Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 19
DV Sport
MIÐVIKUDAGUR 14.APRÍL2004 1 9
Mexes með
krðfur
Hinn sykursæti varnar-
maður Auxerre, Phillippe
Mexes, hefur varað Liver-
pool við því að hann muni
ekki ganga í raðir félagsins
takist þeim ekki að tryggja
sér sæti í meistaradeÚd
Evrópu. Auxerre staðfesti í
gær að þeir væru búnir að
ná samningum við Liver-
pool um að selja Mexes til
félagsins en til að kaupin
gangi í gegn verður félagið
að standa sig í stykkinu og
ná fjórða sætinu í deildinni.
Ef Liverpool tekst áædunar-
verkið verður Mexes annar
leikmaður Auxerre sem fer
á Anfield í sumar því Djibril
Cisse fer einnig þangað.
Lua Lua vill
til Pompey
Framherjinn með
stutta nafnið, Lomano
Tresor Lua Lua, vill
ólmur gera samning við
Harry Redknapp og
félaga hjá Portsmouth.
Hann er í láni hjá
félaginu þessa dagana
frá Newcastle og hefur
staðið sig vel. Hann
telur sig frekar eiga
framtíð hjá Redknapp
en hjá Sir Bobby
Robson, stjóra
Newcasde.
Barca óttast
Chelsea
Forráðamenn Barcelona
eru skíthræddir um að
Roman Abramovich mætí
með veskið á Nou Camp í
sumar og kaupi Ronaldinho
frá þeim. „Ég óttast mjög að
Roman vilji eyða meiri
peningum og komi með
tilboð sem við getum ekki
hafnað í Ronaldinho," sagði
Sandro Rosell, varafor-
maður félagsins. Talið er að
Roman sé tilbúinn að borga
50 milljónir punda fyrir
Brasilíumanninn snjalla.
Fergie vernd-
ar Ronaldo
Sir Alex Ferguson,
stjóri Man. Utd, mun
halda áfram að taka
Ronaldo úr liðinu svo
hann brenni ekki upp.
„Ef þú spilar leikmanni á
hans aldri of mikið þá
endarðu með þreyttan
hest," sagði Fergie.
„Giggs fékk sömu með-
ferð hjá mér og hefur
enst í 13 ár á toppnum
þökk sé þessari
meðferð," sagði kallinn
hógvær.
Þýska handknattleiksfélagið Wallau Massenheim hefur átt í miklum Qárhags-
örðugleikum síðasta hálfa árið og rambar í raun á barmi gjaldþrots. Með liðinu
leika landsliðsmennirnir Einar Örn Jónsson og Rúnar Sigtryggsson. Einar Örn
segir að ástandið sé erfitt enda fái leikmenn greitt seint og illa frá félaginu.
Lífið hjá Einari Erni Jónssyni, landsliðsmanni í handknattleik, og
fjölskyldu hans í Þýskalandi er ekki auðvelt þessa dagana. Félag
Einars, Wallau Massenheim, hefur átt í miklum fjárhags-
örðugleikum síðasta hálfa árið og sér ekki fyrir endann á þeim
vandræðum. Leikmenn liðsins fengu til að mynda ekki greidd
laun í tvo mánuði í byrjun árs og hafa ekki enn fengið greidd
laun fyrir marsmánuð þegar þetta er ritað, 13. apríl.
„Ég er ekki búinn að fá greidd laun
fyrir síðasta mánuð og við fáum alltaf
sömu svörin sem eru að þessi
styrktaraðili hafi ekki borgað og því
eigi þeir enga peninga," sagði Einar
Örn í samtaíi við DV Sport frá
Þýskalandi í gær.
Það var aðeins í síðasta mánuði
sem félagið greiddi leikmönnum
tveggja mánaða laun sem þeir ádu
inni hjá félaginu. Um leið var öllu
fögru lofað en þegar kom að næstu
mánaðamótum stóð aftur á
greiðslum.
„Maður veit síðan ekkert hvort
þeir séu að segja sannleikann. Þetta
eru verulega erfiðar
aðstæður að búa
við og ég veit
ekki hvað
menn £ liðinu
ætía að gera.
Við erum
búnir að
koma okkar
sjónarmiðum á framfæri og þeir
sögðust skilja þau. Svo koma
mánaðamót og ekkert gerist. Þetta er
alveg ferlegt ástand.“
Getum sagt upp
Einar segir að það sé voðalega Lítíð
að gera við þessu ástandi.
„Það er náttúrulega hægt að hóa í
lögfræðinga og fara í hart. Það er aftur
á móti ekki víst hverju það myndi
skila. Málaferlin myndu eílaust taka
sinn tíma og það er engin trygging
fyrir því að maður fengi eitthvað út úr
því. Ætíi maður vérði ekki bara að sitja
rólegur og vona að málið leysist,"
sagði Einar Örn en hann á eitt ár eftir
af samningi sínum við félagið. Hann'
segir ljóst að hann muni róa á önnur
mið ef málin fara ekki að leysast hjá
Wallau.
