Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 2004 3 Allt gott ef konan er góð Baldvin Berndsen, 61 árs, rekur vídedleigu á horninu á Lönguhlíð og Mávahlíð. Einu sinni rak hann bíla- leigu í Flórída. „Þegar ekkert er að gera fylli ég í hillurnar og hugsa minn gang," segir Baldvin Berndsen, sem rekur vídeóleiguna á hom- inu á Lönguhlíð og Mávahlíð. „Núna var ég að hugsa um grein sem ég las í blaði þar sem einhver heiðursmaður var að líkja þeim saman, bin Laden og Geor- ge Bush. Ég er ekki viss um að það i n 11 a a sé rétt líjá manninum að þeir séu ™ l£kir,“ segir Baldvin, snýr sér frá sælgætishillunni og horfir út á götuna eins og hann sé að skima eftir gesti: „Það er engu líkara en allir séu komnir í sælgætisbindindi eftir súkkulaðiátið um páskana," segir hann. Baldvin er þó ekki aleinn. Við spilakassann stendur dökkklæddur maður á fertugsaldri í strigaskóm og með sólgler- augu um miðjan dag. Ætli hann sé atvinnulaus? Baldvin veit ekkert um það. Tveir kúnnar ganga inn í sjoppuna. Snyrtilegir til fara, eru saman og panta báðir það sama; sígarettupakka og símakort. Sitt hvorn skammtinn. „Ég er búinn að vera hér á horninu í fjögur ár og kann því bara vel. Þó er þetta öðruvísi en í New York þar sem ég var bú- settur í 12 ár og vann hjá Lofdeiðum, Flugleiðum og Hafskipi þar til það sökk. Þá fór ég til Flórída og rak bílaleigu og ferða- skrifstofu um tíma. Hún hét General Rent a Car. Þaðan lá leið- in til Arisóna þar sem ég hjálpaði mönnum við að koma á fót flugfélögum og held að mér hafi tekist að koma tveimur eða þremur á koppinn," segir Baldvin sem saknar ekki skarkala heimsins þótt hann standi einn í búðinni sinni í Mávahlíðinni. „Það skiptir engu hvar maður er ef maður á góða konu. Ég kom heim til að finna konuna mína og eftir það hefur allt verið gott.“ - Eitthvað er þó í heiminum sem ekki er í Hlíðunum? „Kannski Rió de Janeiro. Það er fallegasta borg í heimi. Þangað hef ég komið tvisvar; í fyrra skiptið sat ég ráðstefnu flugfélaga og í að síðara var ég að koma úr golfferð í Suður-Afr- HMn Baldvin Bemdsen í Bónusvideó 1 Lætur hugann reika til Ríóde Janeiro | þegar litið er að gera i Hlíðunum. p fku. Það er hvergi skemmtilegra að spila golf en í Ríó. Ég held að það sé skemmtUegasta borg í heimi." Þegar líður á daginn á Baldvin von á því að fólk fari að koma til að leigja spólur. Þessa dagana leigir hann mest af Master and Commander með Russel Crow. Sjálfan langar hann að sjá brasilísku myndina City of God. Hún gerist einmitt í Ríó þang- að sem hugur Baldvins reikar á stundum þegar lítið er að gera á horninu á Lönguhlíð og Mávahlíð. En það er sjaldan. Spurning dagsins Er Björn boðberi gamalla tíma? Kominn tími á Björn? „Já.Jafnréttislögin hafa réttlætt tilvist sína einmitt íþessu máli. Þetta er spurn- ing um réttlæti. Hingað til hafa karl- menn fengið sérmeðferð. MikHvægt er að kynjahlutfallið sé jafnt meðal hæsta- réttardómara. Valgerður Bjarnadóttir þurfti að segja afsér vegna svipaðs máls - er ekkikominn tímiá Björn?" Hólmfríður Anna Baldursdóttir, skrifstofustjóri miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. „Hiklaust." Guðný Hall- dórsdóttir leikstjóri. „Það er aug- Ijóst að Björn er barn sins tíma." KarlÁgúst Úlfsson, leikari og rit- höfundur. „Altént ekki boðberi nýrra tíma. Mér sýnist rökstuðningur hans og sjónarmið ganga gegn þeim markmið- um sem ég áleit að full samstaða væri um I samfélag- inu: Að hið opinbera ætti að ganga á undan með góðu for- dæmi og leiðrétta kynjamismun sem allt oflengi hefur viðgeng- isthérá landi." Ásgeir Friðgeirsson alþingismaður. „Já, ég held