Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 2004 Sport DV Letta-hópur- inn klár Gylfi Gylfason, landsliðsmaður í handknattleik, unir sér vel hjá þýska félaginu Wilhelmshavener sem hefur komið á óvart í þýsku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur framlengt samninginn við félagið um tvö ár og er bjartsýnn á framtíðina. Ásg eir Sigurvinsson og Logi Olafsson, landsliðs- þjálfarar íslands í knattspyrnu, tilkynntu í gær 22 manna hóp fyrir vináttulandsleik gegn Lettumí Rigaþann28. apríl næstkomandi. Þrír menn eru í hópnum sem léku ekki gegn Albönum, þeir Arnar Grétarsson, Helgi Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson. Hópurinn er skipaður þannig: Árni Gautur Arason og Kristján Finnbogason eru mark- verðir. Aðrir leikmenn eru Arnar Grétarsson, Hermann Hreiðarsson, Helgi Sigurðsson, Þórður Guðjónsson, Brynjar Gunnarsson, Tryggvi Guðmundsson, Arnar Viðarsson, Pétur Marteins- son, Eiður Smári Guðjohn- sen, ITeiðar Helguson, Jóhannes Guðjónsson, Ólafur Örn Bjarnason, Indriði Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, ívar Ingimars- son, Marel Baldvinsson, Gylfi Einarsson, Hjálmar Jónsson, Veigar Páll Gunnarsson og Kristján örn Sigurðsson. Arnar Grétarsson er leikjahæstur í hópnum með 64 leiki en Kristján er með fæsta, tvo. Dýr skallihjá Knight? Enska knattspyrnusam- bandið ætlar að skoða atvik sem kom upp í leik Black- burn og Fulham. Zat Knight, varnarmaður Fulham, virtist skalla fram- herja Blackburn, Jon Stead, með þeim afleiðingum að Stead lá óvígur eftir. Atvikið fór fram hjá dómara leiksins, Mike Dean, og því hefur enska sambandið beðið um myndbandsupp- töku af leiknum svo þeir geti skoðað atvildð almennilega. Kínverji til Chelsea? Chelsea hefur ákveðið að taka kín- verska táninginn Hao Junmin, 17 ára, til reynslu I tvær vikur. Junmin þykir einn efnilegasti leikmaður Kínverja og vakti athygli á HM U-17 ára lands- liða. „Hann kom til Chelsea á mánudag og meira get ég ekki sagt ykkur," sagði Zhang Yifeng, framkvæmda- stjóri Tianjin Teda sem Junmin leikur með. Gylfi og félagar eru að ljúka sínu öðru ári í efstu deild og eru í tölfta sæti af átján liðum þegar aðeins sex umferðir eru eftir af mótinu þannig að þeir eru nokkuð öruggir um að halda sæti sínu í deildinni. Félagið hefur styrkt grunninn á þessum tveim árum og það var ekki erfið ákvörðun hjá Gylfa að framlengja samn- inginn þegar tilboðið barst. „Þetta var tveggja ára samningur sem ég gerði við félagið," sagði Gylfi í samtali við DV Sport í gær. „Hann er betri en sá sem ég hafði þannig að ég get ekki kvartað. Ég er mjög sáttur." Gylfi hefur slegið rækilega í gegn á þessari leiktíð og skorað 95 mörk. Hann er fjórði markahæsti íslendingurinn í bundesligunni á eftir Jaliesky Garcia, Guðjóni Val Sigurðssyni og Snorra Steini Guðjónssyni. Hann er einnig fjórði markahæsti leikmaður Wilhelms- havener. Áfram hjá Wilhelmshavener Gylfi Gylfason verðuráfram hjáþýska félaginu Wilhelsmhavener næstu tvöárín hið minnsta.Hann sésthéri baráttunni með islenska landsliðinu i æfingaleik gegn Sviss fyrir EM i janúar. Tekið stórstígum framförum „Ég get ekki neitað því að mér hefur gengið mjög vel. Eg hef tekið stórstígum framförum frá því ég fór til Þýskalands og í raun batnað á hverju ári. Ég hef skorað meira í ár en venjulega og hef einnig verið að nýta mín færi mjög vel,“ sagði Gylfi en gengi liðsins hefur einnig komið þægilega á óvart. „Það hefur eiginlega allt gengið upp hjá okkur í vetur. Menn áttu ekkert von á miklu ffá okkur og því höfum við gert mun betri hluti en menn áttu von á fyrir tímabilið." Það fer ekki mikið fyrir stór- stjörnunum í liði Wilhelmshavener en liðið er jafnt og menn bæta hver annan upp. Stjórn félagsins hefur styrkt grunninn á síðustu