Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 15

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 15
Erlendur hreimur heyrist samt ekki i íslenzkuframburði hans. Þar eð hann hefur dvalið lengst meðal Dana gæti verið álitamál hvort tilfinningar hans teldu hann Dana eða íslending. Hann tók þó sjálfur skarið af í þvi máli. Hann sagði: „Ég finn daglega að Llóðið er íslenzkt. Eg er kominn á það stig, að ef ég væri heima myndi fólk sennilega telja mig hálfútlending eins og það gerir hér. Að vísu dregur fólk að miklu leyti ályktanir af 'því, sem það veit. Þegar ég hitti Dana í fyrsta skifti dettur honum auðvitað ekki í hug, að ég sé útlendingur, en hér, þar sem allir þekkja mig líta allir á mig sem hálfgerðan útlending. Hvað móðurmál mitt snertir hefði mér fundizt það blóðug skömm ef ég hefði gleymt því, en það er viljaatriði hvort fólk heldur málum við eða ekki. Ef fólk les lítið gleymist móður- málið furðufljótt, en þá lærist heldur ekk- ert annað mál ahnennilega í staðinn. Þessi gamli málagarpur hefur tvö sið- ustu árin unnið að þvi að semja persisk danskt orðasafn. Það er í fyrsta skipti, sem nokkur maður hefur fengizt við það. Orða- safn þetta og allar bækur sínar ætlar hann að gefa bókasafni í Ryomgaard, en í þeim bæ hefur hann unnið mestan hluta æv- mnar. Skömmu áður en ég fór, fór Skúli að fræða mig um skyldleika málanna og rekja þróunarsögu ýmsra orða. Mig kenndi til, þegar ég kvaddi 'þetta gáfaða góðmenni, mér fannst ég vera að skilja 'við náinn vin a útskeri þótt hann stæði föstum fótum á grænkandi danskri grund. Eins og ís- lenzk börn hafa öldum saman setið við fotskör pabba og mömmu, afa eða ömmu og hlýtt á ókunn fræði, þannig gæti svo að segja gervöll íslenzka þjóðin setið við fót- skör þessa gamla manns og lært af honum margskonar fróðleik, ef við aðeins hefðum haft hann nær okkur. Skapfesta hans og hlédrægni eru áber- andi. Þegar ég reyndi að leiða rök að þvi, að allmiklu máli skipti, að hann tali mn á plötu, sem síðan mætti geyma, sagði hann. „Þú mátt ekki misvirða það við mig landi minn, en hvað þetta snertir vil ég fá að vera í friði." Frá Ryomgaard lá leiðin til Árósa, en þar eru þó nokkrir landar búsettir. Flestir munu kannast við prófessorana Lárus Ein- arsson og Skúla Guðjónsson en margt eldra fólk mun einnig muna eftir frú Helgu Brynjólfsdóttur, dóttur sr. Brynjólfs a Olafsvöllum. Lárus er nú orðinn heims- frægur visindamaður og höfum við af tomlæti og hirðuleysi misst þennan ágætis- »iann burt úr landinu að fullu og öllu. Það er hrapaleg skammsýni hverrar þjóðar að reyna ekki að skapa sínum beztu mönnum a hvaða sviði sem er, svo þolanleg starfs- °g lífs kjör, að þeir neyðist ekki til að vinna sér fé og frama á erlendum vett- vangi. Við Islendingar erum sízt ofhaldnir AKRANES af fjölda framúrskarandi vísindamanna og er því þehn mun sárara að sjá nokkrum þeirra á bak. Vísindagrein Skúla Guðjónssonar er mér svo íjarlæg, að ég skal engann dóm leggja á ágæti hennar né gildi, en hann skreppur svo oft heim, að óþarfi er að segja íslenzkum lesendum frekar frá hon- um að sinni. Helga er sem kunnugt er stálminnug enda á hún ekki langt að sækja það, barst talið að lífinu heima i kring um aldamótin m. a. skólaböllunum i Reykjavík, sem þá voru aðalviðburður.inn í lífi ungu stúlkn- anna í höfuðstaðnum. Þegar leið að skólaballi var kosin skemmtinefnd i skólanum og urðu allir skólapiltar að tilkynna þeirri nefnd hvaða stúlkum þeir ætluðu að bjóða, var þetta gert til þess að stúlkur með vafasömu mannorði lentu ekki á skólaballi. Ef skólapiltar áttu systur buðu þeir þeim, en sveitapiltar buðu dætrum fjár- haldsmanna sinna eða dætrum matsölu- kvenna, þar sem þeir borðuðu. I þá daga rann lækurinn gegnum Lækjargötuna og var grjótgarður við barma hans beggja megin. Þegar pörin komu stóð jafnan mikill mannfjöldi í Lækjargötunni til þess að horfa á. Piltarnir voru hátíðaklæddir, en stúlkur, sem hversdagslega gengu í kjól- um komu í samkvæmis kjólum. Þegar pörin