„Það er náttúrulega bara
vinnuréttarlöggjöfin sem leyfir manni
t það. Ég er ekkert farinn að skoða það
af neinni alvöm
enn þá. Við
strákarnir í liðinu
erum búnir að ræða
það okkar á milli hvað væri hægt að
gera. Ef við viljum gemm við hreinlega
sagt bara upp fyrst við fáum ekki
greidd laun.“
Fer að líta í kringum mig
Eins og gefur að skilja er ekki mjög
skynsamlegt að segja upp vinnurmi ef
það bíður ekki önnur eftir manni. Einar
segist ekki vera bytjaður að líta í
Leiðindi og launaleysi Landsliðs-
maðurinn Einar Örn Jónsson, sem leikur
með Wallau Massenheim iþýsku
bundesligunni, á ekki sjö dagana sæla
þessa dagana. Félagið er verulega
illa statt fjárhagslega og ræður ekki
einu sinni við að greiða
leikmönnunum laun. Þegar
aprilmánuður er hálfnaður
hafa Einar og félagar ekki
enn fengið greidd laun fyrir
marsmánuð. Einar ætlar að
lita i kringum sig lagist
málin ekki fljótlega.
„Það er rótleysið sem ersvo óþægilegt. Að vita
ekki neitt. Það væri þó betra að vita afeða á.
Það er alveg skelfilegt að vita ekki neitt. Ef
maður vissi hver staðan væri þá gæti maður
að minnsta kosti gert einhverjar ráðstafanir."
kringum sig en það fari nú að koma að
því.
„Ég er ekkert byrjaður enn þá en
það væri skynsamlegt að setja málið í
gang fljótíega. Vita hvort það séu
einhverjir möguleikar í boði ef allt fer
til fjandans hérna. Maður reynir að ýta
þessu frá eins og maður getur og
einbeita sér að boltanum en það er
ekki alltaf auðvelt. Ég vona að málin
leysist því ég á ár eftir af samningnum
mínum og ég vil mjög gjarnan klára
það ár hérna," sagði Einar en
leikmenn em orðnir langþreyttir á
þessum fjárhagsvandræðum.
Trúir vart stjórninni
„Það er haugur af styrktaraðilum
hjá félaginu og kannski er alltaf
einhver sem borgar ekki. En þetta
hefur staðið yfir grunsamlega lengi.
Svo bættist við nýr styrktaraðili í
febrúar en samt breytíst ekkert.
Miðað við þetta trúir maður ekki
alltaf öllu sem kemur frá
stjórnendum félagsins. Það er
spurning hvað menn geta lifað lengi
við slíkt ástand en það hefur eflaust
með þolinmæði hvers og eins að
gera. Svo má ekki gleyma því að
einhverjir leikmenn tóku á sig
launalækkun í haust en þeir fá
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. april 2004 hefst innlausn
á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1991 - 49. útdráttur
3. flokki 1991 - 46. útdráttur
1. flokki 1992 - 45. útdráttur
2. flokki 1992 - 44. útdráttur
1. flokki 1993 - 40. útdráttur
3. flokki 1993 - 38. útdráttur
1. flokki 1994 - 37. útdráttur
1. flokki 1995 - 34. útdráttur
1. flokki 1996 - 31. útdráttur
2. flokki 1996 - 31. útdráttur
3. flokki 1996 - 31. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaóinu
miðvikudaginn 14. apn'l.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
s
Ibúðalánasjóður
Borgartúni 21 T 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 I www.ils.is
„Maður veit síðan
ekkert hvort þeir séu
að segja sannleikann.
Þetta eru verulega
erfiðar aðstæður að
búavið."
ekkert greitt frekar en þeir sem tóku
ekki á sig launalækkun," sagði Einar.
Rótleysið erfitt
Það segir sig sjálft að það er ekki
auðvelt að lifa við þessar aðstæður
þegar menn þurfa að framfleyta
fjölskyldu. Einar viðurkennir það
fúslega.
„Það er rótíeysið sem er svo
óþægilegt. Að vita ekki neitt. Það væri
þó betrá að vita af eða á. Það er alveg
skelfílegt að vita ekki neitt. Ef maður
vissi hver staðan væri þá gæti maður
að minnsta kosti gert einhverjar
ráðstafanir. Þrátt fyrir allt þá hef ég
trú á því að þetta leysist á endanum
en það er spurning hvað sé langt í
þann enda," sagði Einar Öm
Jónsson, landsliðsmaður í
handknattíeik. henry@dv.is