Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 13

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 13
Árið 1919 var Ágúst falin umsjá með stofnun og starfrækslu sorphreinsunar i bænum, ennfremur umsjón með gatna- hreinsun og salernahreinsun. Þar næst var honum falið að hafa á hendi umsjón með sjúkraflutningum, almenningsnáðhusum og eyðingu rotta. Ár frá ári jukust þessi verkefni hröðum skrefum og urðu brátt mjög umfangs- mikil. Samdist þvi svo milli Ágústs og borgarstjóra, að umsjón með götuhreinsun yrði falin bæjarverkfræðingi, og að slökkviliðsstjóri tæki við framkvæmd sjúkraílutninganna. En öll önnur auka- störf hefur Ágúst haft á hendi alla tið, þar til hann lét af embætti 31. júli 1950. þá 76 ára að aldri. Það er eina bótin, að Ágúst hefur alla tið verið ólatur og frár á fæti, því að starf hans hefur verið æði ónæðissamt og stöðugur erill um hinn vaxandi víðáttu- mikla bæ. Aildrei hefur Ágúst þó notað hjól eða bíla, heldur þrammað það allt á tveim jafn-fl)ótum. Þegar heim var. komið voru svo oft stöðug viðtöl og síma- hringingar seint og snemma, svo helga daga sem rúmhelga. Hann segir, að oft hafi fólk verið ósanngjamt og heimtu- frekt um lagfæringar og umbætur, en með þolinmæði og lipurð tókst honum oftast að stilla geðsmuni þess, og með því að uppfylla sanngjarnar kröfur, þegar búið var að koma því í skilning um, hvað væri sanngjarnt og hvað ósanngjarnt, eða hvaða skyldur það ætti sjálft að uppfylla, en engir aðrir. Þegar Ágúst tók við starfinu var Knud Zimsen borgarstjóri. Það kom því í hans hlut að leggja honum lífsreglurnar. Ágúst segir, að Zimsen hafi verið mikill elju- maður og kröfuharður í öllum starfshátt- um, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Hann gat stundum verið nokkuð ákaf- lyndur, en aldrei ósanngjarn. Það fór þvi vel á með þeim öll þau ár, er þeir unnu saman og Zimsen var yfirboðari hans. Ágúst segir, að hann hafi þegið af honum margar góðar leiðbeiningar, sem auðveld- uðu honum starfið og honum beri að þakka. Ágúst segist oft hafa verið spurður að því, hvort sér hafi ekki þótt leiðinlegt að standa i stöðugu nuddi og þjarki við fólk. Þótt ótrúlegt sé, segist Ágúst ekki hafa getað svarað þessu öðru vísi en neitandi. Hann segir, að starfið hafi þroskað hjá sér verulega hæfileika til mannþekkingar, komst hann því fljótt upp á að skilja nokkurn veginn, hvérnig snúast bæri við hverju verkefni, af hvaða stétt eða stöðu sem sá var, sem kröfurnar bar fram. Svo blessunarlega tókst Ágúst að sigla þarna milli skers og báru, að hann heldur að fleiri hafi verið ánægðir en óánægðir *neð afstöðu hans og ákvarðanir snert- andi starf hans. Ýmis trúnaðarstörf o. fl. Ágúst átti sæti i sáttanefnd Reykja- vikur i mörg ár, annað hvort sem aðal- maður eða varamaður. Hann var og mörg ár í fasteignamatsnefnd. Þá var hann einn af 36 stofnendum barnavinafélagsins „Sumargjafar" 22. apríl 1924. Einn af 9 frumkvöðlum að stofnun „Bálfararfélags Islands", og verið í stjóm þess frá upphafi. Þá átti Ágúst frumkvæði að stofnun Starfsmannafélags Reykjavikurbæjar, og var formaður þess fyrstu 5 árin. Hann átti og frumkvæði að, stofnun Styrktar- sjóðs Starfsmannafélags Reykjavíkurbæj- ar, og verið í stjóm sjóðsins frá byrjun. Sjóðseign er nú orðin kr. 80.000.00, og hefur bæjarstjóm tvívegis gefið sjóðnum stórgjafir, á tuttugu og tuttugu