Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 14

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 14
Ólafur Gunnarsson, frá Vík í Lóni: ^ > A ISLENDINGASLOÐUM ' JÓTLANDI Danmöik er lítið land og samgöngur eru góðar, oft á dag er hægt að komasl frá einum landshluta til annars ýmist með járnbrautum eða flugvélum. Dag einn í apríl s.l. lagði ég af stað með hrað- lestinni frá Kaupmannahöfn, klukkan g að morgni, klukkan 14 sama dag var ég kom- inn til Fredericia, sem er rétt vestan við Litlabelti. f Fredericia eigum við fslend- ingar tvo ræðismenn þótt hvorugur þeirra hafi opinbera ræðismannsnafnbót. Ann- ar þeirra er Erlingur Tulinius læknir, hinn er Thorvald Bögelund skólastjóri. Eins og nafnið bendir til er sá síðarnefndi danskur en hann dvaldi ó íslandi um hríð sxunarið 1946 og tók þá sliku ástfóstri við land og þjóð, að fáir Danir hafa gert betur. Hann hefur haldið marga fyrirlestra um ísland meðal annars í danska útvarpið, skrifað um okkur glöggar og vinsamlegar kjallara- greinar og það, sem ekki er minnst um vert. Hann hefur komið nemendum sínum í bréfasamband við nemendur á Akureyri og kosta þau bréfaviðskipti hann mikið þýðingastarf, því íslenzku bömin skrifa flestöll á íslenzku. Ég sýndi nemendum Bögelunds ísl. litkvikmyndir og vöktu þær mikinn fögnuð, kom heil herfylking af drengjum og stúlkum til mín að sýning- unni lokinni og báðu mig um að skila kærri kveðju til pennavinanna á Akur- eyri. íslendingurinn, sem erlendis dvelur er jafnan næmur fyrir ef útlendingur talar af skilningi og hlýhug um land hans og þjóð, fannst mér því gott að vera gestur Bögelunds, að hann kunni skil á ótrúlega mörgu heiman að. Jóhannes Kjarval mun eiga fáa einlægari aðdáendur og sama máli gegnir um Halldór Kiljan Laxness og Guðbjörgu í Múlakoti, þótt sitt væri að róma hjá hverju þeirra. Erlingur Tulinius er nú ekki aðeins þekktur sem duglegur læknir og lipur- menni í allri framkomu heldur er hann einnig að verða eins konar málarafurðu- verk, en á þeirri list byrjaði hann allt í einu, þá kominn um fertugt, án þess að vita með vissu hvorum enda pensilsins hann ætti að snúa að léreftinu. Nú er þessi merkilegi málari kominn á það stig, að myndir eftir hann eru vel húsum hæf- ar t. d. hygg ég, að margir íslendingar, sem þekkja ljóðagerð Jóhanns Sigurjóns- sonar myndu vilja ljá málverki Erlings „Einn sit ég yfir drykkju" húsaskjól. Danskir blaðamenn hafa stundum verið ♦ að spyrja Erling að því af hverju hann væri að mála, en hann hefur jafnan svar- að því til, að hann fengi sálræna útrás á þessu, sem ekki fengist með öðrum hætti. Hvort Erlingur hefur verið einhver vand- ræðagripur áður en hann fór að mála veit ég ekki, ég kynntist honum fyrir þremur árum síðan og þá var hann nýbyrjaður á þessu mjög auðveldur í umgengni. Frá Fredericia fór ég til Byomgaard og ætlaði ég að fá Skúla Magnússon með mér til Arósa og biðja hann að tala inn á plötu á þeim 18 eða 20 málum, sem ’hann kann. Þeim, sem ekki kannast við Skúla Magnússon vil ég benda á viðtal við hann, sem birtist í Vísi fyrir tæpum þremur árum, ég endurtek ekkert af því, sem þar er sagt. Þótt Skúli vildi allt fyrir mig gera vildi hann ekki með neinu móti tala inn á plötu. Hann kvað sér meinilla við þessa óhræsis „mekanik,“ hún eyddi öllum á- huga fólks fyrir tungumálanámi, en það er honum öllum fræðum hjartfólgnara sem von er. Ég benti honum á, að hann væri ekki sjálfum sér fullkomlega sam- kvæmur því hann hefði þó viðtæki í stof- unni sinni. Hann viðurkenndi það, en kvaðst mega til að hlusta á ýms mál og einnig á gleðina í hljómlistinni í útvarp- inu. Hlédrægari maður