Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 25
Bent Mun ásamt 7Berg gefa út nýja plötu á árínu. Þeir eru þessa dagana á fullu við upptökur. Múm Var að senda frá sér plötu og verður að spila vlða I Evrópu I sumar. DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 25 Með hækkandi sól og hlýnandi veðri fara íslenskir tónlistarútgefend- ur að taka við sér. Þegar hafa nokkrar innlendar plötur litið dagsins ljós og með sumrinu koma nokkrar til við- bótar. Síðan verður sprenging um jól- in eins og venjulega. Síðasta ár var ár rokksins á fslandi. Mínus fór mikinn og átti óumdeilanlega langbestu plötu ársins. Brain Police fékk fínar viðtökur líkt og Botnleðja, Maus og 200.000 naglbítar. Þá var talsvert um elliútgáf- ur og rútusöngva, t.d. Maggi Eiríks og KK sem og ný plata Hljóma. Á sama tíma var h'tið að gerast í raftónlistar- og hip hop-geiranum en það mun vonandi breytast á þessu ári. Lifnar yfir rappinu á ný Þegar þetta er skrifað er ný plata frá múm komin í verslanir og drengirnir í hip hop sveitinni O.N.E. eru nýbúnir að fagna sinni fýrstu út- gáfu. Þetta eru jákvæðar fréttir, sér- staklega þegar litið er til þess hversu lítið var að gerast á þessum vígstöðv- um í fýrra. Það gæti þó farið svo að þetta verði einu innlendu plötumar í raftónlistar- og rappheiminum á ár- inu ef ailt fer á versta veg. Þó em Qu- arashi búnir lofa nýrri plötu með haustinu og svo er Björk auðvitað að vinna að nýju efni sem kemur í búðir í ágúst. Sigur Rós stefnir á nýja plötu en hún verður væntanlega ekki tilbú- in fyrr en snemma árs 2005. Svo hafa strákarnir í Afkvæmum guðanna skipt sér í tvennt og eru farnir að vinna með öðrum aðilum. Þessi tveir hópar ætía að senda frá sér sitt hvora plötuna á árinu og þá ætlar Mezzíaz MC að koma frá sér nýrri plötu fýrr en síðar. Að lokum em Bent og 7Berg þessa dag- ana að vinna að nýju efni sem verður geflð út á árinu. Islenshap útgáf a arinu Björk Sendir frá sér nýja breið- skifu í ágúst og er hennar beðið með eftirvæntingu hérá landi Nýtt frá Fræbblunum Þótt rokkið hafi verið fyrirferðar- mikið í fyrra má búast við nokkrum góðum rokkplötum þetta árið líka. Singapore Sling hafa nýverið lokið upptökum og þá hefur gleðisveitin Lokbrá boðað mögulega útgáfu á ár- inu. Ensími hefur verið að vinna að nýju efni en óvíst er hvort platan komi út á þessu ári eða næsta. Krist- inn Gunnar Blöndal hljómborðsleik- ari sveitarinnar, einnig þekktur sem KGB, mun svo í sumar senda frá sér tvær sólóplötur en tórtíist hans mun þó varla teljast rokk. Mugison kom skemmtilega á óvart með sinni fyrstu Bubbi náttúrlega með plötu fýrir jóhn og síðan er ánægjulegt að segja fr á því að Mezzoforte er þessa dagana í Dan- mörku að taka upp nýja breiðskífu. Ellismellir Mezzoforte em þó ekki einu gaml- ingjarnir í bransanum sem hyggja á útgáfu því nú er breiðskífa Gumma Jóns úr Sálinni komin í búðir og fljót- lega mirnu Geirmundur Valtýs, Brim- kió, Mannakom og ffijómar gefa út nýtt efni rétt eins og Omar Ragnars- son. Túristaplötur munu hka h'ta Megas Skipar Megasukk ásamt Súkkati og ætia þeir að senda frá sér plötu siðará árinu. plötu og ætíar hann að bæta um bet- ur í ár. Það sama má segja um Ske sem mun senda frá sér sína aðra plötu á árinu. Slowblow hyggur einnig á útgáfu og svo Ufnar pönkið aftur við í ár þar sem 25 ár em liðin frá stofnun Fræbblanna og af því tilefni munu þeir gera nýja plötu. Kassagítarvakning Hörðustu rokkarar landsins virð- ast hafa róað sig eitthvað ef marka má þann mikla fjölda kassagítarsveita sem komið hafa fram síðustu mán- uði. Þannig munu þeir Krummi í Mínus og Franz úr Ensími líklega senda frá sér plötu undir merkjum Moody Company og þefr Jenni úr Brain PoUce og Smári Tarfur em líka að vinna saman að kassagítarplötu. Tenderfoot spilar Uka kassagítarlög og er plata frá þeim væntanleg sem og nýtt efni frá Indigo. Biggi í Maus er svo að vinna að sólóplötu rétt eins og Heiðar í Botnleðju þótt óvíst sé hvort þær plötur komi út