Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR14.APRÍL2004 Fréttir TfV Síbrotamaður í steininn Sveinbjörn Kristjánsson, Kristján Ra. Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Auður Harpa Andrésdóttir mæta fyrir dómara í dag þar sem ákæra Ríkislögreglustjóra á hendur þeim verður þingfest. Þau eru ákærð fyrir fjár- drátt, hylmingu og peningaþvætti. Auður Harpa var barstúlka á Prikinu og segist alsaklaus. Aöfaranótt föstudagsins langa var brotist inn í hús við Lækjarhvamm í Hafnar- firði og í Öldutúnsskólann. Grunaður síbrotamaður var handtekinn skömmu síðar og hafði hann í fórum sín- um þýfi úr innbrotum þessum. Hann var vistaður á Litla-Hrauni. Stelpuslagur Lögreglunni í Reykja- vlk barst tilkynning að- faranótt sunnudagsins um að kona hefði verið bitin til blóðs af annarri konu. Konan sem bitin var ætlaði að hjálpa hinni sem var að rífast við kærasta sinn. Nokkru síð- ar var konu ekið á slysa- deild frá öðrum skemmústað í miðbæn- um en þar hafði kona bit- ið hana í fingur og barið með flösku í höfuðið. Jörð skalf Jarðskjálftahrina var um átta kílómetrum suðvestur af Geirfugladrangi á Reykja- neshrygg eftir hádegi í gær. Á annan tug skjálfta mæld- ust og voru stærstir þeirra um 3 á Richter. Jarðskjálfta- hrinur em ekki óalgengar á þessum slóðum og benti fátt til þess í gær að um væri að ræða annað en reglu- bundna jarðskjálftahrinu. Skjálftarnir urðu á flekamót- unum á Norður-Atlants- hafshryggnum en þar eru neðansjávargos býsna al- geng. 102 heimilislausir áíslandi Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæöisflokksins. „Á meðan einn maður er heim- ilislaus þá er það slæmt mál, sem þarfað bregðast við. Þetta er samt ekki alveg svo einfalt. Sumtafþessu fólki virðistkjósa sérþennan lífsstílog ofterfitt að hjálpa því. Það erþví miður þekkt fyrirbæri og hefur fylgt ís- landssögunni alla tið. “ Akæran eins og ao lenda í flugslysi „Ég fór með þessa tékka til að greiða reikninga og vörur. Aldrei grunaði mig að með því yrði ég hluti af þessu ótrúlega máli. Ég er alsaklaus," segir Auður Harpa Andrésdóttir, fyrrum barstúlka á Prikinu í Bankastræti, sem er meðal ákærðra í stóra fjársvika- málinu í Landssímanum. „Þetta er hörmulegt og hefur snúið öllu mínu lífi við. Svona eins og að lenda í flugslysi. Ég vann tímabundið á Prikinu og reyndi að vinna mín verk þar vel og gera eins og mér var sagt. Það var allt og sumt,“ segir Auður Harpa sem nú starfar sem verslunarstjóri í versl- uninni EX í Kringlunni. „Ég er 25 ára og á ekki að þurfa að þola öll þessi ósköp vegna þess eins að hafa unn- ið á Prikinu sem þessir menn áttu og ráku." Var treyst fyrir fé Auður Harpa vann ekki lengi á Prikinu. Þó nógu lengi til að henni væri treyst fyrir fé þegar greiða átti reikninga fýrir vörur og annað. Tók hún þá bæði við lausafé og ávísun- um frá Sveinbirni Kristjánssyni sem átti og rak Prikið til hliðar við fast starf sitt sem aðalféhirðir Landssím- ans. Það hefur nú leitt til þess að Auði Hörpu er skipað á bekk með ákærðum í stóra fjársvikamálinu í Landssímanum. Auður Harpa er ákærð fyrir að taka við tveimur ávís- „Ég er 25 ára og á ekki að þurfa að þoía öllþessi ósköp vegna þess eins að hafa unn- ið á Prikinu sem þessir menn áttu og ráku." unum upp á á fjórðu milljón króna og koma fjárhæðinni undan. Mæta fyrir dómara í dag Klukkan níu í dag verður þingfest ákæra ríkislögreglustjóra í Lands- símamálinu, langstærsta ijárdrátt- armáli íslandssögunnar. Ákæran er ítarleg og flókin. Höfuðpaurinn í málinu er Sveinbjörn Kristjánsson sem er ákærður fyrir að hafa dregið sér 261 milljón króna af fé Símans. Sveinbjörn er ákærður fýrir fjárdrátt og peningaþvætti. Mestu stakk hann undan árið 1999 þegar fjár- drátturinn nam 96 milljónum króna, sem eru átta milljónir á mán- uði. Árið 2002 hafði gjaldkerinn af Símanum 38 milljónir króna. Sjón- varpsstjórarnir af Skjá einum, Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Krist- jánsson sem er bróðir Sveinbjörns, eru ákærðir fyrir að taka við 130 milljónum af Sveinbirni og nota í nafni fyrirtækisins Alvöru lífsins. Brot þeirra eru talin brjóta í bága við 254. