Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL2004 29 Fótboltastjarnan David Beckham hefur haldið fram hjá Victoriu með a.m.k. tveim- ur stelpum. Fyrirsætan Sarah Marbeck segist hafa átt í eldheitu ástarsambandi við kappann þegar Viktoria var ófrísk af seinna barni þeirra. Hún segist hafa sannanir fyrir málí sínu en í Beckham-herbúðunum íhuga menn málaferli. Rebecca Loos „David elskaði að heyra mig lýsa lesbískum kynlífsat■ höfnum mínum." Nú hefur önnur konan komið fram sem segist hafa átt í ástarsambandi við David Beckham. Sú heitir Sarah Marbeck og er 29 ára fyrirsæta. Samkvæmt henni hittust þau Beckham fyrst árið 2001 í partíi og enduðu saman í rúminu eftir aðeins fjögurra klukku- stunda kynni. Hún ætíar að birta alla söguna í næsta hefti News Of The World. Þá hafa fleiri meintar hjá- svæfur Davids Beckham gefið sig fram sem fólk tekur mistrúanlega. Hefur sannanir fyrir samförum Victoria Beckham mun hafa verið ófrísk af seinna barni þeirra hjóna þegar framhjáhald Davids og Söruh stóð sem hæst. Þessi frétt kol- varpar hugmyndinni um ham- ingjusamt hjónaband Beck- ham-hjónanna og þeir sem fyrirgáfu David fyrri mistökin líta nú öðrum augum á málið. Sarah hefur sagt frá hvernig fótboltakappinn tældi hana á sama hátt og hann tældi hina tvíkynhneigðu Rebeccu Loos og í ljós hefur komið að á tímabili sendi hann þeim sömu sms-skilaboðin á sama tíma. Sarah segir enn fremur að þau hafi hist aftur og aftur með nokkurra mánaða milli- bili. „Þetta var meira en bara kynlff, ég veit að ég skipti hann máli. Þegar hann fór með mig í rúmið kyssti hann mig alls staðar. Þegar ég horfði niður sá ég David Beckham kyssa á mér brjóstin. David Beck- ham!" segir Sarah sem hefúr ekki eytt neinum textaskila- boðanna úr símanum sfnum þannig að hún hefur sannanir um framhjáhaldið sem hún gætí vel þurft að opinbera áður en langt um líð- ur. Hún segist hafa verið ástfanginn af Beck- ham í tvo ár og þann tíma hafi David alltaf talið henni trú um að hann myndi hætta með Victoriu og byrja með Söruh í staðinn. Þegar Sarah komst að hinu sanna ákvað hún svo að segja frá og verður öll frásögn hennar í næsta hefti New Of The World. Beckham spenntur fyrir lessunum David og Victoria hafa eytt síðustu dögum á skíðum saman og reynt allt til að sýna blaðamönnum fram á að allt sé í lagi á rniili þeirra. Þeir sem þekkja Victoriu efast ekki um að hún hafi notað tímann til að upp- hugsa hefhd á Rebeccu Loos en þær vom ágætis vinkonur áður en upp komst um framhjáhaldið. Rebecca krafðist 350 þús- und punda fyrir sögu sína en þar kemur fram að þau David hafi meðal annars elskast í sama rúmi og David og Victoria sváfú í. Enn fremur hefur hún sagt frá hvemig Dav- Sarah og David Létu taka myndir afsér áður en þau fóru saman upp á herbergi. m WW Sarah hefur sagt frá hvernig fót- boltakappinn tældi hana á sama hátt og hann tældi hina tvíkyn- hneigðu Rebeccu Loos og i Ijós hef- ur komið að á tímabili sendi hann þeim sömu sms skila- boðin á sama tíma. id hafi elskað að hlusta á hana segja frá lesbísk- um samböndum sín- um. Rebecca er eins og áðurhefur komið fram tvíkynhneigð og David bað hana að lýsa í smáat- riðum villtu kyn- lífi sínu og stelpnanna sem hún hefur verið með. Fótbolta- kappinn ætl- ar að koma fram opin- berlega fljótlega og leiðrétta