og fimm ára afmæli Starfsmannafélagsins. Ennfremur var Ágúst i 20 ár gjaldkeri Styrktarsjóðs verkamanna- og sjómanna- félaganna i Reykjavík. Einnig mörg ár í húsaleigunefnd Reykjavikurbæjar. Sæmd- ur var Ágúst hinni íslenzku Fálkaorðu 1. janúar 1951. Heimili og börn. Þegar Ágúst Jósefsson og kona hans byrjuðu búskap i framandi landi voru þau eignalaus, en þau voru bjartsýn og gerðu ekki hærri kröfur en brýnasta nauð- syn krafði, og voru sammála um að við- hafa strangasta sparnað á öllum sviðum. Með þvi ætluðu þau að eignast smátt og smátt, það sem þau urðu að neita sér um i byrjun. Þetta tókst okkur furðanlega, segir Ágúst, „þvi að konan mín var spar- söm, þrifin og nýtin, og hafði einkar gott lag á því, að gera heimilið vistlegt og að- laðandi. Og alla okkar samverutíð áttum við því láni að fagna, að vera fremur veitendur en þiggjendur." Enn segir Ágúst: „Uppeldi barna okkar hvildi mest á herðum konu minnar, þvi að ég var við vinnu mína fjarri heim- ilinu allan daginn, og oft i ýmsu vafstri utan heimilis eftir vinnutíma. Mér finnst líka, að bömin hafi tekið að erfðum frá henni alla hennar beztu eiginleika, og farnast vel eftir atvikum, hvert i sinni stöðu. Hún var mjög áhugasöm um að börnin stunuðu skólanám sitt af kostgæfni, og nytu þeirra menntunar, sem efni okkar frekast leyfðu." Ég hef fyrir satt, að sambúð þeirra hjóna og heimilisbragur allur hafi verið hin mesta fyrirmynd. Böm þeirra hjóna eru þessi: 1. Kristján Andreas, vélsetjari og verk- stjóri i Steindórsprent i Reykjavik. — Kona hans er Guðríður Jónsdóttir, Þór- arinssonar, steinsmiðs frá Sauðagerði í Reykjavik, ættaður úr Biskupstung- um. Þeirra sonur: Ágúst, kvæntur Sigurlaugu Jónsdóttur úr Reykjavík.- Þau eiga einn son, Kristján að nafni. 2. Ágústa Guðriður, gift Arinbirni Þor- kelssyni, trésmíðameistara, Skaftfell- ingi að ætt. Þau eiga tvö börn: Pálínu Ágústu og Þóri Sigurð. 3. Maria Júlíana Kristjana, gift séra Sig- urði Stefánssyni á Möðruvöllum 1 Hörgárdal. Þeirra börn: a. Sigrún, gift Sigfúsi Einarssyni, stúd. med. Þau eiga tvo syni: Sigurð og Einar. b. Björn. c. Ágúst. d. Rannveig. Móðir Ágústs. Um móður sína segir Ágúst þetta: „Eins og að líkum lætur, get ég ekki sagt neitt um móður mína, uppvöxt hennar og ævi- kjör á þeim árum, sem ahnennt er talið blómaskeið kvenna, þar sem hún var orðin rúmlega fertug þegar ég fæddist, og meira en hálf fimmtug þegar ég man fyrst eftir mér að nokkru ráði. Gu&ríður Guðmundsdóttir, húsfreyja á Belgsstöðum. F. 15. júlí 1833. D. ií. nóv. 1911. Um þetta leyti var hún fyrirvinnulaus blásnauð ekkja, og ég föðurlaus vesalingur á fimmta árinu. En móðir mín var kjark- mikil kona og nokkuð stórlynd að eðhs- fari, sem ekki gat sætt sig við að komast í tölu þurfalinga. Hún var kröfuhörð til sjálfrar sin, og hún var líka kröfuhörð við mig þegar ég komst á legg, bæði til náms og vinnu, en ekki gat ég hugsað mér, að nokkur drengur ætti betri móður, þvi að þótt hún agaði mig nokkuð strangt, var hún samt svo undur blíð og góð þegar hún leiðbeindi mér um orðbragð og hegð- un á bernskuárunum, að ég skyldi að þetta voru lög sem ég mátti ekki brjóta. Fyrir allt þetta hef ég verið henni þakk- látur alla ævi, cg jafnframt hryggur yfir þvi, að ég hafði ekki aðstöðu til að endur- Framhald á siSu 33. AKRANES 13

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.