Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 Fréttir JJV Vilja álagningar- skrárburt Samband ungra sjálf- stæðismanna hefur sam- þykkt ályktun þar sem fagn- að er frumvarpi Sigurðar Kára Kristjánssonar og 13 annarra þingmanna, sem felur í sér að opinberri birt- ingu álagningar- og skatt- skráa landsmanna verði hætt. Birting þessara skráa felur í sér brot á friðhelgi einkalífsins að mati SUS. „Auk þess virðist birtingin ekki þjóna öðrum tilgangi en þeim að svala forvitni fólks um einkamál ná- ungans," segir SUS. Ung- ir sjálfstæðismenn hafa árlega mótmælt birtingunni með að gerðum á skrifstof- um skattstjóra. Arnaldur í Gerðubergi Arnaldur Indriðason verður á Ritþingi í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðu- bergi laugardaginn 17. apríl nk. kl. 13.30. Stjórnandi er Örnólfur Thorsson en spyrlar eru Katrín Jakobs- dóttir íslenskufræðingur og Kristín Árnadóttir fram- haldsskólakennari. Einnig mun Oddgeir Eysteinsson lesa brot úr verkum Arnald- ar. Arnaldur hefur í tvígang hlotið hin eftirsóttu verð- laun Glerlykilinn. Árið 2002 vann hann verðlaunin fyrir bókina Mýrin og 2003 fyrir Grafarþögn. Hann hefur undanfarin ár verið okkar ástsælasti höfundur og hafa bækur hans nú þegar verið seldar til 14 landa og hafa engar bækur eftir ís- lenskan höfund selst eins vel á er- lendri grund og bækur i hans. Bjartsýni í bónkum Að mati Greiningar fs- landsbanka er gott ár framundan fyrir íslensku bankana. Bankamir munu njóta góðs árferðis markaða í miklum gengis- hagnaði á fyrsta ársfjórðungi, um- breytingarverkefni hafa verið áber- andi og þeim fylgt mikill útlánavöxt- ur. Útlit er fyrir bætta arð- semi svokallaðrar „útrásar" bankanna sem hefur til þessa ekki skilað miklum hagnaði. Efnahagsumhverf- ið er gott, úr vanskilum hef- ur verulega dregið og hag- vaxtarhorfur eru góðar. Allt sfyður þetta það mat Grein- ingar ÍSB að bankarnir munu, þrátt fyrir mikla verðhækkun undanfarið, leiða væntanlega verðhækk- un hlutabréfa í Kauphöll fs- lands á næstu mánuðum. Evrópusambandið rannsakar hvort grípa eigi til verndaraðgerða gegn innflutningi á eldislaxi. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs, segir að útflutningur héðan sé í hættu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir ESB sýna sjónarmiðum íslendinga skilning. Iltflutningi tíu þúsund tonna af eldisfiski ógnað Framkvæmdastjórn ESB ákvað nýlega að hefja formlega rann- sókn á því hvort grípa eigi til verndaraðgerða gegn innflutningi á eldislaxi vegna erfiðrar rekstrarstöðu fiskeldisfyrirtækja á Skotiandi og írlandi. Kemur ákvörðunin í kjölfar beiðni Breta og íra um að gripið verði til slíkra aðgerða. Þetta kemur fram í skýrslu Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál á Alþingi. Guð- mundur Valur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sæsilfurs, segir að 10.000 tonna útflutningur sé í hættu og það gæti haft mjög alvar- legar afleiðingar fyrir laxeldið hér- lendis ef af þessum áformum ESB verður. Utanríkisþjónustan fylgist grannt með framvindunni. Halldór Ásgrímsson segir að framkvæmda- stjórn ESB hafi sýnt sjónarmiðum íslendinga skilning í þessu máli. í skýrslu ráðherra segir m.a.: „Utan- ríkisþjónustan hefur fylgst grannt með framvindu þessa máls og haft samráð við landbúnaðarráðuneytið og hagsmunaaðila um viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda. Útflutningur á eldislaxi frá íslandi til Evrópusam- bandsins hefur aukist á allra síð- ustu árum. Þar skiptir mestu til- koma fyrirtækisins Sæsilfurs, sem rekur laxeldisstöð í Mjóafirði, en Evrópusambandið er mikilvægasta markaðssvæðið fyrir afurðir þess fyrirtækis. Önnur fiskeldisfyrirtæki sem flytja út á Evrópumarkað eru Salar, sem rekur laxeldisstöð í Berufirði, og Rifós, sem rekur lax- eldisstöð í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu. Hugsanlegar vernd- „Endanleg ákvörðun um verndaraðgerðir verður væntanlega ekki tekin fyrr en síð- ar á þessu ári" araðgerðir gegn eldislaxi frá íslandi til Evrópusambandsins kynnu að reynast mikið reiðarslag fýrir þessa atvinnugrein. Hafa ber í huga að fiskeldi hér á landi