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um hylmingu en til vara er krafist refsingar fyrir peninga- þvætti. Takist ákæruvaldi að sanna það geta þeir átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Þeir hafa haldið því fram að þeir hafi litið svo á að þeir væru að fá lán- að fé frá Símanum en það þykir lögreglu ótrúlegt. Kemur frá Skotlandi og mætir dóm- ara Auk þessara þriggja er Ragn- ar Orri Bene- diktsson systur- sonur Svein- björns ákærður fýrir að hafa teldð við pen- ingum af Sveinbirni. Ragnar Orri rak veitingastaðinn Prikið um tíma. Síminn hefur lagt fram skaðabóta- kröfu sem fýlgir ákærunni, þar sem hann er krafinn um 32 milljónir króna. Ragnar sagði við DV að hann botnaði ekkert í kröfu Símans. „Ég sé ekki hvernig þeir ættu að fá mig dæmdan,“ sagði hann í síðustu viku en hann átti ekki von á því að vera ákærður. Sveinbjörn er fluttur af landi brott en kom til landsins fyrir páska til að ferma barn sitt og fékk þá á sig ákæru. Hann fór aft- ur til Edinborgar en var væntanlegur til landsins í gær til að geta mætt dómara sínum í dag. Árni Þór Vigfússon Vill ekkert segja um Símamálið sem hann tengist vegna Alvöru lifsins. Kristján Ra. Kristjánsson Mæt- ir ásamt bróður sinum og félög- um fyrir dóm í dag. Ragnar Orri Benediktsson Krafinn um 32 milljónir króna fyrir að stinga fé undan. Auður Harpa Andresdottir Reyndi ad vinna sina vinnu vel en fékk ákæru fyr- ir að taka við ávisunum Sveinbjörns. í gær var tilkynnt að Þjóminjasafnið yrði opnað 1. september 2004 Hann segir / Hún segir „k göturmi býr fátækt fólk, sem þjóöfélagið hefur úthýst og getur hvergi hallað höfði, vegna þess að þjóðfélagið hef- ur ekki lausnir. Afheimilislaus- um eru síðan á annan tug ein- staklinga sem taldir eru hættulegir umhverfí sínu, sér og samborgurum sínum. Þarna þarfaö bregöast strax við með langtímaúrræði." Þjóðminjasafnið opnað eftir fimm ára bið „Við eigum ekki að dvelja við for- söguna heldur gleðjast yfir komandi opnun Þjóðminjasafnsins - þann 1. september 2004,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra. Safriið hefur verið lokað frá árinu 1998 vegna endurbóta á húsnæðinu. Þær framkvæmdir hafa farið hundruð milljónir króna fram úr áætlunum og á meðan hefur safnið verið lokað almenningi. „Við höfum verið óheppin með verktaka og fleira," segir Þorgerður Katrín. „En tíminn hefur einnig unnið með okkur. Við erum búin að græða glæsilegt rými hér í kjallaran- um sem við hefðum ekki gert hefð- um við haskað okkur í hlutina." Þrátt fyrir að tíminn hafi unnið með framkvæmdaraðilum hefur hann valdið því að kostnaðurinn fór úr böndunum. í apríl 2002 kom fram að kostnaðurinn við safnahús- ið væri kom- inn upp í um 900 milljónir króna en þá var fram- kvæmdum langt í frá lokið. Sam- kvæmt upp- lýsingum frá Fram- kvæmdasýslu ríkisins kemur svo fram að heildar- kostnaðurinn stefni í um 1.100 milljónir en upphafleg áætlun um kostnað verksins var um 670 millj- ónir. Þorgerður Katrín segist auðvitað hafa velt vöngum yfir þessum hlut- Þorgerður Katrfn Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Segir peningunum hafa verið vel varið. Skipið Ingjaldur Fyrsti munurinn íhinu nýja Þjóðminjasafni er skipið Ingjaldur - sem Hann- es Hafstein notaði til að stöðva Breta sem veiddu upp fisk Islendinga nánasti fjörunni. um áður en hún kom í ráðuneytið. lendis. „Það má samt ekki gleyma Hún segir að það hefði trúlega ver- því að hér erum við að endurbyggja ið farsælla í byrjun að tilkynna ein- frá grunni gamalt hús og það tekur faldlega að safnið yrði lokað í íjögur mun lengri tíma að gera slíkt heldur til fimm ár lflct og iðulega sé gert er- en að búa til nýtt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.