Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus
MIÐVIKUDAGUR 14.APRÍL2004 27
DEAD
i „The Dawn of the Dead"
\ er hressandi hryllingur,
sarinkölluð himnasending.
Þá er húmorinn aldrei langt
undan. Sem sagt eðalstöff"
Þ.Þ. Fréttablaðið
SYND kl. 6
M/ÍSL TALI
kl. 8 og 10.10 B.i. 16
TWISTED
B.i. 16
^^■kl. 6,8 og 10.10
■idliLMti
t'KlAR tKKl IRMflRA PlASS I
HELVfTL MUNU HINIR DAUOU
HEITAKA JÖRÐINA!
Án efa einn besti
spennuhrollur sem
sést hefur í bíó.
REGÍlBOGinn
□□ Do.Iby ÍDDfn&SZ Thx
SÝNDkl. 5.45, 8 og 10.15
[lost in translation kl. 8
|big fish kl. 10.10 j
SÝNDkl. 5.45, 8.30 og 10.40
llHE PASSION OF- "107530,8 og 10.30
| PETER PAN kl. 6 MEÐ ISLENSKU TAU]
LAUGARAS ~ , 553 2075
www.laugarasbio.is
kl. 8 og 10.10
Ár er nú í síðustu Star Wars-myndina.
Þar fáum við að sjá hvernig eitthvert
mesta illmenni kvikmyndasögunnar,
Darth Vader, varð til. Breskt blað
birti fyrir skömmu myndir úr nýjustu
kvikmyndinni sem eiga að vera af
þessum atburði.
Kvikmyndin Nói Albínói heldur
áfram að ferðast um heiminn og fá
góð viðbrögð áhorfenda. Þessa dag-
ana er myndin rækilega kynnt á vef
Apple fyrirtækisins,
www.apple.com, þar sem hægt er
að hlaða niður trailernum af mynd-
inni og lesa hvað aðrir hafa að segja
um myndina. Þetta er mikil kynn-
ing fyrir myndina því á síðuna
koma þúsundir manna á hverjum
degi.
Yankovic
missir báða
foreldra
sína
Fæðing Svarthöfða Breskt blað birti
fyrir skemmstu myndir aftilurð Svarthöföa sem eiga að vera úr
nýjustu Star Wars-myndinni. Menn deila um hvort myndirnar séu falsaðar eða ekki en þær lita iþað
minnsta svona út. Svona d Anakin Skywalker að líta út rétt dður en honum er breytt i Darth Vader.
Miklar umræður fara nú fram á netinu um síð-
ustu Star Wars-myndina sem nú er í framleiðslu
og verður frumsýnd þann 19. maí á næsta ári.
Breskt blað birti nýverið myndir úr síðasta hluta
Star Wars-seríunnar þar sem fæðingu Svarthöfða
eru gerð ítarleg skil. Sumir vilja meina að mynd-
irnar séu falsaðar á meðan aðrir telja þær raun-
verulega vera úr síðustu myndinni. Ekkert hefur
heyrst frá George Lucas vegna málsins.
Svarthöfði soðinn saman
Þótt margir viti ekki nákvæmlega hvernig
Svarthöfði varð til hefur það legið ljóst fyrir í mörg
ár þar sem það kom fram í einni af hinum fjöl-
mörgu bókum sem gerðar hafa verið um ævintýr-
ið. Flestir vita að Svarthöfði, eða Darth Vader, er
einhvers konar vélmenni sem byggt var í kring um
hinn fallna Jedi-riddara Anakin Skywalker. Fæstir
vita þó hvernig Anakin varð að Svarthöfða en það
mun allt skýrast í þriðju og síðustu myndinni sem
kemur út næsta sumar. Hið sanna er að Anakin
berst við læriföður sinn Obi-Wan Kenobi eftir að
Anakin gengur hinum illu öflum á hönd. Há þeir
skylmingaorustu að hætti Jedi-riddara með
geislasverðum sínum hátt uppi á tindi eldfjalls. Sú
viðureign endar með því að Anakin lendir ofan í
eldfjallinu og brennist illa. Þá taka illu öflin upp á
því að breyta því litla sem eftir er af Anakin í vél-
mennið Darth Vader sem síðan veldur uppreisn-
arhernum erfiðleikum líkt og allir aðdáéndur
myndanna þekkja.
