fjölgað í 6 ferðir á ári. 1851: Fjölgar ferðum hins reglulega póstsskips milli Islands og Kaupmannahafnar ýr 1 ferð í 3 ferðir á ári og aukalega 1 ferð milli Reykjavíkur og Liverpool. Framhald á 5. siðu. 2 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.