í ár. Síðan kemur dagsins ljós í ár og þar ber Guitar Is- landico líklega hæst. Þegar U'ður á árið munu fleiri sveitfr fíklega bætast á Ustann en Á móti sól og I svörtum fötum em Ukleg til útgáfu þegar h'ða feí að jólum og Stuðmenn em óstöðvandi. Óvíst er með plötu frá írafári en aðdáendur geta huggað sig við útgáfu á veglegum DVD-diski frá þeim. Hreimur í Landi og sonum hef- ur lfka lýst yfir áhuga á að gera barna- plötu þótt óvíst sé með það að svo stöddu en Sverrir Bergmann og félag- ar hans í Daysleeper gefa sína plötu út síðar í mánuðinum. Selfyssing- arnir í Skítamóral hyggja einnig á nýja plötu fyrir jólin. Áð lokum mim Megas sameina krafta sína við hæfi- leika Súkkats þannig að búast má við Megasukk plötu á árinu. Fjölbreytt en fátt nýtt Útiitið er því nokkuð bjart á þessu ári og fjöl- breytnin virðist vera nokk- uð mikil. Helst er skortur á því að ungum og óreynd- um hljómsveitum sé gefið tækifæri til að senda eitt- hvað frá sér en það má að miklu leyti rekja til þess að útgáfum á landinu hefur far- ið fækk- andi. Þannig virð- ast þessar fáu útgáfur sem starfandi em tippa á nokkuð ömgga hesta sem eiga pottþétt eftir að skila einhverjum krónum í kassann. Nýliðun virðist því ætía að vera í lágmarki en sjálfstæðar útgáfur gætu þó breytt einhverju þar um. Ef þeim tekst vel upp er aUt útíit fyrir að árið 2004 verði gott ár hvað útgáfur á innlendri tónlist varð- sem og annars staðar. —K.. ; \i ''h 'rV;íÆ":" fÍU*i b "'í SB ■" ■......... Krummi Skipar Moody Company ásamt Franz Gunn- arssyni úr Ensimi. Plata frá þeim gæti litið dagsins Ijós á árinu. % * m * * Bob Dylan Sést í nýju Victoria's Secret aug- lýsingunni. Var spurð- urað þvi árið 1965 jp hvaða vöru hann myndi selja sig ef I hann þyrfti einhverni timann að gera það. Sá svaraði hann því I aðþað myndu verg \[enmannsnærföt. Bob Dylan selur kvenmannsnærföt Stóð við 40 ára gamla yfirlýsingu Margir af þeim sem að hafa séð nýju Victoria’s Secret-auglýs- inguna þar sem módeUð Adriana Lima sprangar um Feneyjar í nærfötum og háum hælum með vængi á bakinu, kunna að hafa velt því fyrir sér hver þessi hálfsjö- tugi gyðingur með kúrekahattinn sem Utur út eins og Bob Dylan sé. Þetta er einmitt engfrm annar en gamU þjóð- lagasöngvarinn sjálfur sem birtist þama inn á milU með ofurgeU- unni. Fyrirtækið hafði þegar ákveðið að nota lag hans, Love Sick, í aug- lýsingunni þegar einn auglýsinga- manna stakk upp á að að reyna að fá manninn sjálf- an til að taka þátt. ÖUum að óvör- um samþykkti hann svo að segja samstundis. Þetta er í fyrsta sinn á rúmlega 40 ára ferU sem Dylan leikur í auglýsingu, en hann seldi gamla mótmælasönginn, The Times They Are a-Changin’, í aug- lýsingu fyrir banka í Montreal. Þá var hann ávíttur af aðdáendum fyrir að selja sig, en þetta uppátæki virðist ekki hafa valdið eins hörð- um viðbrögðum. Aðdáendum hans léttir líklega að vita að hann heldur sig í fötun- um í auglýsingunni. „Ég get ekki sagt að þetta sé hræðtíegt eða frá- bært," segir efrm þekktur aðdá- andi, New York-plötusnúðurinn Dennis Elsas. „Þetta er fyrst og fremst skrýtið." „Við fyrstu sýn virt- ist þetta vera á aUan hátt rangt, en eftir að hafa séð þetta ber ég virð- ingu fyrir Bob Dylan. Ég vona bara að þegar ég kemst á hans aldur vona ég að mér verði borgað fyrir að fljúga til Feneyja til að leika í auglýsingu með ofurmódelum,” segir einn aðdáandi á spjallrás. „Merkilegast af öUu er að tæplega háifsjötugur gyðingur með kúreka- hatt skuU þykja vænlegur tíl að auka sölu á kvenmannsnærföt- um,“ segir einn íslenskur Bob Dyl- an-aðdáandi. Þeir geta samt ekki sagt að hann hafi eldd varað þá við. Á blaðamannafundi í San Francisco árið 1965 var hann spurður að því að ef hann myndi selja sig markaðsvöru hvaða vöru hann myndi velja. „Kven- mannsnærföt," svaraði hann um hæl. Sölur á undirfötunum hafa rokið upp eftir auglýsinguna. Adriana Lima Selur nærföt fyrir Victoria's Secret !■ *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.