Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 8

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 8
Konan var löngum þræll allra þræla; og að mínum dómi tók það hana miljónir ára, að vinna sig upp úr argvítugri ánauð og ná hjónabandsréttindum. Leyfið mér að segja nú þegar, að ég álíti hjónabandið helgustu stofnun í mannriki. Án arinelds væri engin framför; án fjölskyldutengsla væri ekkert líf þess vert að það væri lifað. Sérhver góð stjórn byggist á góðum fjöl- skyldum. Kjarni góðrar stjómar er fjöl- skyldan, en allt, sem miðar að þvi að uppræta fjölskyld- ima, er blátt áfram djöfullegt og spillandi. Ég trúi á hjóna- band, og ég fyrirlít af hjarta þá síðhærðu menn og þær stuttkhptu konur, sem af- neita heilögu hjónabandi. Háleitasta viðleitnin, sem nokkur mað- ur getur haft, er að hfa þannig og betra sig þannig i huga og sál, að hann geti orðið verðugur elsku einhverrar ágætis konu; og háleitasta viðleitni sérhverrar stúlku er að gera sig verðuga ástar og lotn- ingar einhvers ágætis manns. Þetta er skoðun mín. Það er engin blessun til í lífinu án kærleiks, og hjónabands. Betra væri sérhverjum manni, að rikja yfir einu ástríku og viðkvæmu konuhjarta, og hún yfir hans, heldur en að vera konungur stórveldis. Mér er sama þótt sá maður deyji öreigi í rennusteini, er ávann sér í raun og sannleika ást og virðingu góðrar konu. Þá var líf hans blessunarríkt þrátt fyrir allt. Ég segi, að það hafi tekið hana miljónir ára, að vinna sig upp úr argvitugri ánauð og ná hjónabandsréttindum. Heiðruðu konur, djásnin, sem þið berið á yður í kvöld eru minjar um ánauð formæðra ykkar. Hálsfestamar og baugamir á ykk- ar hvítu höndum hafa breytzt úr jámi í glóandi gull fyrir töframagni menning- arinnar. En næstum öll trúarbrögð hafa rakið siðleysið í veröldinni til syndar einnar konu. Er það ekki dásamlegt! Og ef það er satt, þá vil ég heldur lifa með konunni, sem ég elska, í heimi fuLlum af böli, held- ur en í himnaríki innan rnn tóma karl- menn. Ég las í bók — en ég tek það fram nú þegar, að ég get ekki sagt frá því orðrétt, sem ég las, þvi að orðunum hefi ég gleymt, en frá aðalefninu get ég sagt — ég las í bók, að drottinn allsherjar hafi ásett sér að skapa konu og einn mann; að hann tók ekkert og skapaði úr því konu og mann, og að hann setti mann þennan i aldin- garð. Að dálitlum tima liðnum, tók hann eftir því, að manninum leiddist; að hann ráfaði fram og aftur eins og hann væri að bíða eftir strætisvagni. Þama var ekkert til að hvetja áhuga hans; engar fréttir, engin dagblöð, engin stjómmál, ekkert stjómarfar; og þar eð djöfullinn var ekki farinn að láta á sér kræla, þá var enginn möguleiki á breyttu fyrirkomulagi. Og maðurinn ráfaði um garðinn i þessu á- standi þar til drottinn allsherjar ákvað að lokum, að skapa honum fömnaut. Þar sem ekkert var eftir af þessu engu, sem hann hafði upphaflega notað til að skapa úr heiminn og manninn, þá varð hann að taka stykki úr manninum til þess að geta skapað konu. Hann lét því svefn- Viö arineldínn Eftir Ingersoll Höfundur þessarar greinar, Robert G. Ingersoll, var fæddur í Dresden, New York-fylki, árig 1833. Hann var lögfræðingur að mennt, og saksókn- ari ríkisins um eitt skeið. — Inger- soll var einn hinn mesti mælsku- snillingur, sem Bandarikjamenn hafa nokkru sinni átt. Ingersoll var frels- isunnandi maður og barðist hatram- lega gegn allri undirokun, andlegri sem likamlegri. Sérstaklega var hann frægur fyrir baráttu sína gegn kirkjulegum kreddum. Fyrir þetta var hann stimplaður sem alger guð- leysingi og erkióvinur kirkju og kristindóms. En þótt hann gæti ekki trúað algerri spillingu mannsálar- innar og