Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 Fréttir DV Byrjaður aðvinna Haraldur Noregskon- ungur hóf störf í fyrradag eftir fjögurra mánaða veik- indaleyfi. Konungur greindist í desember með krabbamein í þvagblöðru og fór í kjölfarið í aðgerð sem heppnaðist vel. Hann hefur undanfarna tvo mán- uði safnað kröftum á sólrik- um ströndum Grikklands og í Flórída í Bandankjun- um. Konungur mun sinna skyldustörfum þessa vik- una og á laugardag verður hann svo viðstaddur skírn sonardóttur sinnar, Ingríð- ar Alexöndru krón- prinsessu. Bauð dóp fyrir bíl Maður í Argentínu hefur verið ákærður fyrir að auglýsa fíkniefni í dagblöðunum. Bíl hans var stolið og eftir að hafa boðið dóp í fundarlaun handtók lögreglan hann. Nágranni mannsins sagðist vita hver hefði stolið bílnum og hafði grun um að hann yrði seldur fyrir eiturlyf og því greip maðurinn til þessaa örþrifaráðs. Lög- reglan sagðist skilja til- ganginn en það væri með öllu óheimilt að auglýsa dóp í fjölmiðl- um. Pítsa á 90 sekúndum Sjálfsali sem selur glóð- heitar pítsur hefur verið settur upp í Bournemouth á Englandi. Sjálfsalinn er sá fyrsti sinnar tegundar á Englandi en hann er fram- leiddur í heimalandi pítsunnar, Ital- íu. Pítsan kost- ar fjögur pund og þurfa viðskiptavinir að sýna biðlund í 90 sek- úndur á meðan hún er hit- uð upp. Að sögn nýtur sjálfsalinn þegar mikilla vinsælda. Ípásuíátta ár Leikkonan Farrah Fawcett er byrjuð aftur með fyrrverandi eigin- manni sínum Ryan O’Neal eftir átta ára pásu. Parið hafði verið saman í átján ár þegar þau hættu snögglega saman. Sjónvarpsstjarnan O’Neal greindist með krabbamein árið 2001 og leitaði sér huggunar hjá Fawcett. Krabbameinið er nú í rénun og parið ham- ingjusamt saman. Þó hafa þau bæði tekið fram að gifting sé ekki á næsta leyti því þau vilja fara rólega í sakirnar. Læknar rannsaka kynlífsvanda íslenskra karla. Þrjú þúsund spurningalistar sendir út. Óttar Guðmundsson læknir segir íslenska karlmenn vera svarafáa þegar um er að ræða kynlíf. Karlmenn meö risvanda bera harm sinn í hljóúi Þessi rannsókn er fyrsta sinnar tegundar hér og er mjög mikil- væg,“ segir Óttar Guðmundsson læknir sem stendur fyrir rann- sókn á kynlífsvanda íslenskra karla, ásamt þvagfæraskurðlækn- unum, Guðmundi Geirssyni og Guðmundi Vikari Einarssyni 'og Gesti Þorgeirssyni hjartalækni. Óttar segir að sendir hafi verið út um 3000 spurningalistar til karl- manna á aldrinum 45 ára til 75 ára og þeir spurðir ýmissa spurninga um kynlíf þeirra. Hann segir að lengi vel hafi vandi í kynlífi verið mjög falinn og karlmenn séu frem- ur tregir til að ræða þann þátt lífs síns. Karlmennskan „Ég held að inn í það spili karl- mennskan en vitaskuld tengist ris- vandi henni. Margir karlmenn koma til meðferðar vegna kvíða og spennu sem tengist óraunhæfum væntingum til sjálfra þeirra og samfélagsins sem þeir lifa í. Það tekur aftur stöðugum breytingum og hvetur til að allir falli í sama far- ið. Á sama tíma hef ég komist að raun um að margur karlmaður leit- ar sér ekki lækninga vegna vanda- mála sem tengjast kynlífi af ótta við að vera talinn hallærislegur, getu- laus aumingi. Holdris og karl- mennska eru svo nátengd í hugum margra að þeim finnst þeir vera að dæma sig úr leik með því að viður- kenna að einhver vandamál séu fyrir hendi. Menn bera harm sinn í hljóði og telja sjálfum sér trú um að alít sé í ágætu lagi," segir Óttar. Holdris og karlmennska ná- tengd Hann bendir á að karlmenn komi gjarnan til læknis út af einhverju allt öðru og þegar þeir séu siðan spurðir um kynlífið verði oft fátt um svör. Þetta sé feimnismál því holdris og karlmennska eru svo nátengd í hug- um manna. „Hér á landi er notkun lyfja eins og Viagra mikil og