Óánægja með Anakin
Talsverð eftirvænting ríkir fyrir síðustu Star
Wars-myndina enda margir búnir að bíða síðan
1977 eftir því að ævintýrið taki enda. Margir hafa
þó verið ákaflega óhressir með nýjustu tvær
myndirnar og hefur leikarinn Hayden Christen-
sen, sem einmitt leikur Anakin á unglingsárum,
fengið mikla og verðskuldaða gagnrýni fyrir léleg-
an leik. Þá hafa margir gagnrýnt George Lucas,
höfund og leikstjóra myndanna, um að vera of
upptekinn af tækninýjungum þannig að gæði
sögunnar hafa fengið að víkja fyrir sprengingum
og tæknibrellum. Fastlega má búast við því að
síðasta myndin verði uppfull af alls kyns tækni-
brellum sem ekki hafa sést áður en gert er ráð fyrir
að myndin muni jafnvel ná að slá aðsóknarmet
þegar hún verður frumsýnd eftir rúmt ár. Síðar á
þessu ári munu upphaflegu Star Wars-myndirnar
þrjár svo að öllum líkindum koma út á DVD
mörgum til mikillar ánægju.
Bandaríski grínleikarinn og
furðufuglinn „Weird" A1 Yankovich
varð fyrir miklu áfalli um páskana
þegar hann missti báða foreldra
sína. Þau Nick og Mary Yankovich
fundust látin á heimili sínu í San
Diego á föstudaginn langa og er
talið að um slys hafi verið að ræða.
Nick, sem var 86 ára gamall, fannst
sitjandi í stól sínum inni í stofunni
á meðan Mary fannst liggjandi á
baðherbergisgólfinu. „Það lítur allt
út fyrir að þau hafi dáið af reykeitr-
un. Það var kveikt í arninum þegar
komið var að þeim og húsið allt
fullt af reyk,“ var haft eftir lögreglu-
stjóranum Conrad
Grayson í San
Diego. A1 Yankovic
hefur hætt vinnslu
á nýrri plötu sinni
vegna þessa en
hann fékk Gram-
my-verð-
launin í
fyrra fyrir
bestu
grín-
plötu
ársins.
Ætlaði að
Jack Nicholson
Varð vonsvikinn
þegarhann
komstaðþviað
engir kastalar
væru d Islandi.
asta
Leikarinn heimsfrægi Jack
Nicholson sagði frá því í viðtali
við Fox-sjónvarpsstöðina fyrir
skömmu að hann stefndi að því að
kaupa sér kastala á íslandi. Nichol-
son hefur undanfarna áratugi verið
að safna kastölum og er stefnan að
eiga sem flesta slíka og á sem flest-
um stöðum í heiminum. f viðtalinu
við Fox sagði Jack frá því hvernig
hann hefði rekist á íslenskan blaða-
slandi
mann fyrir skömmu, sem líklega er
Róbert Róbertsson blaðamaður Séð
og heyrt, og hjá honum fékk hann
upplýsingar um landið. „Það voru
samt vonbrigði að heyra að víking-
arnir hefðu lítið verið fyrir það að
byggja kastala," sagði Nicholson við
Fox. Hann verður því bara að láta
sér nægja að kaupa steinsteypuhús í
Grafarvoginum ef hann ætiar að búa
hér á landi.
Wli'ílétt
Þær sögur ganga núum heiminn að Kylie Minogue sé orðin ófrisk.
Þessar sögusagnir fengu svo byr undir bdða vængi um helgina þegar
Kylie breytti dansrútinu sinni þegar hún kom fram d verðlaunahdtið
i Rotterdam og var óvenju vel klædd d sviðinu.„Við bjuggumst við
þvi að þetta yrði alvöru upþdkoma eins og Kylie er þekkt fyrir.
Hún var aftur d móti ekkert að gefa allt i þetta, hreyfði sig
sama og ekkert d sviðinu en lét dansarana hoppa og
skoppa um allt. Það er eins og hún hafi verið að spara sig,“
sagði einn skipuleggjenda hdtiðarinnar eftir atriði Kylie. Þd
hefur Kylie aflýst nokkrum tónieikum í Bandaríkjunum sem vera
dttu d næstunni. Hvort tveggja þykir renna stoðum undir sögu-
sagnir um óléttu en Kylie hefur ekkert viljað tjd sig um mdlið.