Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 17
1 6 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 Fréttir DV DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 17 . Hvaðan kom? ávextinnip? Samkvæmt hollustukörfu Manneldis- ráðs skal fullorðinn einstaklingur dag- lega innbyrða 500 grömm af grænmeti, ávöxtum og safa, auk kartaflna. Hýði eða stönglar sem fara forgörð- um teljast ekki með í 500 grömmunumm. Vissulega hefur neysla á græn- meti og ávöxt- um aukist þótt enn sé nokk- uð í að hálft kg hverfi ofan í hvern og einn á dag. f landskönnun sem gerð var á mataræði íslendinga árið 2002 kom fram að full- orðinn einstaklingur neytti daglega 232 gr. af ávöxtum og grænmeti. „Ef við ber- um okkur saman við nágrannaþjóðirnar og ráðleggingar er neyslan samt ennþá of lítil og hún þarf að aukast,“ segir Hólm- fríður Þorgeirsdóttir matvæla- og nær- ingarfræðingur hjá Manneldisráði fs- lands. Einstaka sinnum slæðast óboðnir gestir með sendingunum. Vitað er um heim- sóknir leðurblöku, engisprettu og ein- o rs Kosta Ríka, Kól- umbía oa Panama Bananar eiga sér langa sögu en talið er að þeir séu upprunnir í suð- austurhluta Asíu. Orðið banani kemur úr arabísku þar sem „banan" merkir fmgur. Hvenær menn byrj- uðu að neyta banana er ekki ljóst en trúlega var það langt aftur í fomöld. Ömggt þykir að Alexander mikli haft kynnst þessum góða ávexti þegar hann ferðaðist um Indland á fjórðu öld fyrir Krist. Bananar bámst til Evrópu undir lok 19. aldar og urðu fljótt afarvinsælir. Meðalkilóverð: 154 krónur. o hverra áttfættlinga en slíkt gerist afar sjaldan. Ávextir og grænmeti er flutt á milli landa í kæligámum þannig að oftar en ekki fer illa fyrir laumufarþegunum. Áður en varan er sett á markað hér er hún geymd í kæligeymslum. Efnainnihald ávaxta og grænmetis skal vera samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og fylgst er með því reglu- lega. Varan er skoðuð áður en hún yfir- gefur heimaland sitt og hér athugar Um- hverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur hana vikulega. Kanada, Holland, Frakkland, Kína Rauðu eplin eru hollensk, grænu frönsk og kínversku kallast Fuji. Epli þykja meinholl og rannsóknir sýna að borði maður fimm epli eða fleiri batnar öndun og lungnastarfsemi yfirleitt. Meðalkílóverð: 164 krónur. o Suður-Afríka Litkaber eru talin eiga uppruna sinn í Víetnam og hafa verið ræktuð í suðausturhluta Asíu í yfir þúsund ár. Litkaber em einn vinsælasti ávöxturinn í Kína. Meðalkílóverð: 750 krónur. o o Spánn Sagt er að sítrónur hafi borist til Kína frá Kasmír fyrir þúsundum ára. Frá Kína munu þær hafa borist til Persíu og þannig um Miðjarðarhafs- löndin. Frá Spáni munu þær svo hafa borist norður eftir Evrópu. Meðalkílóverð: 160 krónur. • i , | ■* Indónesía ígulber ganga undir nafninu rambutan í heimalandinu. ígulber eru meðal vinsælustu ávaxta í Asíu. Meðalkílóverð: 1.400 krónur. o Perú oa Brasilía Mangótréð er uppmnnið í Asíu og getur orðið gríðarhátt, um 25 metrar á hæð. Mangó er bæði safa- ríkur og næringarríkur ávöxtur. Meðalkílóverð: 313 krónur. o Holland oa Kína Töluverður munur er á perum eftir því hvort þær koma frá Hollandi eða Kína. Perurnar vaxa á trjám og þykir peruviður hentugur til húsgagnagerðar. Meðalkflóverð: 179 krónur. Kína o Hreðkumar seljast upp þegar japanski túnfiskveiðiflotinn kemur í land til að ná í vistir. Meðalkflóverð: 140 krónur. 