árum og nú er stefnan að gera enn betur og fara hærra upp töfluna. „Þegar við fyrst komumst í efstu deild var takmarkið fyrst og ffemst að hanga uppi enda hefur liðum sem hafa komið upp gengið erfiðlega af festa rætur í bundesligunni. Það gekk eftir og því voru menn kannski aðeins of bjartsýnir fyrir þetta tímabil en stefnan var tekin á að vera á meðal tí'u efstu. Menn áttuðu sig þó fljótlega á því að það var mjög óraunhæft markmið en frammi- staðan hefur engu að síður verið góð og eins og ég segi betri en menn áttu von á. Við erum ekki langt frá fallsvæðinu en ég tel að við séum nokkuð öruggir," sagði Gylfi en mildll handboltaáhugi er í Wilhelmshavener og oftar en ekki uppselt á heimaleiki liðsins. Oft uppselt „Höllin okkar tekur 2.300 manns og við emm með um 2000 manns að meðaltali í vetur. Fólk hefur síðan tekið vel við sér undanfarið og það er búið að vera uppselt á síðustu heimaleikjum sem er mjög ánægjulegt enda veitir ekki af stuðningnum í baráttunni. Gylfi var í sautján manna hópnum sem fór á EM í Slóveníu í janúar. Þar mátti hann bíta í það súra epli að vera ekki skráður til leiks og því horfði hann á martröð liðsins úr áhorfendastúkunni. Hann segist engu að síður vera reynslunni ríkari eftir að hafa farið með hópnum á stórmót og hann er ákveðinn í að tryggja sér sæti í landsliðshópi Guðmundar Guðmundssonar fyrir Ólympíuleikana. Ætla á ÓL „Vissulega var erfitt að fylgjast með úr stúkunni en að sama skapi var það lærdómsríkt. Þar fékk maður nasaþefinn af því hvernig er að spila á stórmóti og ég er staðráðinn í því að komast með til Aþenu. Það er draumurinn. Ef ég held áfram að standa mig vel þá á ég jafn mikla möguleika á því og hver annar," sagði Gylfi Gylfason. henry@dv.is „Ég get ekki neitað því að mér hefur gengið mjög velí vetur. Ég hef tekið stórstígum framförum frá því ég fór til Þýskalands og í raun batnað á hverju ári. Ég hefskorað meira í ár en venjulega og hefeinnig verið að nýta mín færi mjög vel." Forráðamenn handknattleiksliðs HK ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir liðið Aðstoðarlandsliðsþjálfari Litháen tekinn við HK Handknattleikslið HK hefur ráðið Litháann Miglius Astrauskas sem þjálfara karlaliðs félagsins næstu tvö árin. Hann mun einnig vera yfirþjálfari yngri flokka. Astrauskas er 36 ára gamall og hefur þjálfað lið í efstu deild í Litháen síðustu fjögur ár ásamt því sem hann hefur verið aðstoðar- þjálfari landsliðsins. „Hann mun endurnýja kynnin við Litháana okkar, þá Rackauskas og Strazdas, en hann þjálfaði þá sem unglinga. Það er heldur ekki útilokað að hann taki með sér einhverja leikmenn frá Litháen. Við erum alveg opnir fýrir því," sagði Hilmar Sigurgíslason, formaður handknattleiksdeildar HK, í samtali við DV Sport í gær. „Hann kemur til okkar í sumar og við bíðum spenntir eftir komu hans." Það er ljóst að með þessari Gamlir félagar Andrius Rac- kauskas, leikmaður HK; mtm éndurnýja gömul kynni vljF*. Astrauskas þvi hann var þjálfari hans þegar hann var unglingur. ráðningu blása HK-menn í herlúðra en þeir ætla sér stóra hluti á næstu árum. Kominn tími á ferskt blóð „Það var alveg kominn tími fyrir íslenskan handbolta að fá nýtt blóð inn. Einhvern með nýjar og ferskar hugmyndir. Við teljum okkur vera að blása lífi í íslenskan handbolta með þessu. Hann verður í hundrað prósent starfi hjá okkur og mun þjálfa yngri flokka og hafa umsjón með yngri flokka starfinu hjá okkur. Við munum nýta hans krafta eins vel og við getum enda væntum við mikils af hans starfi og við ætíum okkur stóra hluti," sagði Hilmar og bætti við að samningurinn fæli í sér möguleika á framlengingu. Astrauskas talar einnig reip- rennandi ensku sem er klárlega mikill kostur. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.