Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 2004 15 Hundadómarinn Hans Áke Sperne verður með ræktunarnám- skeið á vegum Hundaræktarfélags íslands laug- ardaginn 17. apríl nk. Um er að ræða eins dags námskeið sem kostar 3.800 kr. Greiðsla þarf að fylgja skráningu og er aðeins fyrir félagsmenn í HRFÍ. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla þá sem standa í að rækta, hve lítið sem það er, að mæta og fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í ræktunarmálum. Skráning er í gegnum skrifstofu félagsins. Kettir geta orðið tæp 20 kíló þótt smáir séu. Til dæmis var sex ára gömlum þýskum ketti bjargað frá eiganda sínum á dögunum en hann var hvorki meira né minna en 18.5 kiló. Það telst vera um sexföld meðalþyngd katta. Kötturinn, sem heitir Mikesch, gat ekki gengið nema fjögur skref í einu, ekki þvegið sér og tæpast andað. Honum höfðu verið gefin um það bil tvö kíló af mat á dag. Búast má við að megrunin sem Mikesch gengst nú undir í dýraathvarf- inu verði honum erfið til að byrja með en hann á vafa- laust eftir að verða þakklátur þegar hann fer að geta hlaupið um grónar grundir. Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin okkar í DVáhverjum miðvikudegi. bergljot@dv.is Dýraverndunarfélag íslands Leggur áherslu á það á heimasíðu sinni að hver sá, sem verður var við að dýr sé sjúkt, iemstrað eða bjarg- arlaust að öðru leyti, skuli veita því um- önnun. Skal hann gera lögreglu eða dýralækni viðvart, eins fjótt og unnt er. Náist ekki til þeirra og ætla má að sjúk- dómur eða meiðsl séu banvæn, er heimilt að deyða dýrið, ef það þjáist mjög en tilkynna skal það til lögreglu, strax og færi gefst. Kettir fyrir 9.500 árum Talið hefur verið að kett- ir hafi fyrst verið tamdir í Egyptalandi fyrir 4.000 árum. Sú kenning er nú fall- in um sjálfa sig eftir að á Kýp- urfannst ævaforn gröf þar sem maður hafði verið grafinn með bæði hund og kött sér til fylgd- ar. Talið er víst að dýrin hafi átt að vera manninum til halds og trausts í landi hinna dauðu. Gröfin er 9.500 ára p- gömul svo saga katta sem húsdýra gjör- breytist við þessa uppgötvun. Köttur- inn er villiköttur (eins og á myndinni hér til hliðar), töluvert stærri en húsköttur, en þeir komu fýrst komið fram í Eg- yptalandi þegar Egyptar kynbættu ketti sem tamdir höfðu verið til að hafa hemil á músum. Villtir kettir vom ekki í náttúrunni á Kýpur og því ljóst að þeir hafa verið fluttir þangað af mönnum. Át eitur og dó Ekki alls fyrir löngu veiktist hundur og dó vegna þess að hann hafði komist í eitur, að öllum líkindum rottueitur. Ef grunur leikur á að dýr hafi étið eitur, farið strax með það til læknis. Það er alltaf von. I t ií I- ll | 1 11 j j {l Rökkvi Rökkvi er fjögurra mán- aða, eigandi hans er Sævar Hallvarðsson tæknimaður hjá Svari sem búsettur er í Mosfellsbæ. „Við fengum Rökkva þegar hann var 10- 12 vikna og hann hefur stækkað tals- vert síðan og dökknað á feldinn. Hann er mjög ljúf- ur og þægilegur, kemst sjálfur út um lúgu sem sér- staklega er gerð fyrir hann. Garðurinn er girtur svo hann fer sér ekki að voða en þessar kjöraðstæður gera það að verkum að hann varð mjög fljótt hús- hreinn," segir Sævar sem ásamt eignkonu sinni, Ernu, og dóttur er afskap- lega ánægður með Rökkva. Smári Kristjánsson keypti nokkra fiska fyrir aldraðan föður sinn fyrir nokkrum árum. Hann erfði fiskana og þeir eru nú til skrauts hjá honum í Mosfellsbænum. „Ég keypti fyrst fiska fyrir aldraðan föður minn sem bjó einn eftir að móð- ir mín lést,“ segir Smári Kristjánsson sem hefur lengi verið með fiska í búri og haft ánægju af. Faðir hans, Kristján, var orðinn há- aldraður og leiddist oft á daginn. „Hann fór ekki lengur