Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 9
IW Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 9 Lóan í Dýra- firði Ljóst er samkvæmt almanakinu að vorið er skammt undan og hefur lóan staðfest það með komu sinni að sögn BB á ísafirði en þar segir að í gær hafi lóur sést í Dýrafirði á túni rétt innan við flugvall- arendann á Söndum. Hún er því komin að kveða burt snjóinn sem reyndar hefur ekki verið mikið af í vetur þar vestra. En lóan er fugl vorsins og hvað sem öllu veðri líður lætur hún ekki bíða eftir sér. Dæmdirfyrir nauðgun og morð Dómstóll í Gaza dæmdi í gær þrjá menn til dauða fyrir að nauðga og myrða sextán ára gamla skólastúlku. Fé- lagi mannanna var dæmdur í lífstíðarfang- elsi. Stúlkan, Mayada Abu Lomdhi, lenti í klóm mannanna þegar hún var á leið heim úr skóla í september síðastliðnum. Mennirnir, sem eru á aldrinum 19 til 24 ára, óku með hana norður Gazaströnd þar sem þeir nauðguðu henni nokkrum sinnum áður en þeir myrtu hana. Þeir skildu lík stúlkunnar eft- ir í ruslagámi. Mikill mannfjöldi beið við dómhúsið í gær og krafðist dauðarefsingar með háværum köllum. Stálu þvotta- vél og þurrkara Brotist var inn í fjölbýlis- hús á Kjalarnesi um helgina og þaðan stolið þvottavél og þurrkara. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var helg- in fremur róleg en tilkynnt var um íjörutíu þjófnaði og rúmlega ijörutíu minniháttar eigna- spjöll. Meðal þjófnaða má nefna að komið var að tveimur mönnum á föstu- dagskvöld þar sem þeir voru að tengja hjólhýsi aft- an í jeppabifreið. Hjólhýsið reyndist ekki í þeirra eigu og við nánari eftirgrennslan reyndist jeppinn einnig stolinn. Á sundi við Sundin blá Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning sl. laugar- dagsmorgunn um að mað- ur væri á sundi í sjónum fyrir utan Sólfarið á Sæ- braut. Sjórinn er kaldur á þessum árstíma en er lög- reglunni tókst að tala manninn í land kvaðst hann haíi verið á sundi í um hálftíma. Var hann orð- inn nokkuð þrekaður og kaldur og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Enn einn mildur dómur fyrir óvænta og stórfellda líkamsárás. Hrafn Stefánsson réðist á mann í Þórsmörk og hlaut fórnarlambið varanlegan skaða af. Skilorö tyrir eð berje meen sem sé henn i Irafn Stefánsson Hlaut vægan dóm fyrir stórfellda likamsárás. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli ákæruvalds- ins gegn Hrafni Stefánssyni. Hrafn var dæmdur fyrir óvænta og stórfellda líkamsárás í Þórsmörk í fyrra. Hlaut fórnarlambið var- anlegan skaða af en dómurinn hljóðar upp á eins árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og til að greiða 300.000 kr. í skaða- bætur. Við árásina sparkaði Hrafti ítrek- að í andlit fórnarlambsins þannig að hægra kinnbein og kjálkabein brotnuðu, svo og augntótt og tenn- ur. Þurfti læknir að setja andlitið saman aftur með U'tanplötum og skrúfum. Málsatvik eru í stórum dráttum þau að hópur vina og kunningja var samankominn í Básum í Þórsmörk í júní í fyrra að skemmta sér. Áfengi var haft um hönd. Samkvæmt frá- sögnum vitna mun árásarþolinn hafa komið að Hrafni og vinkonu eiginkonu Hrafns í kelerú nokkru áður en árásin varð. Mun hann hafa haft á orði við þau að þetta væri ekki gott afspurnar. í dóminum er fjallað um þennan aðdraganda og er þetta m.a. haft eftir vitni: „Eftir nokkrar fortölur hafi A sagt að hann hefði séð „ljóshærðu feitu gæsina" í „sleik“ með ákærða. Þá hafi ákærði sagst ætla að ganga frá honum í eitt skipti fyrir öll. Ákærði hafl hlaupið að A sem- staðið hafi með hendur fyrir aftan bak og kýlt hann