eilifri útskúfun, þá trúði hann á göfgi mannsálarinar, og rétt allra manna til að lifa mannsæmandi lífi. Fyrir þetta barðist hann með sínum volduga penna. — Þótt Inger- soll væri hataður í lífinu, þá er hann nú virtur og elskaður af öllum ,sem lesa verk hans og meðtaka anda hans. Ingersoll andaðist árið 1899. höfga færast yfir manninn — og ég bið ykkur að skilja mig ekki svo, að ég sé að segja, að saga þessi sé söxm. Þegar maður- inn var sofnaður, tók drottinn allsherjar rif úr síðu hans eða cutilet, eins og frakk- ar kalla það, og úr því skapaði hann kon- una. En með hliðsjón af hráefninu, sem í þetta fór, þá tel ég þetta hina snjöllustu smíði, sem nokkru sinni hefur verið af hendi leyst. Þegar nú konan var fullger, var farið með hana til mannsins, ekki til að vita, hvemig henni litist á hann, heldur til að vita, hvemig honum litist á hana. Hún féll honum í geð og þau tóku að búa og þeim var sagt, að vissa hluti mættu þau gera, en eitt mættu þau ekki gera — og vitanlega gerðu þau það. Ég mundi hafa gert þetta sama í þeirra spomm innan fimmtán mínútna, það er ég viss um. Það mundi ekki hafa verið eitt einasta epli eftir á trénu hálf tíma síðar, og greinar þess mundu hafa verið fullar af lurkum. Og þau vom rekin úr garðinum og vara- lögregla sett til að gæta þeirra svo að þau kæmu þangað ekki aftur. Og bölið hóf innreið sína í veröldina. Hettusóttin, mishngamir og rauðu hund- amir hófu kapphlaup sitt um manninn. Hann fór að fá tannpínu, rósimar þyma, höggormarnir eiturtennur og alþýðan fór að þrátta um trúarbrögð og „pólitík“, og veröldin hefur verið full af armæðu ávallt síðan. Næstum því öll trúarbrögð skýra tilveru hins illa með slíkri sögu og þessari: Ég las í annari bók frá- sögn um sama efni. En sú frásögn var færð í letur fjögur þúsund árum áður en hin. Samt em allir biblíuskýrendur sammála um, að frásögnin, sem skrifuð var seinna sé hin upprunalega frásögn, en að hin, sem skrifuð var fyrr sé stæl- ing á hinni, sem skrifuð var síðar. — Ég vil biðja ykkur um, að láta ekki trú ykkar raskast út af öðrum eins smámun- um og fjögur eða fimm þúsund árum. I þessari frásögn ákvað drottinn Brahma að skapa heim, og mann og konu. Hann skapaði heiminn, og hann skapaði mann- inn og svo konuna og setti þau á eyjuna Ceylon. Samkvæmt sögimni var eyja þessi hin fegursta, sem hugsast gat. Hví- likir fuglar, hvilíkur söngur, hvilík blóm og hvílíkur maður! Og greinum trjánna var þannig komið fyrir, að þegar vindur- iim þaut um þær, þá var sérhvert tré þúsund sólhörpur. Og þegar Brahma setti þau þar, mælti hann: „Látum þau hafa tilhugalíf, þvi að það er ósk mín og vilji minn, að sönn ást sé undanfari hjúskaparlífs." Þegar ég las þetta, er var svo miklu fegurra og há- leitara en hitt, sagði ég við sjálfan mig: „Ef önnur hvor þessara sagna reynist nokkurn tíma sönn, þá vona ég, að það verði þessi.“ Og þau höfðu sitt tilhugalíf með nætur- galann syngjandi, stjömurnar tindrandi, blómin blómstrandi, og þau tóku að unn- ast. Hugsið ykkur slíkt tilhugalíf! Enga tilvonandi tengdafeður eða tengdamæður; enga forvitna og gasprandi nágranna; eng- ann til að segja: „Ungi maður, hvemig ætlar þú að fara að því, að sjá henni far- borða?“ Ekkert af þessu. Þau vom gefin saman af hinum æðsta Brahma og liann sagði við þau: „Hér skulið þið vera, og af eyju þessari megið þið ekki fara.“ En að nokkrum tima liðnum sagði maðurinn, sem hét Adami, við konu sína, sem hét Heva: „Ég held ég verði að líta svolitið i kringum mig.“ Hann gekk út á nyrsta odda eyjarinnar, þar sem dálítið eyði tengdi hana við meginlandið, en djöfull- 8 AKRANES i

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.