en Skúli mun vandfundinn, hann kvað það ekkert merki- legt þótt hann hefði nokkra nasasjón af nokkrum tungumálum, það hefðu svo margir og það væri miklu betra að eiga plötu með tafi Serba, Rúmena, Grikkja, ítala, Rússa, Finna o. s. frv. en þótt hann færi að þylja eitthvað á þessum og öðrum málum, sem hann kann á plötu. Þessi gamli ferðagarpur, sem hefur ferðast um svo að segja öll lönd Evrópu kvast líka vera orðinn latur svo hann skirrðist við öllum ferðalögum. Skúli er nú 74 ára gamall, 6 ára fór hann til Hafnar og ólst þar upp til 15 ára aldurs, þá kom hann heim og tók stúd- entspróf í Reykjavík 17 ára gamall. Á þeim árum borðaði Skúli hjá Hall- dóri Friðrikssyni yfirkennara. Halldór tók Skúla oft með í heimsókn til Gríms Thoms- ens á Bessastöðum, en Grimur var kvænt- ur afasystur Skúla systur Péturs í Reykja- hlíð. Halldór vildi ekki fara einn til Bessastaða og sagði hann þá jafnan: „Afa- systur þína langar víst að sjá þig.“ „Við fórum ríðandi til Skerjafjarðar,“ sagði Skúli, „þar var maður, sem setti okkur yfir á bát. Grímur eyddi ekki mörgum orðum við strákpatta eins og mig, hann var sem kunnugt er lengi í utanríkisþjón- ustunni dönsku, enda var því líkast, að hann væri að veita mér áheyrn að kon- ungasið þegar hann talaði við mig. Stund- um ávarpaði hann mig á spönsku eða frönsku og bætti þá jafnan við „Þetta skil- ur þú ekki strákur, þið lærið aðeins að lesa mál í skólunum, en ekki að tala, svo námið er að litlu gagni." 1 þessum orðum Gríms voru sannindi enda hafa málakenn- arar nú að mestu horfið frá því að kenna tungumál upp á gamla móðinn.“ Ég hafði meðferðis nokkrar úrvalsmynd- ir að heiman, sem Þorsteinn Jósepsson hafði tekið, sýndi ég Skúla þær. Ég hef oft sýnt fólki myndir að heiman, en aldrei hef ég séð nokkurn mann athuga myndir eins nákvæmlega eins og Skúla. Stundum urðu honum nærri ósjálfrátt orð af munni en stundum beindi hann þeim til mín. „Þetta andlit er miklu menntaðra en verkið,“ sagði Skúli, þegar hann hafði virt fyrir sér andlit síldarstúlku. „Þetta slétta hörund er hreinasta leikaraandlit, það er ekki um að villast, að hún vinnur við önn- ur störf mestan hluta ársins. tltlending- ur, sem sæi þessa mynd myndi halda, að hún væri að þessu til að fá efni í skáld- sögu um starfið." „Það er gaman að sjá hvernig skógur- inn grær, hér eru tré, sem Tryggvi Gunn- arsson gróðursetti, ég man, að hann vökv- aði þau þegar ég var í skóla. Orfið og ljár- inn eru orðin lengri en í mínu ungdæmi. Svona hafði Skúli sitt við hverja mynd að athuga, en þess á milli sagði hann mér frá hnyttnum tilsvörum nafngreindra og ónafngreindra. Maður nokkur hafði ákveðið að skilja við húsfreyju sína og kvænast annarri. Hann kveið hálfvegis fyrir að tilkynna húsfreyjunni hvað koma skyldi, en kom því þó loks í framkvæmd. Húsfreyja sagði: „Blessaður vertu, þessu hef ég verið að bíða eftir í öll þau þrjátíu ár, sem ég hef verið gift þér.“ Þetta hefði hvorki Hall- gerður né Bergþóra sagt betur, sagði Skúli, en ekki gat hann um nafn konunnar. Eitt sinn var Skjoldborg, danski bænda- rithöfundurinn á ferð í Finnlandi, kom hann þá á lítinn bæ, þar sem sérstaklega vel var frá öllu gengið bæði úti og inni. Skjoldborg spurði hvar eigandi bæjarins væri. „Hann dó með skóflu í hendi,“ var svarið. Skjoldborg kvað enga eina setn- ingu hafa haft meiri áhrif á sig en þessi Skúli Magnússon hefur dvalið í 65 ái í Danmörku að undanskildum þeim mán- uðum eða árum, sem hann hefur eytt í ferðalög víðsvegar í Evrópu. Á Islandi hefur hann verið alls 8 ár, en þar af eru sex, fyrstu ár ævi hans. 14 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.