0 Kína og Nvja-Siáland Kívíávöxturinn eða loðber er ávöxtur klifurfléttu og eru uppruna- leg heimkynni í Kína. Ávöxturinn tók að berast til annarra landa á 19. öld og ræktun hans hófst að ein- hverju leyti á fyrstu árum 20. aldar, bæði á Nýja-Sjálandi og í Kaliforníu í Bandarflcjnum. Meðalkflóverð: 279 krónur. Spánn, ísraei Kanaríevjar Tómatar eru taldir ávextir í fræðilegum skilningi en þeir eru einær jurt af kartöfluætt. Ræktun á tómötum hófst hérlendis í gróður- húsum um 1930. ísraelsku tómat- arnir skera sig frá hinum að því leyti að þeir hanga saman á blóminu. Meðalkflóverð: 200 krónur. Suður-Afríka, Chile, Bandaríkin, Ítalía Vínber vaxa á vínviði sem er tal- inn eiga upprana sinn í Litlu-Ásíu en hefur breiðst út sem nytjaplanta um allar álfur. Sú planta er ein elsta rækturnarplanta mannkyns, hefur verið ræktuð í 5.000-6.000 ár og er til í þúsundum afbrigða. Vínberin em ýmist græn eða blá og vaxa í þéttum klösum. Rúsínur og kúrenn ur eru þurrkuð vínber. Meðalkflóverð: 507 krónur. m Israel og Bandaríkin Ekki er vitað með vissu hvaðan sætar kartöflur eru upprunnar en þær eiga sér langa sögu í Bandaríkj- unum þar sem þær hafa verið rækt- aðar síðan 1648. Til er afbrigði sem á ensku kallast yam og kemur upp- runalega ff á Afríku eða Kína. Meðalkflóverð: 259 krónur. Spánn oa Holland Jarðarber eru ættkvísl plantna af rósaætt. Þær eiga uppruna á norð- urhveli jarðar og jarðarberin vaxa til að mynda villt í gróðursælum brekkum á móti suðri allvíða um ís- land. Jarðarberin sem við þekkjum úr búðum eru hins vegar ræktuð og flest til orðin við kynblöndun nokk- urra amerískra tegunda. Meðalkflóverð: 1.154 krónur. Bandaríkiunum Appelsína er tökuorð í íslensku og talið er að það hafi borist hingað úr dönsku um miðja nítjándu öld. Þaðan talið komið úr lág-þýsku. Portúgalar fluttu fyrst sætar appel- sínur frá Kína til sunnanverðar Evr- ópu á 16. öld en á miðöldum bárust beiskar appelsínur aftur á móti frá Indlandi. Til aðgreiningar voru nýju appelsínurnar sem bámst til hafna við Norðursjó snemma á 18. öld kallaðar Apel de Sina - Epli frá Kína. Meðalkflóverð: 154 krónur. Kína og Taíland Drekaávöxtur kemur upphaflega frá Mið-Ameríku. Ávöxturinn er í raun kaktusafbrigði og þykir bragð- ið minna á kíví. Meðaíkflóverð: 999 krónur. m Munurinnn á ávöxtum og grænmeti kemur oft við sögu þegar grænmetisætur skilgreina mataræði sitt. „Semivegetarian“ nefnist sá sem borðar jurtafæðu og útilokar sumar dýraafurðir. Sá sleppir rauðu kjöti en borðar fuglakjöt, sjávarfang, mjólkurafurðir og egg- „Lacto-ovo-vegetarian“ borðar jurtaafurðir, egg og mjólkurafurðir úr dýraríkinu. „Lacto-vegetarian“ borðar ein- unigs mjólkur- og jurtaafurðir. „Vegan“ borðar jurtaafurðir en útilokar allar dýraafurðir. „Fructarian" borðar ein ungis jurtaafurðir sem má tína án þess að skemma móðurjurtina samkvæmt þröngum skilgreiningum. (Byggt á upplýsingum af Vísindavef Háskóla Islands, vefjum Samkeppnisstofnunar og Manneldisráðs íslands og frá Örvari Karlssyni.) m Kenía Lárpera eða avókadó er ávöxtur af lárviðarætt, upprunninn í vestur- hluta Mexíkós. Lárperurnar sem fást hérlendis eru grænar og pemlaga en ýmis önnur afbrigði ávaxtarins eru þekkt, svo sem linöttótt lárpera, dökkrauð að lit. Lárpemr hafa um langa hríð ver- ið ræktaðar í Suður-Ameríku en al- mennur áhugi á ávextinum kviknaði ekki fyrr en um aldamótin 1900. Meðalkflóverð: 420 krónur. •m : I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.