gengu yfir brúna á Lækjargötulækn- um og inn um hliðið að Skólastignum, lék Lúðrasveit Reykjavíkur, sem hafði valið sér stað frainan við menntaskólann. Þetta var allt svo hátíðlegt að við ungu stúlkurn- ar fylltumst hrifningu yfir hátíðleik stund- arinnar. Dúxinn i skólanum átti að færa upp ballið, sem kallað var með elztu dóttur landshöfðingjans. Árin 1901-2 þegar ég var á skólaböllum, voru dúxarnir Jón heit- inn Ófeigsson og Þorsteinn Þorsteinsson fyrrum hagstofustjóri, en elzta dóttir landshöfðingjans var Margrét, sem síðar giftist Guðmundi Björnssyni landlækni. Þegar allir voru komnir inn var skól- anum lokað og marzinn hófst, síðan döns- uðu 4-6 pör í senn fyrsta dansinn. Fyrir og eftir fyrsta dans komu piltarnir tii okkar til þess að panta dansa og skrifuðu þeir þá nöfn sín á ballkortin okkar en við á kortin þeirra. Þegar dansað hafði verið um hríð, var sezt að snæðingi og mælti þá dúxinn á latinu fyrir minni rektors, sem þá var Björn M. Olsen, en rektor svaraði með ræðu á sama máli. Snætt var smurt brauð og gosdrykkir drukknir með. Seinna árið, sem ég sótti skólaball var það haldið í iðnaðarmannahúsinu. I skól- anum hafði ég verið á skauti, en ákvað nú að koma í kjól, og saumaði ég hann úti í bæ. Áður en ég fór á ballið varð ég að sýna Jarðþrúði móðursystur minni, hús- freyju Hannesar Þorsteinssonar þjóð- skjalavarðar kjólinn, sem var skósiður lítið fleginn með puffermum. Þegar frænka sá ermarnar varð henni að orði: „Ætlarðu að vera svona mikið ber?" Ég varð þá að fá mér hanzka, sem náðu upp fyrir olnboga og var saumað ¦ á þá silki- band. Borðdans dansaði ég i þetta sinn við Júlíus Havsteen sýslumann og sat þvi við hlið hans við borðið. Gegnt okkur sat þá Þórunn heitin, sem síðar varð húsfreyja hans, en ekki vissi ég þá að neitt væri á milli þeirra. Þórunn, sem var góð vinkona mín trúði mér fyrir því síðar, að sér hefði þótt svo vænt um að ég tók ekki ofan hanzkana meðan við borðuðum því hún hefði veitt iþvi eftirtekt, að ég hefði lag- lega handleggi. Svona var nú allt strangt í þá daga, nú tekur enginn til þess þó stúlka hafi bera handleggi. Þetta kvöld kom upp eldur í stærsta húsinu í Grjótárþorpinu og brann það til kaldra kola. Við þutum út i sparifötunum til þess að horfa á brunann, en þá var fólk að stramba vatni í skjólum úr brunnum og skvetta á eldinn, hreytti það ónotum í þessa lánleysingja, sem flækst höfðu á vettvang í sparifötunum. Auk skólaballana voru ein þrjú klúbb- böll á hverjum vetri í Reykjavik. Em- bættismennirnir höfðu klúbb og hittust einu sinni í viku til þess að spila. Á klúbbböllin tóku þeir bæði húsfreyjur sínar og dætur með, en buðu auk þess mannborlegum skólapiltum, til þess að dansa við dæturnar. Framan af kvöldini. dönsuðu þó karlmennirnir ýmist við hús- freyjur sinar eða dætur, en þegar frá leið drógu þeir sig í hlé til þess að spila, en piltarnir dönsuðu við ungu stúlkurnar, mæðurnar sátu og horfðu á eins og það var kallað þá. Svona gekk allt lífið umbrota- lítið í Reykjavik aldamótanna. En Helga Brynjólfsdóttir kann einnig að segja frá skuggahliðum aldamótaár- anna. Mér þykir rétt að sleppa öllum nöfn- um úr þeirri frásögn, sem sýnir átakan- lega hversu litils við vorum megnuugir í meðferð þeirra, sem voru andlega sjúkir. Ung stúlka varð fyrir heitrofi og sturlað- ist upp úr því, hún ætlaði að fyrirfara sér, en komið var í veg fyrir það. Síðan var hún alla ævi niðursetningur. Innan um annað fólk var ekki hægt að hafa hana því hún söng oft um nætur og vakti fólk með söng sinum. Byggður var handa henni torfkofi og lá hún þar i heyi með teppisdruslu ofan á sér. Matur var henni borinn i blikkdósum en annars var ekkert við hana gert nema hvað mokað var und- an henni af og til, því að hún hafði ekki rænu á að ganga örna sinna. Á síðustu árum var hún orðin svo kreppt, að hnén voru upp við brjóst, þannig lá hún árum saman i fýlunni í torfkofanum, sem hafði einn glugga á þakinu. 15

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.