Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 20

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 20
Pétur Sigurðsson, erindreki: TÖMAS Tómas mætti Trausta á götu hinnar miklu borgar. „Hvaðan kemur þú, Tómas minn?“ spurði Trausti. „Ég kem frá stjörnuturninum. Ég var að horfa út í hinn víðáttumikla geim. Alheimurinn er stór, en maðurinn lítill, Trausti minn. Getur það verið, að Guð meti svo litla veru nokkurs í þessu geysi- víða sólna hafi, ef þá nokkur Guð er til?“ „En heyrðu, Tómas,“ greip Trausti fram í. „Er það satt, að þú hafir fengið að skoða alla hina miklu höll konungsins?“ „Já, satt er það.“ „Hvað þótti þér mikilverðast af öllu, sem þú sást þar?“ „Mest um vert! Því er ekki auðsvarað. Ég sá þar slíkt samsafn af undursamlegum muniun, að ég sé í huga mínum siðan þá heildarmynd, sem engin orð fá lýst. Ég kom þar í marga, víða og háreista sali. Þar voru málverk frægustu listamanna heimsins og alls konar líkön — dásamleg listaverk. Húsgögn voru öll úr hinum sjald- gæfustu og dýrustu efnum, og skreytt gulli, silfri og dýnnn steinum. 1 höllinni voru fui'ðuleg súlnagöng og margs konar vistarverur. Þar var salur einn mikill með hárri hvelfingu, sem öll var úr fægðum kristöllum og mynduðu sólar- og ljósgeisl- arnir þar hið undursamlegasta litskrúð. Ég fékk jafnvel að sjá svefnherbergi kon- ungshjónanna. Rúmin voru gullbúin og fyrir þeim há silkitjöld. öðru megin við rúmin stóð barnarúm af sömu gerð og hin, og þar svaf hinn kormmgi sonur konungs- ins. Hinu megin við rúmin stóð borð eitt, gert af hinum mesta hagleik. Á því stóð kóróna konungsins, öll glóandi í gulli og gimsteinum. Slíka fegurð hef ég aldrei endranær augrnn litið. Slík kóróna hlítur að vera geysilega mikill fjársjóður. 1 listaverkasafni hallarinnar voru mörg hinna ágætustu listaverka frægustu snill- inga heimsins. Þar voru málverk, mynda- styttur, glitofnir dúkar, ábreiður og tjöld, og óteljandi minjagripir og voru margir þeirra tengdir við frægð konungsins. Bóka- safn hallarinnar var og líkt þessu. Mörg þúsund hækur og allar í logagylltu og Framhald af síðustu síðu Nái ég ekki nóg að fá náðir skulu minnka, klaga ég þig karl minn þá Káranes — fyrir Brynka. Dóminn gettu: sagt upp sá, sinni meður ríku, appellera ekki má frá yfirvaldi slíku. Ráðlegg ég þér, reynir brands, raun svo nái dvína, óttast skaltu hátign hans, hér með reiði mína. Hér með læt ég enda óð, ekki rétt viðfelldinn, forlát vinur lasin ljóð, leggðu þau í eldinn. Margt er gert að gamni sín, geðs svo hverfi mæða, ekki vil ég orðin mín aðra skuli hræða. Línan hleypur enda á, eftir settum máta, man ég ekki meira þá, máttu það forláta. Kjarnagóð frá konu og mér kveðjan ástarríka berist kæru þinni og þér, og Þórarinum líka. Ykkur sendi sjór og lönd sóma, farsæld, gæði, vors Guðs undir verndarhönd veri þið jafnan bæði. Unz að kólnar mergur minn, máttinn títt þá brestur, játast vinur ég vil þinn. Jón Hjaltalín prestur. , (Utanáskrift séra Jóns til þess, sem hann sendi Skógarvísumar, var þessi: Heiðm'sverðum heppnum oft hreppstjóranum monsér Loft Guðmundssyni greitt með hrós, garpur býr á Hálsi í Kjós. Seinni kona sr. Jóns Hjaltalín var Gróa, dóttir séra Odds á Reynivöllum, og systir hennar var Karítas, kona Lofts á Neðra Hálsi, en hann sendi tvo vinnumenn sína til að gjöra til kola í Saurhæjarskógi, en presti mun hafa þótt eftirtekjan lítil eftir tveggja vikna vinnu: ein tunna af kolum. mjög haglega gerðu bandi. Víðsvegar um höllina voru óteljandi skrautmunir. Var þetta allt dýrðleg veröld út af fyrir sig, sem orð fá ekki lýst.“ „En, Tómas, hvað þótti þér sjálegast og eigulegast af öllu, sem þú sást í höll konungsins?“ „Ég á nú ekki auðvelt með að svara slíkri spurningu.“ „Ég skal orða hana öðruvísi. Hugs- aðu þér, Tómas, að þú hefðir átt að velja um einhvern hlut af öllu því, er þú sást í höllinni, hvað hefðir þú helzt kosið þér?“ Ég er engu nær. Ég er jafn ráðaláus eftir sem áður. Mér finnst ég mundi þurfa langan umhugsunartíma.“ „En, Tómas, veiztu hvað hefur skeð með höll konungsins síðan þú varst þar. Konungurinn varð sjálfur að velja um einn hlut, — aðeins eitt, og velja skyndi- lega. „Hvernig þá það„ Trausti?“ „Jú, nú skal ég segja þér, hvað kom fyrir. Höll konungsins brann til kaldra kola. Eldurinn kom upp að næturlagi og áður en vökumenn urðu hans varir, var hann orðinn svo magnaður að ekki varð við neitt ráðið. Menn björguðust naum- lega og konungurinn varð að flýja út á náttklæðunum. En um leið og hann yfir- gaf hina brennandi hölí, greip hann eitt með sér í snatri, en gat ekki bjargað nema þvi eina. — Hvað heldur þú, að það hafi verið?“ „Sennilega hin mikla dýrðlega gullkór- óna hans.“ „Nei, konungurinn gleymdi henni. Hann greip litla soninn sinn, óvitann, sem lá sofandi og ósjálfbjarga i rúmi sínu, og bjargaði honum i dauðans ofboði. Höll- in var stór og dýrðleg, og kóróna konungs- ins óviðjafnanlegur dýrgripur, en barnið var agnarsmátt, en samt var það konung- inum dýrmætara en allt hitt. Það var ekki smíðisgripur, heldur lif af hans lífi.“ Pétur Sigur'Ssson. Gaman og alvara Ferðalangur nokkur kom að veitingahúsi einu í sænskri borg, en í glugga þess stóð þessi áletrun: — Hér eru töluti öll tungumál. — — Það hlýtur að kosta mikið að hafa öllum þessum málamönnum á að skipa, sagði gesturinn. — Nei. — Hvað segið þér. Ekki getur nokkur einn maður kunnað öll heimsins tungumál? — Það eru gestimir, sem tala. A: Þetta er nú meiri dýrðin. B: Já, svei mér ef það borgar sig nú orðið að kaupa i matinn. Óli hafði keypt sér liftryggingu og greitt árgjöld sín af mestu skilvísi. Svo hrökk hann upp af. Þá skrifaði ekkjan líftryggirigarfélaginu svohljóðandi bréf: „Þar sem Óli, maðurinn minn, er dáinn, hef ég ekki ráð á að greiða iðgjald af honum fram- vegis.“ 20 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.