að hann verði að fara eftir lögum í landinu eins og allir aðrir. Og frekar þá að Björn sé boðberi gam- alla tíma frem- ur en lögin. Hann er í slæmum mál- um efhann getur ekki fylgt lög- unum, maðurinn." Hjalti Úrsus Árnason kraftlyftingamaður. Kærunefnd jafnréttismála segir að með skipan Ólafs Barkar Þor- valdssonar í embætti hæstaréttardómara (en ekki Hjördísar Há- konardóttur) hafi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra brotið jafn- réttislög. Árni Gíslason lögmaður segir að skilja megi Björn sem svo að hann vilji leggja jafnréttislög niður og hann sé boðberi gamalla tíma. Sókrates 469-399 fyrir Heimspekingurinn frægi var uppi á mesta stórveldistíma Aþenuborgar þar sem hann bjó alla tíð. Hann var ágætlega stæður framan af og gat sér gott orð í þeim linnulitlu styrjöldum sem Aþeningar háðu á hans dögum. Upp úr miðjum aldri var hann farinn að taka æ meiri þátt í stjómmálalífi borgarinn- ar og um 404 þótti hann sýna mikið hugrekki þegar hann neit- aði að sækja til saka mann sem „hin- um þrjátíu harðstjórum", sem þá réðu Aþenu, var uppsigað við. Hann var þó umfram allt kunnur sem heimspek- ingur og kennari og naut vinsælda sem slíkur. Sókrates setti ekki fram eigið heim- spekikerfi og gildi hans var einkum fólgið í þeim spurningum sem hann setti fram og lýstu reyndar einmitt efa- semdum um slík kerfi. Hann brýndi fýrir nemendum sínum að leita ætíð sannleikans með siðferðið að vopni en hneppa sannleikann þó aldrei í fjötra kerfisbundinnar hugsunar. Árið 399 var hann handtekinn og sakaðm um að spilla æskulýðnum og grafa undan tign hinna fornu guða mVELVIÐ HUNDAR fe LITAUPPTIL . OKKAR. KETTIR LITA HIÐUJRA QKK- UR.SVINLITAAOKK- URSEMJAFNINGJA. WINSTON CHURCHIU. Aþenumanna. Hann varði sig af kappi en var dæmdur til að drekka eiturdrykk og lét þá líf sitt. Frægastí lærisveinn hans var Platón og hann gerði Sókrates að að- alpersónu í þeim „samræðum" sem hann skrifaði um heimspekilegar hugmyndir sfnar. Er fram í sóttí var sá „Sókrates" fýrst og fremst málpípa Platóns sjálfs. Sókrates var kvæntm Xantippu sem var fræg fyrir að vera mikill svarkur. Hún hefiir enda væntanlega þurft á nokkxu viljaþreki að halda til að ala upp tvo syni þeirra hjóna eftir að Sókrates lagði almenna vinnu á hilluna til að sinna heimspekinni og sannleikanum. ÞeirerubræðurRáðh&mnn Qg rithöfundurinn Benedikt Gröndal (fæddur 1924) var um árabil forystumaður iAlþýðuflokknum og var forsætisráðherra I minnihlutastjórn flokksins sem sat í fáeina mánuði 1979- 1980. Hann var síðan sendiherra annað árabil. Gylfi Gröndal (fæddur 1936) er kunnur blaða- maður, ritstjóri og rithöfundur. Hann hefur á seinni árum einkum helgað sig ævisagnarit- un en einnig gefið út Ijóð og fleiri verk. Þeir Benedikt og Gylfi eru bræður. Faðir þeirra varSigurður Guðmundur Gröndal (1903- 1979), sonur Benedikts Gröndal rithöfundar. ER TÖLVAN AÐ GERA ÞIG BRJÁLAÐA(N)? Komdu með gömlu vélina og við ráðleggjum þér hvað gera skal! TASK tölvuverslun rekur stórt og glæsilegt tölvuverkstæði í Ármúla 42. Þar vinnum við með viðskiptavinum okkar - einstaklingar jafnt sem fyrirtæki. Við veitum þér persónulega og góða þjónustu. - Allar helstu uppfærslur, lagfæringar og aðlögun í boði. - Við bjóðum upp á gríðarlegt úrval af hljóðlátum tölvu aukahlutum. - Gerum háværan tölvubúnað lágværan. - Við ráðleggjum þér hvað er best að gera, hvort sem það er að uppfæra tölvuna eða laga hana til. TASK þjónusta er fyrir þig - Við vinnum hlutina með þér ÖÐRUVÍSI TÖLVUVERSLUN TASK Tölvuverslun - Ármúla 42 - s: 588 1000 - www.task.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.