Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Ján Steinar 1 Við hvaða skóla er Jón Steinar prófessor? 2 Hvað hét bók hans þar sem hann deildi á dómara Hæstaréttar 1987? 3 Um hvaða mál fjallaði starfshópur á vegum ríkis- stjórnar sem hann var skip- aður í 2000? 4 Hvaða veðurfræðingur á eftirlaunum er tengdafaðir Jóns Steinars? 5 Hversu mörg börn á Jón Steinar? Svör neðst á síðunni Lífið er gott Dálkahöfundur Daily Telegraph gerir svart- sýnina að viðfangsefni í blaði gærdagsins. Hann riQar upp ummæli Ing- mars Bergmans sem þol- ir ekki að horfa á gömlu myndirnar sínar og fær sér gönguferð í staðinn. Dálkahöfundurinn, Christopher Howse, seg- ir það betri aðferð að hreyfa sig og anda að sér frísku lofti en að fróa huganum með súkkulaðiáti og versl- anaferðum. „Við erum skrýtin dýrategund með lflcama sem við ráðum illa við og óseðjandi langanir, en lífið er ekki slæmur draumur, heldur er það raunverulegt og fólki ætti að finnast það huggun. Howse mælir með því að fólk einbeiti sér að bjartari hliðum tilverunnar þótt heimur- inn sé viðsjáiverður. Skyr Málið Skyr er hin íslenska útgáfa af mjólkurvörum sem í öðr- jm löndum hafa þróastyfír I ýmist súrmjólk eöa jógúrt. Eiginlegt skyr þekkist óvíða, nema helstí Fær- eyjum. Nafnið „skyr“ er dregið af sögninni „skera" í skilningn- um„skera sig“, sem I þessu tilfelli þýðir„að skiljast að, kiofna", segir i Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal. Það er mjólkin sem„skilst að“ eða „skersig"/' mysu og drafla og úr verður skyr. 1. Háskólann í Reykjavík - 2. Deilt á dómar- ana - 3. Örykjamálið - 4. Páll Bergþórsson - 5. Átta. B E 'O Q >s (U *o ro C o U) E »o E ro »o ai h- Hræddir og trylltir Bandaríkjamönnum hefur tekizt að sameina íraka gegn sér, enda er ástandið í landinu orðið verra en það var á dögum Saddams Hussein. Stríðsglæpa- sveitir bandaríska hersins hafa drepið meira en 10.000 óbreytta borgara, að meirihluta konur og börn. Jafnframt hafa þær svívirt helgidóma múslima. Það hlýtur að valda mörgum íslendingum áhyggjum, að landsfeður okkar skuli ekki játa eins og ýmsir aðrir landsfeður, að þeir hafi á fölskum forsendum verið ginntir til stuðnings við stríðið. Þeir eru því enn aðilar að stríðsglæpunum í frak og ataðir blóði sak- lausra borgara. Sjítar eru meirihlutaþjóð íraks. Þeir voru andstæðingar Saddams Hussein og eru núna andstæðingar George W. Bush. Þeir hafa öld- um saman hatað súnm'ta, sem Hussein studdist við. Nú hefur landstjórn og herstjóm Bandarikjamanna gengið svo fram af sjítum, að þeir gefa blóð til að bjarga súnnítum. Lýsingar á framgöngu Bandaríkjamanna gegn óbreyttum borgumm em smám saman farnar að síast inn í vestræna fjölmiðla. Þær gefa ófagra mynd af hræddum og trylltum morðingjum í einkennisbúningi, sem sjá óvini í hverju fleti, ryðjast inn í íbúðarhús og drepa allt kvikt sem þeir sjá. Þessar aðferðir dugðu ekki í Víetnam og þær munu ekki duga í frak. Þær em dæmi- gerðar fyrir hernámslið, sem hefur misst tökin á stöðunni og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það hefur gefizt upp við að reyna að vinna hug og hjörtu fólks með að byggja upp innviði landsins eftir eyðileggingu stríðsins. Fólk verður ekki frelsað með því að drepa ástvini þess. Fólk verður ekki fengið til að snúast til fylgis við vestrænt lýðræði með því að svívirða gróna siði þess og venjur. Fólki verður ekki snúið til fylgis við málstað með neinum þeim aðferðum, sem bandaríski herinn hefur í vopnabúri sínu. Fyrir innrás var írak ekki Iengur hættulegt nágrönnum sínum, hvað þá Vesturlöndum. Eftir eins árs hemám er landið orðið að gróðrarstíu ofsatrúar og haturs, uppsprettu hryðjuverka framtíðarinnar á Vesturlönd- um. öll er sú ógæfa að kenna krossferð trú- arofstækismanna í stjóm Bandaríkjanna. Trúarofstækismenn hafa tekið völdin í heiminum, kristnir, gyðinglegir og íslamskir. George W. Bush og Tony Blair em af þessum toga eins og Ariel Sharon og Moktada-al- Sadr. Ef Bush heldur velli í næstu kosning- um, mun þetta skelfilega ofstæki halda áfram að valta yfir okkur af auknum þunga. Við verðum að spyrja aftur og aftur þeirrar spumingar, hvort við eigum að halda áfram að styðja ragnarök ofstækis eða leggja lóð okkar á vogarskál almenns trúarbragðafriðar. Jónas Kristjánsson Að telja bara „EINU SINNI VAR ÍSLENSKUR MAÐUR sem taldi að lífíð værí allt fullt af tvenndum, annað hvorí færí maður norður eða suður, upp eða niður, til hægri eða vinstri, það væri enginn millivegur fær. Þeir sem