Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 32

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 32
Lýsissamlag íslenzkra botnvörpunga REYKJAVlK Sími 7616 (2 línur) STÆKSTA OG FULLKOMN- ASTA KALDHREINSUNAR- STÖÐ A ISLANDI. ****** Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmönnum og kaupfélögum fyrsta flokks kaldhreinsað méS- alalýsi, sem er framleitt við hin allra beztu skilyr&i. ****** 32 líðandi menn í milljónatali. Til hughreyst- ingar og andlegrar lækningar þeim, sem óttinn og vonleysið hefur yfirbugað og rænt allri trú og trausti á Guð og menn. Hér er um óþrjótandi verkefni að ræða. Verk, sem verða ekki unnin nema með persónulegum sigrum þeirra, sem hafa einhvern boðskap að flytja með eigin þjón- ustu, og fyrir traust skipulag þeirra sam- taka, er margfalda þessa iðju, sem efla þarf og auka í öllum klúbbum, sem lönd og álfur tengja saman, hvaða trú eða kyn- flokki, sem félagar þeirra kunna að til- heyra. Ef vér höfum ekki trú á tilgangi eða takmarki þessa merka alheimsfélagsskap- ar, ættum vér ekki að láta telja oss til hans, því að þá erum vér sem'dauðir félagar, lík, sem mengar lífsloftið fyrir þeim, sem annars hafa skilyrði til að lyfta merk- inu hátt, og láta gott af sér leiða á óteljándi vegu. Og þess er nú full þörf í þeim heimi, sem er friðlaus og flakandi í sárum, en með daglegu framferði sínu ákallar sífellt meiri eymd yfir réttláta sem rangláta, yf- ir rika sem snauða, sjúka og heilbrigða, yfir aldraða sem ómálga börn. Ég held, að vér hér í íámenninu, ættum að hafa enn betri aðstöðu til áhrifa en ýmsir aðrir, ef vér erum vakandi yfir hinum réttu tækifærum, og þá fyrst og fremst með þvi að rækja sem bezt hinar fáu félagsskyldur. Ef til vill getum vér líka lært mikið af hverjum klúbb fyrir sig með nánari skipulagðri samvinnu. Með því að sækja fundi hver hjá öðrum eftir því sem færi gefst. Með því að láta ekki dragast úr hömlu að senda mánaðar- bréf, helzt jafnóðum. Þann veg verður efnið ferskara og meira lifandi, og ef það er dregið mikið saman, kemst það ekki að i dagsskránni og verður daufara og líflaus- ara. rlin fersku mánaðarbréf og aðrar fréttir geta einmitt orðið klúbbunum bæði til hvatningar og eftirbreytni og þannig ein af þeim mikilvægu skyldum, sem rækja þarf. Þá er það áreiðanlega til að auka félagsþroska og samheldni að syngja a. m. k. í fundarlok, og þurfa klúbbarnir helzt að eignast sínar eigin söngbækur og syngja mikið. Einnig hefur húsnæðið, mat- ur, og öll umgengni mikið að segja, og þurfa klúbbarnir að vera nokkuð kröfu- harðir við sjálfa sig um þetta atriði. Þá hefur það að sjálfsögðu mikið að segja, að fundarstörf séu vel rækt og fari vel frmn, svo og að félagar komi sér ekki hjá því um of, að flytja erindi, — t. d. starfsgrein- arerindi, — og bjóða i klúbbana efnilegum ungum mönnum, eins og ég hefi minnzt á áður. í heimsmálunum eru veður válynd, það er því rík þörf á, að allir menn og félags- samtök, — eigi síður Rotary-félagar en aðrir, — séu sér þess meðvitandi, að hver einstaklingur, hver klúbbur, hvert land AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.