með kreppt- um hnefa," Sparkaði í andlit mannsins Vitnum úr kunningjahópnum ber ekki saman um hvað gerðist eft- ir fyrsta höggið en vitni sem þekkti hvorugan bar fyrir dóminum að "... árásarmaðurinn hafl komið hlaup- andi og slegið árásarþolann í höfuð- ið. Við það hafi hann dottið aftur fyr- ir sig. Þá hafi árásarmaðurinn haldið áfram að greiða honum högg í höf- uðið..." Þetta vitni segir ennfremur í lögregluskýrslu sem tekin var á staðnum að hann hafi séð ákærða „sparka í höfuð A eins og fótbolta, alveg ofboðslega fast." Dómurinn kemst að þeirri niður- stöðu að tildrög árásarinnar hafi verið athugasemdir sem árásarþol- inn gerði við háttarlag ákærða og vinkonu hans. Þessar athugasemdir geti engan veginn rétdætt stórfellda árás ákærða. Við refsiákvörðun verði hinsvegar að líta til að ákærði hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Jafnframt er vitnað til geð- hjúkrunarfræðings sem bar fyrir dóminum að Hrafn iðraðist gjörða sinna. Því fær Hrafn skilorðsbund- inn dóm en er gert að greiða 300.000 kr. með vöxtum í skaðabætur svo og allan málskostnað í þessu máli. Morðingi Önnu Lindh enn í fréttum Lögmaður Mijailovic áfrýjar dómnum Lögmaður Mijailo Mijailovic, sem myrti Önnu Lindh utanríkisráð- herra Svíþjóðar í september á síð- asta ári, hefur áfrýjað dómnum. Göran Nilson dómari staðfesti þetta við fjölmiðla í gær og sagði lög- manninn, Peter Althin, hafa lagt fram ýmis gögn varðandi áfrýjunina. Nilson dómari sagði ekki ljóst hvenær áfrýjunin yrði tekin fyrir en líkur væru á að málið yrði afgreitt á næstu fimm vikum. Mijailovic var dæmdur í lífstíðar- fangelsi í síðasta mánuði. Hann ját- aði fyrir rétti að hafa stungið Lindh með hnífi en kvaðst ekki hafa ætlað að myrða hana. Hann bar því við að „raddir" í höfði sínu hefðu stýrt gjörðum sínum umræddan dag. Lögmaður Mijailovic krafðist þess að hann yrði dæmdur fyrir mann- dráp en ekki morð og yrði látinn af- plána dóminn á réttargæsludeild. Mijailo Mijailovic Áfrýjar lifstíðardómi vegna morðsins á Önnu Lindh. Við því var ekki orðið enda var það mat geðlækna sem rannsökuðu geð- heilbrigði Mijailovic að hann hefði verið heill á geðsmunum þegar hann framdi ódæðið. Hlutföllin skekkjast Ungar kinverskar konur verða i miklum minnihluta árið 2020 efspár lýðfræðinga ganga eftir. Kínverjar mega eignast „eitt og hálft“ barn Offramboð á piparsveinum Offramboð á einstæðum körlum og skortur á einstæðum konum er það sem blasir við kínversku þjóðinni árið 2020 ef spár lýðffæðinga ganga eftir. Því er spáð að piparsveinar landsins verði fjörutíu milljónir árið 2020. Kvennaskortinn í Kina má rekja til þess að foreldrar vilja heldur eign- ast syni og svo eru reglur um barn- eignir afar strangar. Árið 1980 ákváðu stjórnvöld að foreldrar mættu bara eignast eitt barn en fjórum árum síð- ar var reglunni breytt. Nú gildir það sem kallast „eitt og hálf barn" á hverja foreldra. Það þýðir að ef fólk eignast son þá má það ekki eignast annað barn. Sé fyrsta barnið stúlka hafa foreldrar leyfi til að reyna aftur. Mest sláandi þykir kynjamunur- inn á Hainan-eyju þar sem að jafn- aði fæðast 135 drengir á móti 100 stúlkum. Þar sem annars staðar kýs fólk fremur syni en dætur og margir eru reiðubúnir að greiða himinháar sektir sem fylgja því að eignast fleiri en tvö börn. Ástæðan er meðal ann- ars sú að synirnir eru sagðir hugsa urn foreldra sína þegar þeir eldast. Öðru máli gegnir um stúlkurnar; um leið og þær eru komnar í hnapp- helduna þá tilheyra þ.ær annarri fjöl- skyldu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.