fóru aðra leið en þessi maður voru andstæð- ingar mannsins - eitruð peð og oddamenn sem ævinlega höfðu eitt- hvað annarlegt í huga. Maðurinn lifði eftir þessari forskrift áratugum saman. Engu skipti þótt heimurinn breyttist á ógnarhraða og allt væri í heiminum hverfult og nýjar kyn- slóðir yxu úr grasi sem aldrei höfðu lifað eftirsömu forskriftum ogmað- urinn hafði gert. “ Svo segir Eiríkur Guðmundsson bókmenntafræðingur og umsjónar- maður Víðsjár á Rás 1 í nýrri bók, 39 þrep á leið til glötunar þar sem hann veltir fyrir sér íslenskum veruleika frá mörgum hliðum. Þetta er skemmtileg bók sem við leyfum okkur að vitna hér í með örlitlum styttingum. Maðurínn brosti sjaldan og skellihló aldrei nema helst þeg- ar hann rakst á gömul skjöl sem honum þótti sanna að hann hefði alítaf haft rétt fyrirsér en andstæð ingar hans ekki. upp ítréð ogsagði: Þetta eru þá íþað minnsta tvölið. Maðurinn ogkonan létu málið niður falla og fóru að tala um fagrar listir og stílsnilldina hjá Laxness. SÍÐflR var maðurinn á göngu um Öskjuhlíðina þegarhann mætti öðr- um manni. Maðurinn spurði hinn manninn: í hvoru liðinu ert þú? Og hinn maðurinn svaraði að bragði: Ég veitþað ekki. Maðurinn mætti síðan öðrum manni ogenn öðrum, ogsíð- an enn öðrum, og allir sögðust þeir sem á vegi mannsins urðu, ekki vita íhvoru liðinu þeir væru. Það varfar- ið að þyrma yfir okkar mann, hann ráfaði niður í Vatnsmýri og var nú nokkuð af honum dregið, hann var orðinn reikull í spori og þótt hann væri í skóhlífum rann hann til í hálkunni. Getur verið að heimurinn hafi breyst, hugsaði maðurinn, getur verið að íheiminum séu ekki lengur aðeins tvö lið heldur eru þau hugs- anlega miklu fleiri og þá allt saman í bölvaðri óreiðu? Getur verið að heimsmynd mín sé röng og heimur minn að hrunikominn?" ÞESSI 0RÐ Eiríks Guðmundssonar eru tilvalin hvatning til þeirra sem hafa hneigst til þess að flokka heim- inn og sjóða veruleikann niður, til að opna augun og njóta fjölbreytninnar sém líftð hefur upp á að bjóða. Rausað á rauðu Ijósi þú? Og ef viðkomandi gat ekki svar- að spurningunni, sagði maðurinn: Þú ert þá í hinu liðinu. Og síðan strunsaði hann burt. Þegar litasjón- varpið kom horfði hann áfram á Prúðuleikarana og umræðuþættina ísínu svarthvíta tæki, og hafði mest gaman afsænska bakaranum. EINN DAGINN SAT MAÐURINN með konu sinni undir fallegu tré og á greinunum fyrir ofan þau sátu fímm lidir fuglar og sungu. Konan spurði þá manninn: Hvað eru fuglamir í trénu margir? Maðurinn leit upp og svaraði að bragði: Þeir eru tveir. Nei, sagðiþá konan þeir eru fímm, sérðu það ekki, einn tveir þrír fjórir fímm. Maðurinn leit þá aftur Ég fer yfir á rauðu ljósi og lögreglan stöðvar mig. Á ég þá bara að segja: tja, ég tel að þessi lög sem þið farið eftir séu nú bara barn síns tíma ...? Hætt er við að laganna verðir myndu láta mig blása í blöðru í kjölfarið á slíku rausi. Þetta eru einfaldlega landslög og ekki í mínum verkahring að ákveða hvenær mér henti að fara eft- ir þeim, til þess er ég ekki bær. Þetta skilja allir. Björn Bjarnason [dómsmálaráðherra] er ekki hafinn yfir lög og rétt... Guðmundur Andri Thorsson íFréttablaðinu ígær. 0KKUR ÞYKIR EIRÍKUR hitta nagl- ann á höfuðið þegar hann talar um að menn hneigist um of til að skipta mönnunum í tvö lið, annað hvort ertu með okkur í liði eða ekki. Sjálf- skipaðir sérfræðingar í þessum fræðum fiokka menn og ákveða hvort þeir hallist meira í austur eða vestur, til vinstri eða hægri, upp eða niður. Lesið er með sérstökum gler- augum í öll verk mannanna. Dóm- urinn er endanlegur, menn halda sig í skjóli vina sinna og finna fólki ekk- ert verra til foráttu en að tilheyra hinu liðinu. EIRÍKUR SKRIFAR ÁFRAM: „Okkar maður var dugnaðarforkur en kon- an hans skammaði hann stundum fyrir að hafa helst til lítinn húmor. Slakaðu á, sagði hún við hann, settu plötu á fóninn, fáðu þér kaffísopa. Þetta var ekki að ástæðulausu; mað- urinn brosti sjaldan og skellihló aldrei nema helst þegarhann rakst á gömul skjöl sem honum þótti sanna að hann hefði alltafhaft rétt fyrir sér en andstæðingar hans ekki. Ogþetta voru yfíríeitt göm ul skjöl, mjöggöm - ul. MAÐURINN hafði þann akkilesar- hæl að geta ekki talið nema upp að tveimur. Ef okkar maður hitti mann sem hann hafði aldrei hitt áður spurði hann aldrei almennra fregna, hann rabbaði aldrei um heima og geima, heldur kom sér rakleiðis að efninu, og sagði: í hvoru liðinu ert Fyrst og fremst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.