þær ásak- anir sem fram hafa komið á hendur honum. Sarah Marbeck Hin 29 ára fyrirsæta hefursagt frá ástarsambandi sínu við fótböltakappann. Davtd Beckham Þeir sem fyrirgáfu honum fyrri mistökin líta öðrum augum á hann núna. Stjörnuspá Helgi Eysteinsson, markaðsstjóri hjá Úr- val-Útsýn, er 28 ára í dag. „Umburðar- lyndi getur reynst manninum erfitt um þessar mundir en hann er fær um að vera til fyrirmyndar ef hann hlustar á eigin sannfæringu og lifir í þeirri vit- neskju að það sem j hann sjálfur aðhefst mótar framtíð hans ! alfarið," segir í ! stjörnuspá hans. Helgi Eysteinsson vf\ Vatnsberinn (20.jan.-n. febrj vv ---------------------------- Ekki láta falskar vonir fara með ímyndunarafl þitt. Reyndu að skil- greina alla möguleika áður en þú fram- kvæmir. - FiSkamr (19. febr.-20.mars) Veittu þér frelsi til að skapa og hlustaðu á sálina betur en þú hefur til- einkað þér. Hrúturinn 121.mars-19.aprn> Þú býrð yfir jákvæðri orku til að vera afkastamikil/l en þig skortir jafnvel innilega sjálfsást og því ættir þú að varast það að vera dómharður/dóm- hörð gagnvart sjálfinu og þeim sem þér þykir vænt um. T ö Nautið (20. april-20. mai) n Þú ættir að þiggja þá hjálp sem þér er boðin í þessum mánuði. Stundum áttu það til að vera mjög sjálf- stæð/ur sem er auðvitað mjög jákvætt en fólk á það til að misskilja það þannig að þú viljir ekki aðstoð annarra. Opnaðu faðm þinn og huga gagnvart hlýju ná- ungans í þinn garð ef þú tilheyrir stjörnu nautsins. Tvíburarnir (21. maí-21.júnl) Láttu þrjóskuna ekki hafa áhrif á þig næstu daga og gleymdu aldrei einstökum hæfileikum þlnum. Þú birtist hér dugmikil/l og markviss en þér virð- ist líða illa meðal þeirra sem eru óagaðir og frjálslegir en þú ættir að slaka betur á og losa um tilfinningaleg höft þín. K(Mm(22.júní-22.júlí) Ekki hika við að láta drauma þína rætast á meðan aðstæður gefa þér tækifæri á að framkvæma þá og einnig er minnst á að þú ættir ekki að tileinka þér að líta stöðugt til baka, horfðu fram á við og reyndu að læra af reynslu þinni. Ljónið (23.júli- 22. úgúst) Lífsorka þín er mikil hér og hér kemur fram að þú átt það til að dreifa kröftum þínum það mikið að stundum þverr þig allur máttur. n Meyjan (22. ágúst-22. septj Um þessar mundir ert þú fær um að ryðja úr vegi óyfirstíganlegum hindrunum, hafðu það hugfast. Q Vogin (23.sept.-22.okt.) Hugur þinn er upptekinn hér af einhverjum ástæðum og þú ert minnt/ur á að elska af einlægni ef þú til- heyrir stjörnu vogar. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Ef þú þarft að taka mikilvægar ákvarðanir sem gætu haft varanleg áhrif á líf þitt ættir þú að hugsa þig vel um áður en þú tekur af skarið. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.iies.) Ef þú heldur áfram að eyða orku þinni í tilfinningar fólks í kringum þig er fátt annað en þreyta sem bíður þín. Vertu á varðbergi gegn neikvæð- um samskiptaháttum út aprílmánuð. Þér er einnig ráðlagt að vega og meta hvaða manneskjur eiga skilið að fá að njóta samveru þinnar. ■&y~ Steingeitinp2.fe.-?9./fl>ij Ef þú finnur fyrir einmana- leika ættir þú hvorki að innbyrða innri spennu né gagnrýni sem þú gætir hafa upplifað nýverið. Opnaðu hjarta þitt og njóttu stundarinnar dagana framundan. SPÁMAÐUR.IS *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.