Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 2004
Fréttir DV
Lögreglan á Hvolsvelli
var kölluð til aðfaranótt
páskadags að veitinga-
staðnum Kristjáni X á Hellu
en þar úti á götu höfðu
brotist út hópslagsmál eftir
að búið var að loka veit-
ingastaðnum. Fljótlega
tókst að koma reglu á hlut-
ina eftir að slagsmálin voru
leyst upp en einn var flutt-
ur til minni háttar aðgerðar
hjá vakthafandi lækni. At-
vikið sætir rannsókn hjá
lögreglu. Kjartan Erlingsson
eigandi staðarins segir það
undantekningu að menn
sláist eftir lokun staðarins
og ætíð sé leiðinlegt þegar
slíkt komi upp.
16áraá
stolnum bíl
Aðfaranótt mánu-
dagsins stöðvaði lögregl-
an í Kópavogi bifreið við
Smáralind. Iljós kom að
ökumaður var einungis
16 ára og hafði því ekki
öðlast ökuréttindi. Við
nánari eftirgrennslan
kom svo í ljós að hann
var að auki á stolinni bif-
reið. Bifreiðin hafði verið
tekin ófrjálsri hendi hjá
móður eins farþeganna.
Vasaþjófurá
Vestfjörðum
Tilkynnt var til lögregl-
unnar á ísafirði að mynda-
vél hefði verið stolið úr
vasa eins tónleikagestar
sem var á rokktónleikunum
„Aldrei fór ég suður“ sem
haldnir voru um páskana
að Sindragötu 7 í bænum.
Það mál er til rannsóknar
og óskar lögreglan efdr
upplýsingum frá þeim er
þær geta gefið, t.d. ef ein-
hver hefur séð til þjófsins
taka myndavél úr vasa
áhorfanda á tónleikunum.
Kjartan er manna glaðastur á
góðri stund, mikill húmoristi
og frá honum stafar hlýja.
Skarpgreindur og sér oftar en
ekki aðra fleti á málum en
samferðamennirnir. Betri ráð-
gjafar eru vandfundir. Þá er
Kjartan vel efnaður og þarfþví
ekki að lúta öðrum í þvl efni.
Kostir & Gallar
Helsti galli Kjartans er hversu
bundinn hann er hugarfars-
lega við póiítik Sjálfstæðis-
flokksins. Er það synd að vita
og þykir mörgum miður, sem
væntþykir um manninn, að
svona frjór og leiftrandi andi
sé fastur i kreddum stjórn-
vmálafls afgamla skólanum.
Kanadamenn ætla að veiða 350 þúsund seli vegna þverrandi fiskstofha. 12 þúsund
manns af stað með riffla og spjót. Árni Mathiesen segir engar aðgerðir fyrirhugað-
ar gegn íslenska selnum.
Islensku selirnir
Engar ráðagerðir eru uppi um að íslendingar feti í fótspor
Kanadamanna, sem þessa dagana standa fyrir umfangsmestu
selaveiðum sem um getur um áratugaskeið. „Við fylgjumst vel
með selastofninum hér við land og hann er ekki í slíku magni að
menn hafi verulegar áhyggjur," segir Árni Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra.
„Við teljum þessar
veiðar afar ómannúð-
legar
Kanadamenn hafa gefið 12 þús-
und selaveiðimönnum leyfi til að
veiða allt að 350 þúsund seli og fá
þeir 50 dollara fyrir stykkið.
Fastlega er búist við því að fyrstu
tvo dagana hafi um 140 þúsund sel-
ir verið veiddir.
Engar aðgerðir á fslandi
Arni segir að stofli íslenska útsel-
sins telji um 5.500 dýr og hafi haldist
í þeirri stærð. „Við höfum verið að
nýta útselinn og veitt síðustu árin að
meðaltali 165 kópa og 341 fullorðinn
útsel. Landselurinn telur um 15 þús-
und dýr og stofninn
virtist ekki hafa stækkað síðast þegar
mælt var. Jafnframt virðist
hringormavandamálið fara minnk-
andi. í það heila er staðan ekki slík að
hún kalli á aðgerðir."
Ráðherra umhverfisauðlinda í
Kanada
íslenskir selir Geta
verið áhyggjulausir.
Arni Mathiesen sjávarút
vegsráðherra Selurirw er
ekki vandamál.
segir
að sela-
stofnar
við
Kanada
hafi vaxið
stórlega á
undanförnum
árum en á sama
tíma hafa stofnar
helstu veiðanlegu
fisktegunda hrunið.
Árni Mathiesen sér ekkert
slíkt vandamál uppi á ís-
landi. „Selurinn við ísland er
ekki vandamál og því engar að-
gerðir fyrirhugaðar."