við sem stöndum að rannsókninni viljum kanna með hvaða hætti menn noti slík lyf,“ segir hann og bendir á að þeir viti ekki hvort þeim sé ávísað eða hvort menn verði sér sjálfir út um þau. Kvíði og þunglyndi „Kvíði og þunglyndi eru mjög al- gengir fylgikvillar og það segir sig sjálft að líðan manna sem á við þennan vanda að etja er ekki góð. Oft eru þetta kvillar sem hægt er að lækna mjög auðveldlega, aðeins ef menn eru tilbúnir að ræða þetta án fordóma," segir Óttar og bendir á að bæði sé um lrkamlegar og andlegar orsakir að ræða. Hann hvetur alla karl- menn sem fengið hafa listana í hendur til að skila þeim sem fyrst inn, svo hægt sé að vinna að nið- urstöðum. „Menn þurfa ekki að óttast að þekkjast því við vitum ekki hver svarar hverju," segir Óttar og vonast til að niður- stöður liggi fyrir í maí ef vel gangi að innheimta svör. Holdris og karimennska eru svo nátengd i hugum I margra að þeim finnst , s þeir vera að dæma % sig úr leik með því að viðurkenna að einhver vandamál séu fyrirhendi. - Dr. Óttar Guðmundsson geðsjúkdómalæknir Er einn þeirra sem stendur fyrir rarmsókn a kynlifi karla. ÞaÓ er kai Imonntim fcimnismal ad r.vda hvernig gangi i Imlinu. Yfirdýralæknir á öðru máli en Umhverfisstofmm Neitar að afhenda skýrslu um Dalsmynni „Það er furðulegt að yfirdýralæknir, Halldór Runólfsson, skuli neita mér um skýrslu Gunnars Arnar Gunnars- sonar héraðsdýralæknis um heimsókn hans í Dalsmynni og vísa í 5. gr. upp- lýsingalaga," segir Magnea Hilmars- dóttir sem barist hefur hvað harðast fyrir að farið sé að lögum á hundabú- inu á Kjalarnesi sem hefur verið í umfjöllun flöl- Magnea Hilmars- núðla. Skýrsluna dóttir gerði Gunnar Örn fyrir yfirdýralækni í kjölfar þess að al- varlegar ásakanir um dýraplagerí á Dalsmynni bámst embættinu. í bréfi yfirdýralæknis segir að óheimilt sé að veita almenningi að- gang að gögnum um einka- eða fjár- hagsmálefni einstaklinga sem sann- Bréf yfirdýralæknis til Magneu Einn og hálfur mánuður er siðan hún óskaði eftir henni skriflega ognú fyrst er að berast svar. gjarnt er að leynt fari nema með sam- þykki þess sem hluta eigi að máli. Bent er á að hundabúið Dalsmynni sé einkafyrirtæki. Magnea kannast ekki við að neitt sé í umræddri skýrslu sem varði fjárhagsmálefni. „Ég hef þegar fengið skýrsluna afhenta hjá Umhverf- isstofnun en ég sneri mér þangað þeg- ar mér varð ljóst að skýrslan yrði ekki fengin hjá yfirdýralækni," segir hún. Halldór Runólfsson segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að Magnea hafi fengið skýrsluna hjá Umhverfis- stofnun en hann hafi viljað láta á það reyna hvort hann mætti afhenda skýrsluna. Magnea segir hins vegar að það sé spurning hver sé að hlífa hveij- um í þessu máli. Heiðrún Guðmundsdóttir hjá Um- hverfisstofnim segir að fyrir ári síðan hafi beiðni um sambærilega skýrslu farið fyrir kærunefnd á grundvelli upplýsingalaga og þaðan hafi komið grænt ljós um að leyfilegt væri sam- kvæmt lögunum að afhenda sams konar skýrslu. Kínverjar í bunkum? Samkomulag var undirritað annan í páskum um ferðamál milli íslands og Kína. Eiður Guðnason sendiherra undirrit- aði samkomulagið fyrir íslands hönd og He Guangwei, ráð- herra ferðamála í Kína, fyrir hönd heimamanna. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, sem nú er í heimsókn í Kína ásamt viðskiptasendinefnd, var viðstödd undirritunina. Með samkomulaginu hefst formlegt ferðamálasamstarf þjóðanna. Það gerir Kínverjum kleift að koma I skipulagðar hópferðir til íslands og eyðir þeim vandamálum sem verið hafa á þessu sviði. Er ísland í hópi um það bil 40 ríkja sem hafa lokið við gerð slíks sam- komulags við kínversk stjórn- völd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.