Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 34

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 34
r H.f. Eimskipafélag Islands: Aöalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags fslands verður haldinn í fund- arsalnum i húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1952 og hefst klukkan 1.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfs- ári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1951 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoð- enda, svörum stjómarinnar og till. til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning íjögra manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendur- skoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt íundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönn- um hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 3.-5. júní næstkom- andi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal- skrifstofu félagsins i Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er, 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 27. maí 1952. Reykjavik, 4. febrúar 1952. Stjórnin. SKRIFSTOFA SÖLUSAMBANDSINS ER I HAFNARHÚSINU Símnefni: Fisksölunefndin Símar 1480 (7 linur) Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda var stofnaS í júlímánuÖi 193 2 rneÖ frjálsum sam- tökum fiskframleiSenda hér á landi. SarnbaridiÖ er stofnað til þess a'Ö reyna dS ná eSlilegu verSi fyrir útfluttan fisk landsmanna, aS svo miklu leyti, sem kaupgeta í neyzfulöndum leyfir. lega , kvika mann, teinréttan, næstum unglingslegan í fasi, berandi með sér snyrtimennskuna, hvar sem hann fer. Ef komið er á heimili hans, blasir við manni lítið, snoturt heimili, þar sem hver hlutur er á sínum vissa stað, allt er hrein- legt og öllu vel við haldið. Ég hef nokkrum sinnum séð ofan í skrif- borð Ágústs, en aldrei séð jafn snoturlega gengið frá öllum hlutinn, og af þvilikri reglusemi sem þar. Miðað við þann frá- gang á hverri bók og blaðsnepli, skjölum og skrifum, sem í fórum hans eru, er hann áreiðanlega tilbúinn að kveðja þetta líf, hvenær sem er. Ráðvendni og reglu- semi hefur áreiðanlega verið ríkur þáttur i lífi þessa — enn -—- unga manns. Þessi „þúsund ára börn“ — sem fædd- ust árið 1874 — og þar í kring, — eru búin að leggja þjóðinni til og lifa mikið blómaskeið. Þótt margir af þeim hafi soltið í uppvextinum, er eins og það sjái lítt á þroska þeirra. En það hafði þrátt fyrii a'llt einn megin-kost í för með sér, — sem margir þeirra viðurkenna, — að þeim var nauðugur einn kostur að læra og láta sér það lynda, að treysta eingöngu á sjálfa sig og sækja allt til sjálfra sín en ekki annarra. Þessi kynslóð hefur því yfirleitt verið nægjusöm, nýtin og notinvirk, bæði fyrir sjálfa.sig og aðra. Hún hefur og lagt furðu mikið til þjóðarbúsins með eigin afrekum, sem oftast fólu í sér fagurt for- dæmi. Þannig er Ágúst Jósefsson einn af þeim, sem innt hafa af höndum mikið og giftudrjúgt starf á langri og farsælli starfs- ævi. tlonum hefur farnast vel, þótt ekki væri „mulið“ undir hann nema í flókann fyrstu daga ævinna. Umhyggja hinnar fá- tæku móður og bænir hennar hafa dugað honum til þessa, og mun svo verða unz yfir lýktir.. Þar mun hún aftur taka á móti honum, — þá fullburða, — og án þess að sáldra á hann a. m. k. jarðnesku hveiti til þess að halda í honum tórunni áfram. Að lokum þakka ég Ágúst vini mínum fyrir góða viðkynningu, og fyrir þægðina að lofa mér að festa þetta á pappír, áður en það var orðið of seint. Hann hefur lifað rólegu, en þó furðu tilbreytingasömu lífi, og reynt í hverju efni að láta gott af sér leiða, og skiptir það ekki einmitt mestu máli? Ég óska honum heilla og blessunar með það, sem eftir er, um leið og mér finnst allt benda til, að hann ætli aldrei að verða gamall. Ól. B. Björnsson. Styðjið og styrkið REYKJALUND. Kaupið happdrættismiða S. I. B. S. 34 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.