Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 4

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 4
„GULLFAXl“ yfir Reykjavík. af sínum aLkunna dugnaði. Sumarið 1928 er starfrækt ein fjögra farþega JUNKERS sjóflugvél, en næstu þrjú sumur eru tvær flugvélar notaðar. 1 byrjun eru það út- lendingar, sem annast bæði flugstjórn og eftirlit flugvélanna en síðar taka íslend- ingar við þessum störfum, flugmennimir Sigurður Jónsson og Bjöm Eiríksson og vélamennimir Gunnar Jónasson og Björn Ólsen. Þetta félag, Flugfélag Islands m\ 2, starfar í fjögur sumur, 1928—1931, en verður þá að hætta vegna fjárhagsörðug- leika. Síðasta sumarið, sem félagið starf- aði, varð það fyrir þvi óhappi að báðum flugvélum þess hvolfdi við legufærin, annarri á Reykjavíkurhöfn en hinni á Akureyrarpolli. Áttu þessi óhöpp mikinn þátt í því að félagið neyddist til að hætta störfum. Rekstur félagsins var all umfangsmikill þau ár, sem það starfaði. Flugvélar þess flugu um 180 þús. km., lentu á 40—50 stöðum víðs vegar við landið og með þeim ferðuðust um 2600 farþegar. — Heildar- reksturkostnaður félagsins mun hafa num- ið mn hálfri milljón króna. Nú verður aftur hlé á flugferðum hér á landi um nokkurra ára bil. ’Ýmsir er- lendir flugmenn leggja þó leið sína til Islands á ferðum sínum um Norður Atlantshafið. Nöfn eins og Ahrenberg, Balbo, Cramer, Grierson, Lindbergh og von Gronau eru minnistæð flestum Is- lendingum, sem náð hafa þrítugsaldri. — Hingaðkoma þessara frægu manna hefir vafalítið gert sitt til að vekja, eða a. m. k. halda við, þeim áhuga fyrir flugtækninni, sem nú var að vakna hjá íslenzkum æsku- mönnum. 3. júni 1937 er Flugfélag Akureyrar h.f. stofnað á Akureyri, Hvatamaður að stofnun þess var Agnar Kofoed-Hansen, þá nýkominn heim að loknu flugnámi í Danmörku. Hann mun fyrst hafa reynt að koma af stað slíku félagi í Reykjavik en Reykvíkingar verið vantrúaðir á mögu- leikana með tilliti til fyrri reynslu. Flugfélag Akureyrar hóf starfsemi sína 2. maí 1938 með einni 3—4 farþega sjó- flugvél. Rekstur félagsins gekk vonum framar og verkefnin fóru ört vaxandi. — Snemma árs 1940 varð það óhapp að flug- vélinni hvolfdi á Skerjafirði og laskaðist hún svo mikið að viðgerðin tók marga mánuði. Var þá ákveðið að festa kaup á annarri flugvél af sömu gerð en til þess þurfti aukið fjármagn. Var þess aðallega aflað í Reykjavák og var aðsetur félagsins flutt til Reykjavíkur og nafni þess breytt i Flugfélag Islands h.f. Starfsemi félagsins jókst nú hröðum skrefum. Árið 1942 eignaðist félagið fyrstu tveggja hreyfla flugvélina (8 farþega), og árið 1944 fyrsta Catalina flugbátinn (22 fariþega). Árið 1944 er stofnað hér annað flug- 'félag, Loftleiðir h.f., og byrjar það starf- semi sína með einni /j.ra farþega sjóflug- vél. Strax á sama ári keypti félagið einnig tveggja hreyfla Grumman flugbát. Bæði félögin, Flugfélag Islands og Loft- leiðir, auka svo starfsemi sína jafnt og þétt. F. I. byrjar millilandaflugferðir með Catalina flugvél smnarið 1945 og með 4ra hreyfla leiguflugvélum 1946. Loftleiðir eignast Skymaster-flugvélarnar „Heklu“ 1947 og „Geysi“ 1948 og F. I. kaupir „Gullfaxa“ sama ár. I dag eiga þessi tvö félög samtals 16 flugvélar, eina Skymaster, 5 Dakota, 5 Catalina, 2 Grumman og 3 minni. Saman- lagt geta flugvélar þessar flutt um 290 farþega. Félögin halda uppi ferðum milli Reykja- víkm' og 25 staða innanlands og auk þess til Prestwick, London, Oslo og Kaup- mannahafnar. S. 1. sumar unnu um 160 manns hjá íslenzku flugfélögunum og mun skipting starfsgreina hafa verið þannig: Áhafnir flugvélanna .................... 38 Vélvirkjar ............................. 46 Skrifstofu- og afgreiðsilustörf ........ 36 Yms önnur störf....................... 40 Starfsemi félaganna hefir aukist hröð- um skrefum ár frá ári. Nægir að benda á nokkrar tölur þessu til sönnunar: Árið 1941 voru fluttir 1.062 farþegar en nál. 42 þús. árið 1951. Árið 1941 voru fluttar um 10 smál. af vörum en 1.010 árið 1951. Ái’ið 1941 var flutt um ij4 smál. af pósti en um 115 smál. árið 1951. Árið 1941 námu brúttótekjur um 215 þús kr. en sennil. um 20 millj. kr. 1951 Þessar tölur sýna, svo ekki verður um villst, að flugið er orðinn allverulegur þáttur í samgöngumálum þjóðarinnar. Er nú svo komið, að engin þjóð notar flug- vélar sem samgöngutæki í jafn ríkum mæli og við Islendingar, sé miðað við íbúatölu landsins. Ef til vill var þetta markmiðið, sem hinir framtakssömu land- ar vorir eygðu, er þeir árið 1919, stofnuðu fyrsta íslenzka flugfélagið, sem jafnframt var eitt þeirra fyrstu, sem stofnað var í heiminum. Um það er mér ekki kunnugt, en hafi svo verið, mætti það vera þeim nokkur fróun, að sjá það svo áþreifanlega sannað, að enda þótt tilraun þeirra mis- tækist, þá stefndu þeir þó í rétta átt. Þróun fluglistarinnar hefir verið stór- stíg, og nú er svo komið, að nálega 100 þús. manns ferðast á degi hverjum með flugvélum víðs vegar um heiminn. Vöru flutningar samsvara því að fluttar væru um 1150 smálestir á degi hverjum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar og póstflutningar um fjórðungi þess magns. Þetta eru stórar tölur, þegar þess er gætt, hve ungt flugið er að árum, en þess mun skammt að bíða að þær marg- faldist. Fluginu má likja við fjallgöngu- manninn, sem alltaf eygir hærri hjalla fram undan. Við erum enn við rætur fjallsins. Af þessu litla yfirliti má sjá, að þróun flugsins á Islandi hefur verið stórstíg og furðulega markviss. 4 AKRANES 1

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.