Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 23
rrv Fókus MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 23 > TfW'H Mr að skattstjóri og jori sjói að ser og endurgreiði Ri Damon Albarn er þessa dagana að vinna að nokkrum nýjum plötum milli þess sem hann stendur í lög- fræðideilum vegna byggingarfram- kvæmda í Grafarvog- inum. Damon hefur sem kunnugt er átt í deilum vegna bygg- ingar húsnæðis f Graf- arvoginum sem hefur tekið meiri tíma og fjármuni en í upphafi var ætlað. Það hefur þó ekki stoppað hann i tónlistarsköpuninni því í burðarliðnum er ný stuttskífa með Blur auk þess sem hann er að vinna að efni með eftirlifandi meðlimum hljómsveitarinn- ar sem lék með afríska tóniistarmanninum Fela Kuti á sínum tíma. Þá er líka von á nýrri plötu frá Gorillaz sem gerði það gott fyrir nokkrum árum. Gorillaz er einhvers konar rappsveit og hefur fólk mjög svo misjafnar skoðarnir á þvi fyrirbæri. SVfllí gefur innréttingar Nú hefúr Svali á FM farið af stað með nýjan leik í samvinnu við Beck’s og um leið hent sér út í bullandi samkeppni við Völu Matt á Skjá m feg M1. 'lfeM. einum. Leikurinn “ ““ ' gengur þannig fyrir sig að fólk kaupir sér kippu af Beck’s, geymir kvittunina og jl V '... skráir sig í leikinn á ' www.becks.is. Á *" hverjum fimmtudegi mun Svali svo draga einn heppinn vinningshafa út og mun hann hljóta alls kyns gjafir. Meðal þess sem er í verðlaun eru jeppaferðir, snjósleðaferðir, fjórhjólaferðir, flúðasiglingar og hestaferðir auk þess sem fólk getur unnið sinn eigin snjósleða, fjórhjól eða jafnvel eldhúsinnréttingu. Nú er bara að hlusta á Svala og kaupa sér Beck’s en þá er aldrei að vita nema fólk nái sér í innréttingu í leiðinni. \/ gengur tílliðs við NewYorkDoUs Ein elsta pönkhljómsveit sögunnar, The New York Dolls, hefur ákveðið að koma saman aftur eftir langt hlé. Sveitin naut aldrei mikilla vinsælda en er þó talin hafa haft talsverð áhrif á þá sem á eftir komu, s.s. Sex Pistols og flestar glisrokksveitirnar á borð við Kiss. Er það ekki síst vegna klæðaburð- ar hljómsveitarmeðlima sem alla jafna komu stíf- málaðir fram og klæddir i kvenmannsföt. The New York Dolls koma saman fyrir tilstilli Morrissey sem hafðí samband við sveitarmeðlimi og bað þá að troða upp á London Meltdown Festival. Þeir David Johansen, Sylvain Sylvain og Arthur Kane hafa allir staðfest þátttöku sfna í endurkomunni en í stað hins látna gítarleikara Johnny Thunders mun ekki ómerkari maður en Izzy Stradlin, fyrrum gítarieikari Guns'n Roses, plokka strengina fyrir bandið. Þá hefur trommarinn Gary Powell fylla skarð Jerry Nolan sem er ekkl hæfur f verkið vegna veikinda. r : ' l wm alur Gunnarsson Ríkisstjóri er sjaldnast sáttur við ástand mála. Þessa dagana er það skatturinn sem er að angra hann. „Við gáf- um út plötu hér fyrir jól og einn stærsú útgjaldaliðurinn við út- gáfuna voru tollar og skattar. Mér finnst skjóta heldur skökku við að vera að borga formúu til toll- og skattstjóra, þar sem Ríkið er rekið með miklum fjárlagahaila. Frekar ætti ríkið að standa við bakið á Ríkinu sem og íslenskri tónlist almennt en að láta menn borga toll af henni. En þar sem auðkýfingarnir flytja aUt sitt fjár- magn úr landi og skrá lögheimili sín í skatúeysisparadísum verður jú að bæta upp tapið með aukinni skattpíningu almúgans, rétt eins og þurfú að gera á miðöldum þegar aöaifinn var skattfrjáls. 20. öldin var öld sósíalismans. Þá reis hann hæst, þrátt fyrir að hafa aldrei alveg náð fram að ganga. Auðkýfingar voru hraktir úr höllum sínum og þeim breytt í bókasöfn og íþrótta- og tómstundamiðstöðvar. Nú eru - þeir óðum að flytja inn aftur." Ríkið gaf út plötuna „Seljum allt” í nóvember. En hvernig hefur svo salan gengið? “Ef maður getur náð til einnar manneskju er jú allt þess virði, og ég Vona að sá einstaklingur sem keypú plötuna njóti hennar vel. En það er því miður engan veginn nóg til að eiga fyrir tollum og sköttum. Því hefur Ríkisráð ákveðið að gefa allt upplagið, og vonast er til að skatt- stjóri og tollstjóri sjái að sér og endurgreiði Ríkinu, en það hefur þeg- ar látið 85.000 krónur af hendi til hins opinbera.” Tónleikaröðin Gefum allt er haldin næstu daga, og spila ásamt Rík- inu á miðvikudagskvöld Tony Blair, Barbarossa, Innvorús, Lokbrá og 5ta herdeildin á Grandrokk, en á fimmtudagskvöld koma fram Jan Mayen og Heiða og Heiðingjarnir á Ellefunni. Aðgangur er að sjálf- sögðu ókeypis og eru allir hvatúr til að koma með eitthvað til að gefa hvor öðrum. Rfkismeðlimirnir Árni Hamaríus, Jándi, \ Óli litli-taktur og Valur Gunnarsson. DV Mynd Róbert I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.