er enn að slíta barnsskónum og kynni skyndileg lokun markaða eða ákvörðun um að setja innflutningskvóta sem byggðar eru á sögulegum útflutn- ingi að hafa alvarleg áhrif á framtíð greinarinnar." Erum á byrjunarreit Guðmundur Valur Stefánsson segir að í ár sé fyrsta árið sem Sæsilfur hf. nái að framleiða það magn sem rekstrarleyfið heimilar en það nemur að hámarki 8.000 tonnum. Ásættanlegt verð fæst nú fyrir laxinn eða 270-280 kr/kg á Evr- ópumarkaði. „Við erum mjög smáir á þessum markaði í samanburði við til dæmis Norðmenn sem geta dælt fleiri hundruð þúsund tonnum inn á þennan markað," segir Guð- mundur Valur. „Og við erum rétt að komast á lappirnar í þessari at- vinnugrein og því myndum við finna verulega til þess ef ákveðið yrði að setja verndartolla á útflutn- ing okkar." Halldór Ásgrímsson segir að ís- lensk stjórnvöld haft sent fram- kvæmdastjórn ESB ítarlega greinar- gerð um málið. „Endanleg ákvörð- un um verndaraðgerðir verður væntanlega ekki tekin fyrr en síðar á þessu ári eða jafnvel í byrjun næsta árs,“ segir Halldór. Dvergmúsin Yoda væri 136 ára ef hún væri manneskja Heimsins elsta mús fjöqurra ára Á laugardaginn var haldið upp á afmæli elstu músar í heimi en þá varð hún fjögurra ára. Afmælisbarn- ið er íjögurra ára karldýr sem heitir Yoda og býr á rannsóknarstöð í öldr- unarfræðum við Michigan-háskóla í Bandaríkjunum. Yoda er orðinn há- aldraður og væri hann manneskja teldist hann vera 136 ára gamall. Meðalaldur rannsóknar- stofumúsa er tvö ár en úti í náttúr- unni er sjaldgæft að mýs nái svo „háum" aldri. Richard A. Miller pró- Landsíminn fessor, sem rekur rannsóknarstof- una, segist aðeins þekkja eitt annað dæmi um mús sem náði fjögurra ára aldri án þess að vera á sérstökum og mjög ströngum næringarkúr. Elsta músin sem Miller hefur sjálfur haft á rannsóknarstöð sinni dó úr elli m'u dögum fyrir fjögurra ára afmælið sitt. Yoda er dvergmús og öldungur- inn í nýju músakyni sem MiUer hefur verið að þróa út frá villtum músum sem hann gómaði í Idaho-fylki. Til- gangur MiUers er að kanna hvort unnt sé að hægja á þróun öldrunar f lfk- „Helstu tíðindi afokkur fjölskyldunni eru þau, að við héldum suöur um daginn og keyptum Case-traktor, vinnuþjark til að nota í iandbúnaðinum okkar. Sem sé til að gefa hestunum, sem annars koma vel undan vetri eins og allt annað hér. Hestarnir eru að vísu fáir komnir í hús, en " \ þetta erallt að bresta á eftir nokkurt aðgerðaleysi í frekar óskemm tilegri tíð í vetur," segir Flosi Ólafsson, hestabóndi að Bergi, rithöfundur og skemmti- kraftur.„Nú er hins vegar blíðskaparveður og sveitin skartar sínu fegursta. Sem stendur er ég þó staddur í Borgarnesi að eyða einhverju af afrakstrinum af metsölubókinni minni frá því um síðustu jól,„Ósköpin öii‘‘, en það eru alveg gífur- legir peningar. Þannig að eðlilega er gott í manni hljóðið í allri birtunni og biíðunni." Yoda og Leia prinsessa Dvergmúsin þarf á líkamshita prinsessunnar að halda til að deyja ekki úr kulda. ama músa með kynbótum. Síðan er ædunin að draga lærdóma af gangi rannsóknanna fyrir mannfólkið, ekki síður en mýsnar. Dvergmúsin Yoda býr með venju- legri kvenmús sem heitir Leia prinsessa. Bæði nöfnin eru komin úr Star Wars-bálki George Lucasar. Dvergmýs eru afar kulsælar og því hafðar með stærri músum í búri svo þær fái notið hitans frá venjulegu músunum. Að öðrum kosti myndu dvergmýsnar fljótlega deyja úr kulda, ekki síst eftir að svo háum aldri er náð sem í tilfeUi Yodas. Bíiainnbrot við Heilsustofnun Skömmu fyrir páska var brot- ist inn í fimm bíla sem stóðu á bflastæði við Heflsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Lögreglan á Selfossi fékk tflkynningu um að ókunnir menn væru á bflastæð- inu. Lögreglumenn voru þegar í stað sendir á staðinn með for- gangi. Þegar á staðinn kom voru mennirnir á bak og burt en í ljós kom að brotist hafði verið inn í fimm bfla og stolið úr þeim út- varpstækjum. Engar vísbending- ar hafa komið fram um hvaða menn þarna voru að verki og lýsir lögreglan eftir upplýsingum sem má koma á framfæri í síma 480-1010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.