Álbræðsla græðir á tá og fingri
26 milljarða króna hagnaður Alcoa
Stærsta málmfyrirtæki heims,
Alcoa, birti uppgjör fyrsta ársfjórð-
ungs eftir lokun markaða við upphaf
páskanna. Hagnaður fyrirtækisins á
fjórðungnum jókst um 135% m.v.
sama tímabil í fyrra og er góð afkoma
einkum rekin til hækkandi verðs á
áli. Nam hagnaðurinn tæpum 26
milljörðum kr.
Hagnaður á hvern hlut var 41 sent
samanborið við 17 sent árið 2003.
Þrátt fýrir batnandi afkomu var upp-
gjörið eilítið undir meðalvæntingum
markaðsaðila og lækkaði gengi bréfa
félagsins um 2,3%.
Heildartekjur Alcoa jukust um
11% á milli ára í $5,7 milljarða (411
milljarða kr.). Aukin eftirspurn eftir
málmum í heiminum hefltr valdið
miklum hækkunum á heimsmark-
aðsverði á áli og öðrum málmum
síðastliðna mánuði. Álverð á mark-
aði í London var t.a.m. 18% hærra á
fyrsta fjórðungi þessa árs m.v. sama
tímabil í fyrra og 9% hærra en á
fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Ýmsir
aðrir málmar, s.s. kopar og nikkel,
hafa hækkað enn meira að undan-
förnu.
í tilkynningu frá Alcoa kom flam
að 5 af 6 sviðum fyrirtækisins sýndu
yfir 10% aukningu hagnaðar á milli
ára. Stjórnendur Alcoa sögðust eink-
um sjá ffam á vöxt í sölu tfl fyrirtækja
í samgöngugeirum á næstunni, aðal-
lega tfl bílaframleiðenda. Fyrirtækið
áætlar að fjölga framleiðsluafurðum
tfl bílaframleiðenda um 40% á árinu
með samningum við Honda, Nissan,
og fleiri fyrirtæki.
Wade Hughes Einn aftalsmönnumAlcoa.
Hefur ástæðu til að gleðjastyfir afkomu fyrir-
tækisins.
Bannað að berja kópa
Kanadísku selveiðunum, þeim
mestu í hálfa öld, var harðlega mót-
mælt úti fýrir austurströnd Kanada
í gær. Um tólf þúsund veiðimenn,
vopnaðir rifflum og spjótum, héldu
til veiðanna en þetta er mesti kvóti
sem um getur í 50 ár. Veiðimenn-
irnir halda venju samkvæmt til á
ísjökum undan ströndinni og voru í
gær undir ströngu eftirliti mótmæl-
enda sem fjölmenntu á svæðið til
að fylgjast með. Mörgum var heitt í
hamsi vegna veiðanna. „Við teljum
þessar veiðar afar ómannúðlegar,"
sagði talsmaður Ifaw-samtakanna
við fjölmiðla. Mótmælendur hvöttu
í gær fólk til að sniðgangar
kanadískar vörur í mótmælaskyni.
Kanadísk yfirvöld segja aftur á
móti að veiðarnar séu réttlætanleg-
ar út frá sjónarmiði náttúrunnar.
„Við byggjum veiðarnar á vísinda-
legum rannsóknum. Selastofninn
hefur vaxið og nemur
nú um 5,2 milljónum
dýra. Það er þriðjungi
meira en í byrjun átt-
unda áratugarins," sagði
talsmaður stjórnvalda við
fjölmiðla í gær. Kanada-
menn eru almennt hlynntir
veiðunum svo fremi sem
mannúðlegum aðferðum er beitt.
Þannig hafa yfirvöld til dæmis
bannað veiðar á kópum sem eru
yngri en tólf daga og sala á hvítu
selskinni er bönnuð. Samkvæmt
veiðireglum ber að skjöta selinn en
ekki berja til ólífis eins og tíðkaðist
á síðustu öld.
Innbrot á Eyrar-
bakka
Brotist var inn í sex biffeiðar á
Eyrarbakka aðfaranótt skírdags.
Meðal annars var stolið útvarps-
tækjum, geisladiskum, radarvara
og ýmsu öðru smálegu. Sömu
nótt var Pajero-jeppa stolið þar
sem hann stóð ólæstur með lykl-
um í við Nesbrú á Eyrarbakka. Að
sögn lögreglunnar á Selfossi
fannst jeppinn í Reykjavík tæp-
um sólarhring síðar þar sem sást
til tveggja manna sem voru að
búa sig undir að stela hjólhýsi.
Lögreglan í Reykjavík er með
þann þátt málsins til rannsóknar.
Grunur er um að annar mann-
anna tengist innbrotunum í bif-
reiðarnar á Eyrarbakka og þjófn-
aðinum á jeppanum og sá þáttur
málsins er til rannsóknar hjá lög-
reglunni á Selfossi.