út og var heima meira eða minna. Ég varð þess var að hann hafði gaman af að fylgjast með fiskum þegar ég fór einhverju sinni með hann til læknis þat sem var stórt fiskabúr. Því keypti ég nokkra fiska og búr og hann gat setið lerigi, lengi fyrir framan búrið og velt fyrir sér atferli þeirra. Þegar hann lést tók ég búrið til Hamingjusamir fiskar synda frjálsir um Þeir fá súrefni I gegnum dælu en búrið þarf að hreinsa reglulega. mín og hef haft það síðan," segir hann. Smári kaupir reglulega nýja fiska og bætir í búrið. Hann er í útlöndum á vetuma og þá er lágmarksumhugsun um fiskana á meðan. Hann segir að þeim sé reglulega gefið að borða en það sitji á hakanum og bíði hans að hreinsa búrið. „Já, það var orðið óhreint þegar ég kom heim og hluti fiskanna dauður. Ég keypti því 30 nýja neonfiska. Ég held að þetta séu það sem kallað er heitsjávarfiskar og ég held að það fari ágætlega um þá. Hvort þeir hafa saknað mín, nei, ég held ekki," svarar hann hlæjandi. „Og þó, það er aldrei að vita, ég sé ekki annað en þeir syndi hamingjusamir um, í það minnsta h'ður þeim vel í hreinu vatninu," segir Smári kankvís og gefur þeim smávegis að borða. Hann segir Smári Kristjánsson við skrautlegt fiska- búrið „Ég er ekki viss um að þeir sakni min mikið þegar ég er I burtu en held að þeir syndi ánægðir um búrið núna." að þeir fái alltaf smávegis á degi hverj- um og það verði handagangur í öskj- unni þegar maturinn komi. „Það er ósköp htið fyrir þessu haft en fyrst og fremst finnst mér fiskarnir og það sem er í búrinu vera til skrauts," segir Smári sem teklur víst að fiskamir eigi lifandi afkvæmi frekar en þeir hrygni. n <1 0 m Mínir hundar og hundarnir í Dalsmynni f hvert sinn sem ég horfi á hundana mína, dettur mér í hug dýrin á Dalsmynni sem lokuð eru inni í búrum allan sólahringinn. Búrum sem eru svo lítil að tæpast er hægt að snúa sér við í þeim. Hver hundur að stærð við mína hafa um það bil einn fermetra til umráða. Þar þurfa þeir að nærast, gera þarfir sínar, hreyfa sig og sofa. Sem sagt, þeim er ætlað að gera í bólið sitt, sem allir hundar forðast að gera. Venjulega vilja hundar ekki einu sinni gera þarfir sínar í eigin garði. í hundana í Dalsmynni er fleygt mat eftir þörfum. Vatnið þeirra er slím- ugt og volgt, feldur þeirra er ekki kembdur og losaðir hnútar sem auðveldlega myndast. Klær þeirra eru ekki klipptar og þeir sjá ekki mun dags og nætur. Klapp og strok- ur er eitthvað sem þeir hafa gleymt að er til. Á meðan þessi vesalings dýr búa við þess- ar aðstæður lifa mínir hundar við bestu hugsan- legu að- stæður. Þeir fá alla um- hirðu, fá að kúra sig í sófanum eða undir sæng hjá mér. Þeir fá gönguferðir tvisvar á dag, vatnið þeirra er kalt og ferskt, þeir fá harðfisk stöku sinnum og síðast en ekki síst njóta þeir nærveru minnar og heimilis- fólksins sem þeim er •w' eins nauðsynleg og að - draga andann. Hvað ætl- um við að láta líðast lengi að þessi hvolpafram- leiðsla starfi áfram? Er ekki kominn tími til að við förum að gera Mfnir hundar njóta umhyggju Þeireru hirtir eitthVað í þessu máli? og fá klapþ og strokur og návist fjölskyldunnar. Bergljót Davfösdóttir Þessi litla þrflita kisustelpa fannst í Kópavogi fyrir skemmstu. Hún er aðeins kett- lingur, rétt 4-5 mánaða og var lítil í sér og hrædd við komuna í Kattholt. Það þarf ekki að spyrja að því að hún er blíð og ljúf og vantar ekki ann- að en gott heim- ili þar sem vel er um hana hugs- að. Svarti og hvíti kisustrák- urinn sem beið eftir heimili í síðustu viku er bú- inn að fá loforð um nýtt heimili og því er aðeins að taka við sér og bjóða þessum yndislega kett- lingi varanlegt athvarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.